Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 40
Apríl 1999
Hinn 21. apríl birti Seðlabanki Íslands verðbólguspá
sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði
2,4% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upp-
hafi til loka árs 1999 yrði 2,8%. Spáð var að verðlag
á öðrum ársfjórðungi myndi hækka um 1,0% eða
4,2% á ársgrundvelli.
Júní 1999
Hinn 21. júní hækkaði Seðlabanki Íslands vexti sína
um 0,5 prósentustig.
Hinn 25. júní var gengisskráningarvog breytt í ljósi
samsetningar utanríkisviðskipta á árinu 1998.
Hinn 29. júní veitti viðskiptaráðuneytið Verðbréfa-
þingi Íslands hf. starfsleyfi til kauphallarstarfsemi frá
og með 1. júlí 1999.
Bandaríska matsfyrirtækið Moody´s Investors
Service gaf Búnaðarbanka Íslands hf. einkunnina A3
fyrir langtímaskuldbindingar, Prime-2 fyrir skamm-
tímaskuldbindingar og D fyrir fjárhagslegan styrk.
Júlí 1999
Hinn 22. júlí birti Seðlabanki Íslands verðbólguspá
sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags yrði
3,0% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá upp-
hafi til loka árs 1999 yrði 4,0%. Spáð var að verðlag
á þriðja ársfjórðungi myndi hækka um 1,3% eða
5,2% á ársgrundvelli.
Ágúst 1999
Útgáfu Economic Statistics var hætt.
September 1999
Útgáfu Hagtalna mánaðarins var hætt. Í stað þeirra
og Economic Statistics sem síðast komu út í ágúst
ákvað Seðlabanki Íslands að gefa út ársfjórðungsrit á
íslensku og ensku, Peningamál og Quarterly Mone-
tary Bulletin, frá nóvember 1999.
Hinn 15. september tilkynnti Lánasýsla ríkisins um
fyrirhuguð uppkaup og fækkun markflokka rík-
isverðbréfa.
Hinn 20. og 21. september hækkaði Seðlabanki
Íslands vexti sína um 0,6 prósentustig.
Kreditkort hf. fékk starfsleyfi sem lánastofnun á
grundvelli laga um lánastofnanir aðrar en viðskipta-
banka og sparisjóði (nr. 123/1993).
Október 1999
Hinn 25. október birti Seðlabanki Íslands verðbólgu-
spá sem gerði ráð fyrir að meðalhækkun verðlags
yrði 3,3% milli áranna 1998 og 1999 en hækkun frá
upphafi til loka árs 1999 yrði 4,6%. Spáð var að
verðlag á fjórða ársfjórðungi myndi hækka um 1,0%
eða 4,1% á ársgrundvelli.
Ríkissjóður seldi 51% hlut sinn í FBA. Söluverð-
mætið nam 9,7 ma.kr.
Hinn 25. október hóf Seðlabanki Íslands að birta á
heimasíðu sinni, www.sedlabanki.is tölfræðilegar
upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og varða þær
einkum þá þætti sem heyra beint undir verksvið
bankans. Upplýsingarnar eru uppfærðar vikulega.
Nóvember 1999
Hinn 24. nóvember kom út fyrsta tölublað Peninga-
mála. Peningamál eru gefin út ársfjórðungslega og
innihalda umfjöllun um efnahags- og peningamál og
þróun á fjármálamarkaði auk greina og talnalegra
upplýsinga.
Desember 1999
Í desember fór fram sala á 15% hlut ríkissjóðs í
Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf.
Bréfin voru seld með áskriftar- og útboðsfyrirkomu-
lagi. Söluverðmætið nam tæpum 6 ma.kr.
Bandarísku matsfyrirtækin Moody's Investor Service
og Standard & Poor's staðfestu mat sitt á lánshæfi
íslenska ríkisins. Lánshæfiseinkunnirnar eru Aa3 og
PENINGAMÁL 2000/2 39
Annáll fjármálamarkaða
Apríl 1999 - apríl 2000