Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008
HelgarblaB DV
íslensku bankarnir hafa dregið stórlega úr umsvifum sínum i íslensku samfélagi á þessu ári. Alls hafa á bilinu
250 til 300 manns hætt hjá bönkunum á þessu ári, helmingur vegna uppsagna. Friðbert Traustason, formaður
Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, segir bankamenn eftirsótta starfskrafta. Hann telur að bankarnir
muni ná sér á flug aftur.
MIKILL SAMDRATTUR
BALDUR GUÐMUNDSSON
bladamaður skrifar
„Ég held að heildarfækkun viðskipta-
bankanna og sparisjóðanna frá ára-
mótum sé á bilinu 250 til 300 manns.
Það er samanlagður fjöldi þeirra sem
hætt hafa hjá bönkunum á þessu
ári." Þetta segir Friðbert Trausta-
son, formaður Samtaka starfsmanna
fjármálafyrirtækja. í vikunni bárust
fréttir af því að Glitnir væri búinn
að segja upp 88 manns en alls hef-
ur starfsmönnum Glitnis á íslandi
fækkað um 160 á árinu. Það jafngild-
ir því að 8 starfsmenn bankans hafi
hætt í hverri viku það sem af er ári.
Samdráttur í markaðsmálum
f fyrra voru bankarnir afar áber-
andi í íslensku samfélagi. Þeir keppt-
ust við að fjármagna tónleika og
aðra menningarviðburði en þar er
skemmst að minnast stórtónleika á
Miklatúni og í Laugardal sem voru
kostaðir af bönkunum. Nú hef-
ur dofnað yfir slíkum uppákomum
vegna þess að bankarnir halda að sér
höndum.
HuldaSnorradóttir, framkvæmda-
stjóri Margt smátt, segir að fyrirtæki í
landinu hafi almennt dregið saman
seglin, ekki síst vegna verðbólgu og
veiku gengi krónunnar. Margt smátt
sérhæfir sig í auglýsinga- og gjafa-
vörum fyrir fyrirtæki og félagasam-
tök. Hulda segir að bankarnir séu
ekki undanskildir samdrættinum en
vill að öðru leyti ekki tjá sig um ein-
staka viðskiptahópa.
Annar viðmælandi DV, sem hefur
þjónustað bankana í kynningar- og
markaðsmálum, segir gjörbreytingu
á viðskiptum við bankana frá því sem
áður var. Á síðasta ári eyddu þeir eins
og þeim væru engin takmörk sett en
nú væru þeir orðnir miklum mun
sparsamari. Þetta hefði orðið til þess
að viðskipti við bankana hefðu dreg-
ist verulega saman.
Uppsagnir Glitnis
Friðbert segir að af þeim 250 til
300 manna hópi, sem hætt hafi hjá
íslensku bönkunum á árinu, hafi um
helmingi þeirra verið sagt upp störf-
um. Aðspurður segir hann að þessar
uppsagnir í vikunni hafi ekki komið á
óvart. „ÞorsteinnMártilkynnti óbeint
þegar hann tók við formennskunni
að rekstrarkostnaður yrði skorinn
niður. Það lá því fyrir að það yrði ein-
hverjum sagt upp en Glitnir er eini
bankinn sem hefur farið þá leið að
segja upp hópi fólks," segir
hann og bætir
við
að slík úrræði af hálfu bankanna
komi strax upp á yfirborðið. „Þeim
ber að tilkynna allar fjöldauppsagn-
ir bæði til okkar og Vinnumálastofn-
unar. Ég hef hins vegar ekkert heyrt
af frekari aðgerðum, sem betur fer,"
segir Friðbert.
Þegar hann er spurður um hvaða
aðferðir bankarnir noti til að fækka
starfsmönnum segir hann að þar séu
ýmsir möguleikar. „Þeir hafa farið þá
íeið að veita fólki ekki fastráðningu.
Margir eru lausráðnir þannig að
bankarnir hafa möguleika á að láta
fólk fara að reynslutíma loknum. Þá
hafa bankarnir einnig farið þá leið
að semja um starfslok við fólk sem
nálgast eftirlaunaaldur. Þá er þeim í
sumum tilfellum greiddur uppsagn-
arff estur fyrirfram," segir hann.
Rjóminn af vinnumarkaðnum
Friðbert segir að bankamenn séu
sérlega eftírsóttir starfskraftar og að
hingað til hafi langflestir, sem sagt
hefur verið upp, fengið vinnu um hæl
í minni fyrirtækjum. „Vinnumarkað-
urinn tekur feginn við þessu fólki
sem hættir hjá bönkunum. Þetta er
oft á tíðum afar vel menntað fólk
enda hafa þeir sogað til sín rjómann
afvinnumarkaðnum, efsvo másegja.
Þeir hafa mikið ráðið af verkfræðing-
um, viðskipta- og hagfræðingum svo
dæmi séu tekin. Þetta fólk á auðvelt
með að fá sér vinnu annars staðar,"
segir Friðbert. Það eru þó ekki allir
jafn vel settir að hans mati. „Ég hef
langmestar áhyggjur af fólki sem
heftír lagt það fyrir sig
að
vera bankamenn þegar það byrjaði
á vinnumarkaðnum og er því ekki
með mikla formlega menntun. Þetta
fólk heftír mikla starfsreynslu en oft
litla menntun. Þetta hefur ekki ver-
ið vandamál hingað tíl en það er
nokkuð sem gætí breyst hratt," seg-
ir hann.
Hann telur þessar samdrátt-
araðgerðir bankanna tímabundn-
Eg er alveg sannfærður um að
fjármálafyrirtækin eigi eftír að spila
mjög stóra rullu í samfélaginu áfram.
Þetta er tímabundið aðhald en ég
efast ekki um að bankarnir nái
sér á flug á nýjan leik. Það ger-
ist kannski ekki á þessu ári,
en mjög fljótlega," segir
hann að lokum.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
stjórnarformaður Glitnis Hefur
tekið hressilega til hjá fyrirtækinu,
Glitnir banki Um 160 fslending-
ar hafa hætt hjá Glitni á árinu.
Frá stórtónleikum Kaupþings á
Laugardalsvelli í ágúst i fyrra Lítið
hefur farið fyrir slíkum viðburðum í
boði bankanna á þessu ári.
GEL/ETHANOL
ARINELDSTÆÐI í
SUMARBÚSTAÐINN
EÐA HEIMILIÐ.
REYKLAUS OG
LYKTARLAUS
www.rumgott.is
TILBOÐSDAGAR - VAXTALAUS LÁN í 6 MÁNUÐI
Frí legugreining og
fagleg ráðgjöf um val
á heilsudýnum.
BYLTING í SVEFNLAUSNUM
Verslunin Rúmgott • Smiðjuvegi 2 • Kópavogi • Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16
liÚHgugiiHviiinu&lofa HH