Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 15
PV Helgarblað
FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 15
ASYNI
Oddrún Valborg Sigurðardóttir hefur þurft að
jarðsyngja fjóra syni sína á lífsleiðinni og á hún
erfitt með að lýsa hversu sárt það er. Hún segir að
enginn eigi að þurfa að upplifa að jarða börn sin,
hvað þá fjögur börn sín. Hún á erfitt með að lýsa
sorg sinni. Þrír synir Oddrúnar létust af slysför-
um og sá fjórði við fæðingu. Tveir þeirra létust
nýverið með nokkurra daga millibili.
* '-'T'irír'r •
mm
. , :Æ
A '
. fióiafan %d/.at/Aett ( 'Jfí/ua/tnar- (r:/\. (' )y//yW//ttvk<tt ■ /jttytr ( )i//j(í/tit r'yjt' /t
J. /O.Jtf/it' /Qof'J r/. (. r/r'óem/rt' /OÓ/ /. i'j/. r/r*k'Htftt‘r /OOOt/. Í/O. MtrO í/O/hS /. /. tnrn'ó /ÓO/fr/. Í/O. 111010 rOOO< S
Magnús IVIár Vilhjálmsson var með bróður sínum, Birgi Vilhjálmssyni, í för er Birgir
lét lífið í vélsleðaslysi í mars síðastliðnum. Birgir var alvanur sleðamaður og Magnús
hélt að hann væri að stytta sér leið er hann hvarf skyndilega sjónum og féll 15 metra
ofan í gil. í veikri von um að bróðir hans héldi lífi leitaði Magnús aðstoðar og segir þau
augnablik hafa verið ógurlega erfið.
SAKNAR BRÓÐUR
0G FELAGA
„Við Birgir vorum ekki bara bræður
heldur ofsagóðir félagar og brölluð-
um mikið saman í gegnum tíðina.
Satt að segja á ég mjög ertítt með að
vinna úr sorginni og þessari upplif-
un," segir Magnús Már Vilhjálms-
son, umsjónarmaður lóða á Land-
spítalanum. Magnús var með Birgi
Vilhjálmssyni, yngri bróður sínum, í
vélsleðaferð laugardaginn 28. mars
síðastliðinn er Birgir fór fram af snjó-
hengju á sleða sínum og lét h'fið.
Kvöldið áður en Birgir lést sátu
þeir bræður saman og skipulögðu út-
för yngri bróður þeirra sem lést viku
fýrr. Á heimili Birgis og íjölskyldu
hans var lögð lokahönd á sldpu-
lagninguna og rifjaðar upp góðar
minningar frá samskiptum þeirra
bræðra. Þá ræddu Birgir og Magnús
skemmtilega hestaferð síðasta sum-
ar en konur þeirra höfðu gefið þeim
ferðina í jólagjöf. Þeir voru búnir að
ákveða að fara saman í aðra hesta-
ferð og ákváðu einnig að skella sér
saman í vélsleðaferð þennan örlaga-
ríka dag í mars.
Ofan í gilið
„Við vorum bara tveir saman á
fjallinu og kvöldið áður höfðum við
verið fram á nótt að undirbúa jarð-
arför Vilhjálms bróður okkar og rifja
upp gamla tíma og minningar. Þá
hafði Birgir bróðir framkvæmt mest
af því sem þurfti að gera fyrir út-
förina og hann var búinn að plana
þessa sleðaferð þegar ég kæmi aust-
ur. Hann fékk lánaðan sleða fyrir mig
og við fórum af stað í fallegu veðri og
sólskini," segir Magnús. Hann segir
Birgi bróður sinn hafa iðulega ver-
ið mjög varfærinn í snjósleðaferðum
sínum. „Birgir var alvanur sleðamað-
ur og gjörþekkti hverja einustu þúfu á
svæðinu. Við vorum búnir að vera að
leika okkur um nokkurt skeið þegar
skyndilega skall á mikill éljagangur.
„Birgir var góður bróðir,
heiðarlegur fram í fingurgóma
og alltaf brosandi. Birgirlifir
fallega í minningunni"
Við biðum á meðan það gekk yfir og
sólin fór aftur að skína en þá ákváð-
um við að snúa heim. Þegar við vor-
um komnir í neðsta gilið tók Birgir
sveig og ég hélt að hann ædaði að fara
aðra leið. En þá hafði hengjan verið
komin lengra út í gilið en venja er.“
Hræðileg upplifun
Magnús segir bróður sinn skyndi-
lega hafa horfið sjónum. Hann telur
Birgi hafa falliðl5 metra niður gilið.
„Allt í einu fór skriðan bara af stað
og hann ofan í gilið. Það var alveg
hræðilegt að upplifa þetta og horfa
á eftir honum niður. Ég braust síðan
ofan í gilið og gróf hann upp. Þetta
var hræðilegt alveg og ég fór í algjört
sjokk. f því sjokki þurfti ég að kalla
eftir hjálp, berjast upp úr gilinu aftur
og þeysa á sleðanum," segir Magnús.
Á leiðinni ofan í gilið rann Magnús
sjálfur niður snjóhengju og féll ofan
í á er íslag gaf sig undan honum. Við
erfiðar aðstæður náði hann að krafla
sig áfram til bróður síns.
„Þau augnablik voru mjög erf-
ið því ég var í aigjöru losti. Þá gerði
ég mér ekki endanlega grein fyrir að
farið hafði á versta veg og var alltaf
að vona að svo væri ekki. Birgir var
góður bróðir, heiðarlegur fram í fing-
urgóma og alltaf brosandi. Ef ein-
hverjum leið ilia, þá var hann kom-
inn og börnin soguðust að honum.
Birgir lifir fallega í minningunni. Að
vera síðan með tvo bræður saman í
iíkhúsinu var of mikið og allt of mik-
ið á þessa fjölskyldu lagt. Tímarnir
eru búnir að vera erfiðir og ég hef átt
mjög erfitt með að vinna úr sorginni."
trausti@dv.is