Peningamál - 01.05.2000, Síða 35

Peningamál - 01.05.2000, Síða 35
34 PENINGAMÁL 2000/2 Ytri skilyrði atvinnufyrirtækja breyttust allmjög á síðastliðnu ári. Áframhaldandi mikill hagvöxtur á ár- inu 1999, fjórða árið í röð, stuðlaði að vaxandi eftir- spurn eftir vöru og þjónustu innlendra fyrirtækja. Verðbólga jókst hins vegar eftir því sem leið á árið. Seðlabankinn mætti þessari þróun með því að hækka verulega stýrivexti sína sem olli hækkun á gengi íslensku krónunnar um 2,8% milli áramóta. Skamm- tímavextir á innlendum markaði hækkuðu í kjölfarið sem olli hærri fjármagnskostnaði hjá þeim fyrir- tækjum sem voru með skammtímalán í íslenskum krónum. Á móti kom að fyrirtæki gátu ávaxtað lausa- fé og bankainnstæður á hærri vöxtum en áður. Hærra gengi krónunnar þrengdi nokkuð að samkeppnis- stöðu fyrirtækja gagnvart innfluttri vöru og þjónustu. Raungengi krónunnar mælt sem hlutfallslegur launa- kostnaður hækkaði um 1,2% á milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og um 2,1% sé það mælt sem hlutfalls- legt verðlag. Mikilvæg erlend aðföng hækkuðu verulega í verði á liðnu ári. Erlendar hrávörur aðrar en olíuvör- ur tóku að hækka á vormánuðum 1999 en þá höfðu hrávörur lækkað stöðugt í verði frá vori 1997. Olía tók þó fyrr að hækka í verði en aðrar hrávörur eða frá áramótum 1998/99. Innkaupsverð á eldsneyti og olíuvörum á erlendum mörkuðum hækkaði gífurlega á seinasta ári, hráolía um 150% og bensín um 125%. Einkum er slík hækkun á eldsneyti og olíuvörum afdrifarík fyrir sjávarútveginn og flutningafyrirtæki og hefur veruleg áhrif á rekstrarafkomu þeirra. Á hinn bóginn hafði hækkandi verð á áli jákvæð áhrif á afkomu álframleiðslufyrirtækjanna. Verð járnblendis hélst áfram lágt á liðnu ári. Ljóst er að innlend fyrirtæki hafa þurft að taka á sig verulegar kostnaðarhækkanir í formi launa, hærri aðfangakostnaðar og annars framleiðslukostaðar og hærri innlendra vaxta á seinustu misserum. Hærra raungengi krónunnar hefur og þrengt rekstrarskil- yrði, sérstaklega þeirra fyrirtækja sem mæta þurfa erlendri samkeppni. Fyrirtæki hafa brugðist við með áframhaldandi hagræðingu, endurskipulagningu og aukinni framleiðni. Hér koma einnig til þær stífu kröfur sem virkur hlutabréfamarkaður gerir til skráðra fyrirtækja um arðsemi og rekstrarárangur. Velta fyrirtækja á VÞÍ nam alls 287 ma.kr. árið 1999 og hafði aukist um 14% frá árinu 1998. Rekstr- arhagnaður fyrir fjármagnsgjöld lækkaði nokkuð sem hlutfall af veltu en hagnaður af reglulegri starf- semi (HARS) sem hlutfall af veltu stóð í stað á milli ÓLAFUR ÖRN KLEMENSSON1 Afkoma og efnahagur atvinnufyrirtækja á hlutabréfamarkaði 1999 1. Höfundur starfar á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Í þessari grein verður fjallað um rekstur og efnahag þeirra atvinnufyrirtækja sem skráð eru á hluta- bréfamarkaði. Ekki verður fjallað sérstaklega um fjármála- og tryggingafyrirtæki og nær athugunin því til þeirra 53 atvinnufyrirtækja sem voru á Verðbréfaþingi Íslands (VÞÍ) í árslok 1999. Afkomumyndin er svipuð og á seinasta ári en þó aðeins lakari. Meiri munur er á afkomu fyrirtækja og einnig á afkomu atvinnugreina en áður. Ytri skilyrði atvinnurekstrar voru almennt lakari á liðnu ári en var 1998. Athygli vekur að fjármagnskostnaður lækkar verulega milli áranna 1998 og 1999 þrátt fyrir að langtíma skuld- setning fyrirtækja hafi hækkað hlutfallslega.

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.