Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 Helgarblað DV Jón „bóndi" Gunnarsson er þríbrotinn í andliti og hefur lagt fram kæru á hendur Magnúsi Ver Magnússyni vegna líkamsárásar. Fjöldi lögreglumanna var kallaður að heimili Jóns á miðvikudag en þá var Magnús hvergi sjáanlegur. Jón þurfti að leita á bráðamóttöku í kjölfarið. Magnús neitar að hafa ráðist á Jón og segist alls ekki hafa komið heim til hans þennan dag. Jón óttast að verða fyrir árásum ef hann tjáir sig um málið. ÞR BROTINN IANDLITI ERLA HLYNSDÓTTIR blaðamadur ikrifar: erla&dv.is „Þetta þykir ekki léttvægt hér í húsi," segir Aðalsteinn Aðalsteins- son, rannsóknarlögreglumaðurhjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Hann staðfestir að Jón „bóndi" Gunnarsson kraftlyftingamaður hafi í gærmorgun lagt fram kæru á hendur Magnúsi Ver Magnússyni kraítlyftingamanni vegna líkams- árásar. Að sögn Aðalsteins er málið litið afar alvarlegum augum af lög- reglunni. Flúði inn í fataskáp Jón þurfti að leita til bráðamót- töku Landspítalans seinni hluta miðvikudags og kom í ljós að hann er þríbrotinn í andliti. Eft- ir aðhlynningu fékk hann að fara heim en verður áfram undir eftir- liti læknis. Samkvæmt heimildum DV lýt- ur kæra Jóns að því að Magnús hafi komið á heimili hans á fjórða tím- anum á miðvikudag og ráðist illi- lega á hann. Sömu heimildir segja að gestkomandi kona hjá Jóni hafi orðið mjög skelkuð við lætin og flú- ið inn í fataskáp. Nágrannar Jóns í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík voru snarir í snúningum og hringdu á lögreglu sem var fljót á vettvang en Magnús var þó á bak og burt. Þöglir sem gröfin Vegna alvarleika áverkanna leitaði Jón til bráðamóttöku í kjöl- farið. Hann er mjög óásjálegur, kinnbeinsbrotinn og með bólg- ið auga. Jón gaf óformlega skýrslu hjá lögreglu um atvikið sama dag Neitar sök Magnús Ver Magnússon neitar að hafa ráðist á Jón og segist ekki hafa komið heim til hans umræddan dag. en mætti aftur á lögreglustöðina á fimmtudag, gaf formlega skýrslu og Iagði þá fram kæru. Ekki er vitað til þess að konan hafi kært. Jón bóndi vildi ekki tjá sig um málið þegar DV ræddi við hann á miðvikudag en staðfesti í samtali við blaðið í gær að hann hefði lagt fram kæru. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Þegar blaðamaður ræddi við Magnús Ver á miðvikudag neitaði hann því að hafa ráðist á Jón og að- spurður sagðist hann ekki kann- ast við að hafa komið heim til hans þennan dag. Blaðamaður hafði aft- ur samband við Magnús í gær. Þá vísaði hann í íyrri orð sín og sagðist ekkert mundu tjá sig við fjölmiðla nema í gegnum lögmann sinn. Sterkasti maður heims Jón og Magnús þekkjast lítillega en þeir hafa báðir verið áberandi í kraftlyftingum síðustu áratugina. Magnús hefur verið lengi að og var til að mynda í þriðja sæti í keppninni Sterkasti maður íslands árið 1985 sem Jón Páll Sigmars- son sigraði í. Magnús var fjórum sinnum sterkasti maður heims á fimm ára tímabili á árunum 1991 til 1996. Að undanförnu hefur hann meðal annars starfað sem fram- kvæmdastjóri Goldfinger og verið einkaþjálfari í World Class. Jón er einnig vel þekktur í heimi kraftlyftingamanna. Hann hefúr starfað sem einkaþjálfari og var lengi rekstraraðili líkamsræktar- stöðvarinnar Gym 80 við Suður- landsbraut. Jón bóndi starfaði um tíma sem formaður Kraftlyftingasambands- ins en sagði af sér fyrir rúmu ári eft- ir að tugur þúsunda steraskammta fannst í bakgarði hans. Jón hefur staðfastlega neitað að eiga efnið og er það mál í vinnslu. Sterkastur í heimi í flokki öldunga Jón varð heimsmeistari í kraft- lyftingum árið 2006 þegar hann keppti í flokki öldunga á heims- meistaramóti á vegum Alþjóða- kraftlyftingasambandsins sem haldið var í Texas í Bandaríkjun- um. Jón varð einnig heimsmeist- ari í sama flokki árið áður. Hann féll þó á lyfjaprófi og var sviptur heimsmeistaratitlinum. Jón hafði áður fallið á lyfjaprófi þegar hann keppti á heimsmeist- aramóti í kraftlyftingum í Aust- urríki 1996. Þar sem fall hans í fyrra var túlkað sem endurtekið brot var hann úrskurðaður í ævi- langt keppnisbann. Síðan þá hef- & ■■ ísMsíjs Brotinn í andliti Jón„bóndi" Gunnarsson á að baki farsælan feril sem kraftlyftinga- maður en hann er nú þríbrotinn í andliti og hefur kært Magnús Ver til lögreglunnar. ur honum ekki verið heimilt að keppa á mótum sem tengjast Al- þjóðakraftlyftingasambandinu eða Ólympíuhreyfingunni, jafn- vel þótt um aðrar íþróttagreinar en kraftlyfdngar sé að ræða. Jón getur eftir sem áður keppt á mót- um þar sem lyfjapróf eru ekki við lýði. Hélt minningarmót með Fáfnismönnum Samkvæmt heimildum DV óttast Jón að bifhjólasamtökin Fáfnir grípi til aðgerða gegn sér vegna málsins. Á síðasta ári komu bæði Magnús Ver og Jón Trausti Lúthersson, kenndur við Fáfni, að skipulagningu Grettismótsins í kraftlyftingum sem haldið var til minningar um Jón Helgason heitinn. Hann var þekktur í und- irheimunum og lést í haldi lög- reglu eftir átök við lögreglumenn eins og frægt varð. Magnús Ver er gildur mótshaldari á vegum World Powerlifting Congress, sem er kraftlyftingasamband utan Iþróttasambands Islands. ferðafrelsi www.ferdaval.is i við Vesturlandsve FGRÐAVAL Lund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.