Peningamál - 01.05.2000, Page 29

Peningamál - 01.05.2000, Page 29
28 PENINGAMÁL 2000/2 Methagnaður … Þegar litið er til baka yfir liðið ár er sammerkt með bönkum og sparisjóðum2 að stjórnendur þeirra hafa nánast án undantekninga getað státað af methagnaði. Helstu skýringarnar eru aukin umsvif með óbreyttum vaxtamun, nýjar tekjulindir og lítil útlánatöp vegna þess góðæris sem ríkir í landinu. Arðsemi eigin fjár3 hefur aukist hröðum skrefum síðustu ár. Viðskiptabankarnir skiluðu 19,3% arð- semi í fyrra samanborið við 16,6% 1998 og 9,3% 1997. Arðsemi eigin fjár sparisjóðanna var 13,5% í fyrra samanborið við 8,7% 1998 og 1,9% 1997. Fjárfestingarbankarnir voru að meðaltali með 21,3% arðsemi samanborið við 11,1% 1998. … vegna aukinna umsvifa … Ein meginástæðan fyrir góðum hagnaði er hve um- svifin hafa aukist hratt. Niðurstöðutölur efnahags viðskiptabankanna hækkuðu um 25,4% í fyrra, bráðabirgðatala fyrir sparisjóðina bendir til 26,7% hækkunar og fjárfestingarbankarnir voru með 23,6% hækkun. Þetta gerðist á sama tíma og landsfram- leiðsla jókst um tæplega 9% að nafnvirði. … með óbreyttan vaxtamun … Ef vaxtamunur hefði lækkað samhliða stækkun efna- hags hefði orðið minni tekjuaukning. Það gerðist ekki, heldur stóð vaxtamunurinn í stað á árinu eftir að hafa lækkað samfellt undanfarin ár hjá viðskipta- bönkum og sparisjóðum. Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur sem hlutfall af meðalstöðu efnahags- reiknings, var 3,6%. Þó að meðaltalið væri óbreytt milli ára var þróunin mismunandi hjá bönkunum. Þannig hækkaði vaxtamunur lítillega hjá Landsbanka og Íslandsbanka en lækkaði hjá Búnaðarbanka. Sú sérstaka skýring er á þessari þróun að þessir bankar hafa átt mismiklar eignir í verðtryggðum markaðs- skuldabréfum. Vísitöluhækkanir þessara bréfa, sem voru miklar á síðasta ári, eru skráðar sem vaxtatekjur en gengistap vegna hækkunar ávöxtunarkröfu færist á gengismun. Vaxtamunur FBA lækkaði lítillega en hækkaði hjá Samvinnusjóðnum milli ára. Ekki er marktækt að líta á meðaltalsvaxtamun fyrir fjárfestingarbankana vegna sérstöðu Kaupþings sem er með neikvæðan vaxtamun. Skýringin er sú að lántökur Kaupþings fjármagna fyrst og fremst eigin stöðutöku fyrirtækis- ins í skulda- og hlutabréfum en í minna mæli útlán til viðskiptamanna vegna verðbréfaviðskipta þeirra. Tæpur helmingur stöðutökunnar á árinu var vegna hlutabréfa. Vegna eigin verðbréfaeignar og mismun- ar kaup- og sölugengis í viðskiptum myndast gengis- hagnaður sem birtist í bókhaldsliðnum gengismun en færist ekki sem vaxtatekjur á móti vaxtagjöldum. TRYGGVI PÁLSSON1 Afkoma og efnahagur banka og sparisjóða 1999 Liðið ár einkenndist af methagnaði, auknum umsvifum og stórhækkun á markaðsvirði fjármálafyrir- tækja. Vegna ýmissa sveiflukenndra tekna er ekki hægt að draga þá ályktun að hagræði í rekstri sé að aukast til frambúðar. Útlánaþensla og eigin stöðutaka hefur leitt til vaxandi fjármögnunar á innlendum og erlendum mörkuðum og lækkað eiginfjárhlutföll. Árið var afburða gott en viðvörunarmerki eru til staðar. 1. Höfundur er ráðgjafi bankastjórnar Seðlabanka Íslands. 2. Í greininni er fjallað um viðskiptabankana þrjá án Sparisjóðabanka Íslands, sparisjóðina og fjárfestingarbankana þrjá, þ.e. Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins hf. (FBA), Kaupþing hf. og Samvinnusjóð Íslands hf. 3. Arðsemi eigin fjár er hér skilgreind sem hlutfall hagnaðar af meðaltali eigin fjár í upphafi árs og lok árs að frádregnum hagnaði.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.