Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 17
PV Helgarblaö FÖSTUDAGUR 16.MAÍ2008 17 Stjornarsattmali Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir semja stjórnarsáttmála. í honum er ákvæði um breytingar á eftirlaunalögum. . Við töldum málið vera það stórt að það ætti fullt erindi í aðra umræðu á Alþingi/ FORRETTINDANNA ALLSHERJARNEFND STOPPAR FRUMVARPIÐ Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur um afnám á eftirlaunalög- um um alþingismenn, ráöherra og dómara situr fast í allsherj- arnefnd. Gunnar Svavarsson segir enga þörf á nýju frumvarpi. Nefndin ætti aö geta lagt til breytingar og afgreitt frumvarpið. Samfylkingarfólk er óánægt meö að Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir fái skammir fyrri linkind í málinu. Sjálfstæðismenn séu hinir raunverulegu varðmenn forréttindanna. SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON f bladamadur skrifar: sigtryggur@dv.is Frumvarp um afnám sérstakra for- réttinda ráðherra, þingmanna og hæstaréttardómara, sem lagt var fram á Alþingi í haust situr fast í alls- herjarnefnd Alþingis. f frumvarpinu leggja fjórir þingmenn Samfylking- arinnar til að þessir æðstu embætt- ismenn þjóðarinnar greiði í a-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og hafi þannig sömu lífeyrisréttindi og aðrir ríkisstarfsmenn. Óeining er um þetta í nefndinni og frumvarp- ið fæst ekki afgreitt til annarrar um- ræðu. Valgerður Bjarnadóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að það megi skilja á Birgi Ármanns- syni, formanni allsherjarnefndar, að ekki sé vilji til þess að breyta þess- um eftirlaunakjörum. „Ég er í raun- inni engu nær um það hvort það eigi að láta þetta frumvarp daga uppi eða leggja til breytingar á því,“ seg- ir hún. Þverpólitísk óeining Gunnar Svavarsson, meðflutn- ingsmaður Valgerðar á frumvarp- inu, bendir á að deilur um breyt- ingar á eftirlaunum ráðamanna séu líkast til þverpólitískar og þess vegna sé mun erflðara að ná samstöðu um breytingar. Samstaða um forréttindi ráðamanna í lífeyrsmálum var enda þverpólitísk þegar málið var afgreitt á sínum tíma. Frjálslyndi flokkurinn og Vinstihreyfingin - grænt fram- boð studdu ekki frumvarpið. For- menn þessara flokka voru þó utan seilingar á meðan frumvarpið var samþykkt. Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður frálslyndra, var í út- löndum. Steingrímur J. Sigfússon ■ var í fríi. „Það er út af þessu sem það er mikilvægt að svona umdeilt mál fái umfjöllun í þinginu," segir Gunnar Svavarsson. „Við töldum málið vera það stórt að það ætti fullt erindi í aðra umræðu á Alþingi. Önnur hindrun í þessu gæti verið sú hvort þingmannaffumvarp fái yfirhöfuð afgreiðslu," heldur hann áfram. Breytingar strax í utandagskrárumræðu á Alþingi á fimmtudag kallaði Siv Friðleifs- dóttir eftir samráði milli allra flokka um afgreiðslu málsins. Ögmundur Jónasson vildi fara hraðar í sakirn- ar og sagði ekkert því til fyrirstöðu að afgreiða málið í snatri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fýlkingarinnar, varð til svara. Hún tók undir það með Ögmundi og Siv að frumvarp um sérréttindi ráðherra og þingmanna væri meingallað og sátt þyrfti að nást um breytingar. Ingibjörg Sólrún talaði um það á landsfundi Samfylkingar að flokkur- inn myndi vinna ötullega að því að breyta eftirlaunalögunum. Frétta- stofa Stöðvar 2 hefur ítrekað minnt á þetta loforð Ingibjargar á undan- förnum vikum. Ingibjörg Sólrún brást við með því að saka fréttastof- una um póliu'ska áróðursstarfsemi. Talað er um það í röðum Samfylk- ingarfólks að mögulega vilji alls- herjarnefnd ekki afgreiða frumvarp Valgerðar vegna þess að í stjóm- arsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá því síðasta vor sé ákvæði um breytingar á eftirlauna- lögunum. Taka ekki á málinu „Allsherjarnefnd hefur haft hart- nær átta mánuði til þess að kynna sér innihald frumvarpsins," segir Gunnar Svavarsson. „Það er í raun engin sérstökástæða til þess að gera nýtt frumvarp. Það ætti bara að gera þær breytingar sem þarf á frumvap- inu sem við lögðum fram til þess að um það náist sátt og afgreiða það svo úr nefndinni." Valgerður Bjamadóttir telur að þær breytingar sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir og Geir Haarde vilji sjá á eftirlaunalögum ráðmanna gangi ekki jafnlangt og þær breyt- ingar sem hún boðar í frumvarpinu. „Mér heyrist að ekki eigi að taka á lífeyrisréttindunum sem slíkum, heldur eigi aðeins að breyta reglum um það hve snemma fólk getur farið á eftirlaun og þeim möguleika ráða- manna að taka eftirlaun og vinna fulla launavinnu á sama tíma," segir Valgerður. Hún ítrekar engu að síð- ur að hún hafi ekki fengið að vita í smáatriðum hvað stjórnarflokkarnir ætli sér í málinu. Varðmenn forréttinda Lífeyrisréttindi em skilgreind sem eign, og eignarrétturinn er var- inn í stjómarskrá. Þetta virðist hafa staðið í sumum þeim sem fjalla um málið. Valgerður og meðflumings- menn hennar ákváðu við gerð frum- vaspsins að skilja þetta eftir sem álitamál, með það fýrir augum að flýta fýrir afgreiðslu ffumvarpsins, sem engu að síður simr fast í alls- herjarnefnd. Fordæmi em fyrir því í dómum Hæstaréttar að sambærilegur eign- arréttur hafi verið afnuminn. Þar nægir að nefna skerðingu á lífeyris- réttindum sem nokkrir fyrrverandi starfsmenn Seðlabankans urðu fýr- ir í aðdraganda þess að lífeyrissjóðir vom sameinaðir fýrir einkavæðingu bankanna. í samræðum við Samfýlkingar- fólk stendur það eftir að óánægju gætir með þá gagnrýni sem flokk- urinn hefur fengið fyrir linkind við breytingar á eftirlaunalögum. Það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem standi hinn raunverulega vörð um forrétt- indi embættísmanna umfram al- menning. Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki Jón Magnússon Frjálslynda flokki Ellert B. Schram Samfylkingu Sigurður Kári Kristjánsson Sjálfstæðisflokki Karl Matthíasson Samfylkingu Atli Gislason Vinstri-grænum Birgir Ármannsson formaður Sjálfstæðisflokki Ágúst Ólafur Ágústsson varaf. Samfylkingu Ólöf Nordal Sjálfstæðisflokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.