Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. MAl 2008 Helgarblað DV KOLBEINN ÞORSTEINSSON bladamadur skrlfar: kolbeinn^dv.is Elísabet Fritzl og böm hennar sendu frá sér sín fyrstu skilaboð til umheimsins eftir að upp komst um hið hryllilega leyndarmál sem heimili fjölskyldunnar hafði búið yfir í tuttugu og fjögur ár. Elísabet, fimm barna hennar og móðir sendu ffá sér plakat þar sem þau höfðu skrifað þakkarorð til allra sem sýnt hafa þeim stuðning, síðan Elísabet og þrjú barna hennar vom frelsuð úr prísundinni sem faðir þeirra hafði búið þeim. Plakatið frá Elísabetu og fjöl- skyldu hennar er innan á rúðu í verslun í Amstetten, heimabæ hennar, og á því stendur skrifað: „Við, öll fjölskyldan, viljum nota þetta tældfæri tú að þakka ykkur öll- um þá samkennd sem við höfum fundið vegna örlaga okkar. Samúð ykkar hefur hjálpað okkur að takast á við þessa erfiðu tíma, og sýnt okk- ur að það er líka til gott og heiðarlegt fólk. Við vonum að sá tími komi að við getum notið eðlilegs lífs á ný." Hjörtu og regnbogi Orðsendingin er skreytt með teikningum af höndum fjölskyldu- meðhma, hjörtum, regnboga og brosandi andlitum. í einum skilaboðunum frá fjöl- skyldunni lýsir Stefán, átján ára, sem hafði ekki séð annað en veggi kjallarans alla sína ævi hve hann njóti þess að upplifa sól, ferskt loft og náttúruna í fyrsta sldpti. EUsabet, böm hennar og móð- ir hafa verið í umsjá austurrískra stjómvalda síðan málið komst upp og hafa fengið sálfræðiaðstoð auk þess sem þess hefur verið gætt að þau njóti næðis. Kerstín, elsta dóttirin, liggur enn þungt haldin á sjúkrahúsi vegna nýmabilunar. Ágangur fjölmiðla Sú stofrnm sem hýst hefur fjöl- skylduna síðan hún fékk frelsið hef- ur verið umsetin fréttamönnum. Ál«»: Qtesen Qnfess nuizen, um iPmen affensM nuf ifQe Jrniieiínahrrxe ©n unscrtrp*' \cjci ÍC $ du ódn&en.dílPJíite-fúRP y n;m / ms seíÉpöíiescftweri?$eif &Q Se- Q4® (JmL&ea uaek zuj uns^sse^ch ‘ auie und^PCcU éknnPuzrífiétyur >. r’tACfkfindea Plakatið frá fjölskyldunni Ellsabet vonar að framtíðin beri eðlilegt llf I skauti sér. Þeir hafa setið um fjölskylduna líkt og veiðidýr um bráð sína. Engin áhöld em um áhuga almennings á framvindu málsins og framförum þess hluta fjölskyldunnar sem ekki sá sólarljós í tuttugu og fimm ár og þekkti aðeins þrjár manneskjur í heiminum. Hátt á annan tug ffétta- manna hafa verið handteknir fyr- ir að fara offari í fféttaöflun, þar af einn sem reyndi að komast inn á stofnunina dulbúinn sem lögreglu- maður. Varðhald Jósefs Fritzl hefur verið ffamlengt og talið er að verj- andi hans beri við geðveiki þegar til réttarhalda kemur. Sjálfur sagði Jósef að athöfnum hans hefði ver- ið stjómað af „fíkn" sem hefði orðið stjórnlaus. Rosemarie, móðir Elísa- betar, dvelur með dóttur sinni og bamabömum. Lögreglan telur ekld að hún hafi verið í vitorði með eig- inmanni sínum, en engu að síður er spurt hvemig hann gat komist upp með glæpinn jafn lengi og raun ber vitni án aðstoðar. [}///') A Fjölskylda Elísabetar hefur hafið vegferð til nýs lífs: Felix elskar sólarljósið Eelix eryngstur barna Elísabet- ar, aðeins finun ára. Að siign lækna tekur hann stórstígum framförum. Felbt er farinn að bera sig eðlilega við gang og að sögn lækna veröur tjáning- armáti hans sífellt eðlilegri. I upphafi einkenndist tal hans af óhljóðum og muldri. Berthold Kepplinger yfirlæknir, sem hefur umsjón með ljölskyldunni, sagði aö það hefði verið vegna |>ess hve upprifinn hann var fyrstu daga frelsisins. Felix tekur nýju lífi sínu opnum örmum, og aug- um. Á hverjum ntorgni stendur hann viö gluggann, ineð sérstök hlífðargleraugu vegna þess hve augu hans eru viðkvæm, og þegar hann horfir mót dags- Ijósinu færist stórt bros yfir andlit hans. Forvitni hans eru engin takmörk sett og hann er orðinn augasteinn þeirra sem annast fjölskyld- una. Felix og móðir hans eru viðkvæmari fyrir sólarljósi en Stefán og nota sérstök gler- augu. Drengirnir eru báðir vel upp aldir og hlýða móöur sinni í einu og öllu og kunna að lesa og skrifa í grundvallar- atriðum, en þeir eru ekki eins sterkbyggðir og börn á þeirra reki og þarfnast mikils svefns. Þeir eru auk þess afar háðir sjónvarpi, sem hafði verið gluggi jieirra að umheiminum frá fæðingu, en enn sem komið er hafa þeir ekki aðgang að fréttaflutningi. Kerstin, systir bræðranna, liggur enn í dái, en veikindi hennar vörð- uðu upphaf frelsis Elísabetarogharnanna ogfangels- un föður þeirra. SKRÍMSLirÍBÚRI „Skrímslið" frá Austurríki, eins og Jós- ef, faðir Elísabetar og bamanna, hefur ver- ið kallaður, er í einangrun í Sankti Poelten- fangelsinu. Hann á ekki mildð samneyti við samfanga sína og kýs að eyða tíma sínum í klefanum. Ekki er gert ráð fyrir að réttar- höld yfir honum hefjist fyrr en með haust- inu, en rannsókn málsins er engan veginn lokið. Auk þess á saksóknari eftir að ákveða hverjar sakargiftir á hendur Jósef verða þegar upp er staðið. Af nógu er að taka því hægt er að ákæra hann fyrir nauðgun, sifjaspell sem leiddi til gemaðar og frelsissviptingu. Auk þess velta yfirvöld fyrir sér hvernig taka skuli á dauða tvíburabróður Stefáns, en hann lést örfáum dögum eftir fæðingu. Spumingin er hvort Jósef hafi með aðgerðaleysi sínu vald- ið dauða drengsins og honum hefði orðið lífs auðið hefði hann komist undir læknishendur. Því gæti ein ákæran tengst manndrápi. Jósef Fritzl fleygði líki drengsins í miðstöðvarofn á heimilinu þar sem líkami hans var brenndur. Jósef Fritzl Upplifir prlsund og einangrun núna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.