Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 16. MA[ 2008 Helgarblað DV Úlfar B. Thoroddsen, forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggö, segir bagalegt að leggja eigi flugvöllinn á Patreksfirði af. Á sama tíma á að ráðast í uppbyggingu minni flugvallar á Bíldudal fyrir tugi eða hundruð milljóna. Þrjátíu kílómetra leið um Qallveg skilur byggðirnar að. Guðbjörn Charlesson, umdæmisstjóri Flugmálastjórnar á ísafirði, segir ákvörðunina fyrst og fremst veðurfarslega. Flugstöðin á Patreks- fjarðarvelli Völlurinn er ekki [ notkun. Vesturbyggðar. „Staðsetning vallar- ins á Bíldudal er betri, hvað veður- far snertir. Hann er öruggari kost- ur. Ef hagkvæmnin væri í fyrirrúmi myndi ég hins vegar velja völlinn á Patreksfirði sem aðalvölí," segir Úlf- ar en þess ber að geta að hann er búsettur á Patreksfirði. „Mitt markmið sem bæjarstjórnar- manns í Vesturbyggð er að hér verði samgöngur eins góðar og unnt er. Mér flnnst það því bagalegt að vell- inum á Patreksfirði sé ekki haldið við." Þetta segir Úlfar B. Thorodd- sen, forseti bæjarstjórnar í Vestur- byggð, en þar eru byggðarfélögin Patreksfjörður og Bíldudalur. Skipt- ar skoðanir eru nú um stefnu yfir- valda í flugvallarmálum. Fyrirhugað er að lengja og bæta 940 metra flugbraut á Bíldudal í Arnarfirði. Á sama tfma er á Pat- reksfirði 1.400 metra löng flugbraut sem hefur verið látin grotna nið- ur síðan Flugfélag fslands hætti að fljúga á Patreksfjörð. Ekki undir hundrað milljónum Flugvellir hafa í gegnum tíðina bæði verið á Patreksfirði og á Bíldu- dal. Flugfélag fslands var lengi með rekstur á Patreksfirði en þó nokkur ár eru síðan hætt var rekstri þar. f dag annast Arnarflug flugferðir á milli Bolungarvíkur og Reykjavíkur. Flogið er sex daga vikunnar. Nú er stefnt að því að lengja flugbrautina á Bíldudal þannig að hægt verði að taka á móti Focker-vélum Flug- félags íslands sem og flugvélum Landhelgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum DV mun kostnað- ur við þær framkvæmdir ekki vera undir hundrað milljónum króna. Ríkið borgar brúsann en kostnað- aráætlun vegna framkvæmdanna verður tilbúin á þessu ári. Betra veður við Bíldudal Guðbjörn Charlesson, umdæm- isstjóri Flugmálastjórnar á ísafirði, segir að ekki sé grundvöllur fyr- ir því að reka tvo flugvelli í Vestur- byggð. Hann segir aðalástæðu þess að ákveðið var að leggja áherslu á völlinn á Bíldudal sem aðalflugvöll Vesturbyggðar veðurfarslegs eðlis. „Það var fyrst og fremst veðurfar við vellina sem réði valinu. Á vellinum í Bíldudal fellur sárasjaldan nið- ur flug. Það eru innan við 10 flug á ári sem falla niður. Önnur ástæða er sú að hann er ódýrari í rekstri. Á Patreksfirði höfum við lengi glímt við sandfok. Það er mjög kostnað- arsamt að halda aftur af því," segir Guðbjörn. Aðspurður hvers vegna brautar- ljósin á Patreksfirði hafi verið tekin niður segir hann að framleiðslu á ljósunum hafi verið hætt auk þess sem þau hafi verið dýr í rekstri. „Þau þörfnuðust stöðugs viðhalds og það var orðið erfitt að fá í þau varahluti. Þess vegna voru þau tekin niður, líkt og á Isafirði þar sem verið er að skipta út sams konar ljósum." Dýrt að opna Patreksfjarðarvöll Guðbjörn segir að þótt flugið flytjist alfarið til Bíldudals eigi það eklci að skipta öllu máli fýrir íbúa Patreksfjarðar. „Frá Patreksfirði eru um 30 kílómetrar að Patreksfjarð- arvelli en vegalengdin til Bíldudals er einnig um 30 kílómetrar. Vega- lengdin frá Bíldudal að flugvellin- um þar er ekki nema 12 kílómetrar," segir hann og bendir á öryggið sem fylgir því að hafa flugvöllinn nærri byggð. Aðspurður hvað myndi kosta að taka Patreksfjarðarflugvöll aftur í gagnið segir Guðbjöm að startkosmaður yrði aldrei undir 25 til 30 milljónum króna. „Það þyrfti að laga flugbrautina sjálfa, leggja nýtt slitlag og endumýja ljósin, auk þess að ráða starfsfólk," segir hann að lokum en síðar á þessu ári verður kostnaðaráætlun um uppbyggingu flugvaUarins á Bíldudal tilbúin. imscu& Flugbrautin á Patreksfirði Hér má sjá hvernig sandur hefur fokið inn á brautina. segir að lengi hafi staðið styr á milli þeirra aðila sem hafa p . verið með flugþjónustu á | Bíldudal og Patreksfirði. Jón 4 segir minnihlutann vilja opna * völlinn á Patreksfirði. „Það er WBF hins vegar ekki í okkar hönd- t. um því það eru Flugstoðir sem ráða," segir Jón. Hann bætir við að meirihlutinn hafi ekki beitt sér sem skyldi. Hann hafi ekkert gert í að halda vellinum á Patreksfirði við. Jón segir hins vegar að völlurinn á Bíldudal sé öruggur vetrarkostur og að þar falli sjaldan niður flug. ,, „Hann er afar vel staðsettur en þar þarf að leggjast í mikl- iiigg*-, ar framkvæmd- ir. Völlurinn * á Pat- reksfirði er hins vegar nú þegar nógu stór og því er slæmt að láta hann grotna niður. Mér finnst þetta fáránleg meðferð á fjármunum," segir Jón. Völlurinn grotnar niður Úlfar segir að sveitarstjórn Bíldu- dalshrepps hafi lengi þrýst á völl í sinni byggð. Völlurinn hafi lengi verið til en hann hafi einungis verið nýttur af litlum vélum. „Þegar Arn- arflug hóf rekstur á Bíldudal var far- ið að lengja flugbrautina og bæta. Það endaði með því að flugmála- yfirvöld ákváðu að leggja áherslu á þann völl sem aðalflugbraut fýrir svæðið. Á meðan hefur flugbrautin á Patreksfirði grotnað niður," segir hann. „Það er meðal annars búið að taka flugljósin niður og grafa í braut- ina þannig að búið er að rýra gildi brautarinnar" segir Úlfar. Hann segir að allir fulltrúar bæjarstjómar hafi samþykkt tillögu Flugstoða um uppbyggingu á Bíldudal. Hann seg- ir hagkvæmara að halda því við sem fyrir er heldur en að ráðast í mikl- ar framkvæmdir. Fyrir honum snýst þetta fyrst og fremst um öryggi fbúa Fáránleg meðferð á peningum Jón B. G. Jónsson læknir er oddviti minnihlutans í Vesturbyggð. Hann _ Úlfar Thoroddsen, forseti bæjarstjómar í VesturbyggA Segir öryggi íbúa best borgið með því að fljúga frá Bíldudal. „Mér finnst þetta fáránleg meðferð á fjármunum." BALDURGUÐMUNDSSON blaðamaöur skrifar baldur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.