Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008 Umræða DV ÚTGAFUFÉLAG: DagblaðiS-Vísir útgáfuféiag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór’Guömundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is DVÁNETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaösins eru hljóörituö. SA\l)KOK\ ■ Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, hefur heldur betur stimplað sig inn í umræð- una með því að lýsa þeim vilja sínum að efntverði til þjóðar- atkvæða- greiðslu á næsta kjörtímabili um aðild fslands að Evrópu- sambandinu. Ráðherrann er greinilega að huga að næsta skrefi í frama innan flokksins er þar er aðeins um að ræða for- mannsstólinn. Vandi hennar er hins vegar sá að baklandið er ótraust og hún á volduga óvini á borð við Guðlaug Þór Þórðar- son heilbrigðisráðherra sem ædar sér stóra hluti á næstunni. Þorgerður hefur fengið að finna fyrir rætnum kjaftasögum á vef Morgunblaðsins, barnaland. is, þar sem reynt hefur verið að koma höggi á hana persónulega með ósmekklegum hætti. Slík- um þræði um ráðherrann var reyndar eytt. ■ Miklar umbreytingar eru á Rás 2 þar sem verið er að yngja upp áhöfnina og herða á sam- keppni við Bylgjuna. Þetta þýð- ir að gamlir og grónir þættir eru að hverfa af dagskránni en nýir taka við. Meðal þeirra sem nú hafa lokið sinni vegferð er Geymt en ekki gleymt, merk- ur þáttur Freys Eyjólfssonar, sem farið hefiir í þáttaröð sinni í gegnum feril þekktra hljóm- sveita. Eitthvað hefur útvarps- maðurinn verið orðinn inni- byrgður því í seinasta þættinum tók hann fyrir sögu Geirfugl- anna sem hann skipar sjálfur. Af þessu spratt hinn mesti furðuþátt- ur þar sem stjórnandinn talaði um sjálfan sig við nokkra hljómsveit- arfélaga. Hlustendur hafa eflaust kom- ið af fjöllum enda fæstir sem þekkja haus eða stél á Geirfugl- unum. ■ Bjöm Bjarnason dómsmála- ráðherra lætur ekkert tækifæri ónotað til að skjótast til údanda nú þegar styttíst í ráðherra- tíð hans og hugsanlega þing- mennsku. Nú seinast þvældist ráðherrann til Grænlands og ferðaðist um í nokkra daga á vegum danska hersins. Á bloggi hans má merkja að ferðin er hin skemmtileg- asta og hann hefurýmis- legt fengið að sjá. En til- gangur farar- innar er óljós og því allt eins víst að ráðherrann sé í skemmtíferð á kostnað þjóð- ar sinnar og danska hersins. Bloggbylting lÁMTnAiirTi nrimirrnn niTrTinm ri/mrnn _» .. a _ LEIÐARI J0N TRAUSTI REYNISSON RITSTJORI SKRIFAR. Vidskiptaviiiirfriblqdaiiiia eru ekkifólkiö heldtirjyrirtíekin. Það var frábært framtak hjá viðskiptaráðherra að við- urkenna framlag Gunnars Lárusar Hjálmarssonar til neytendamála á íslandi. Fram að þessu hefúr siðleysi í viðskiptum við almenning þótt vera hálfgert launungar- mál. Einhvern veginn hefur það þótt vera sérlega viðkvæmt mál að fjalla um það, líkt og bera mætti saman persónulega harm- leiki einstaklinga sem brjóta af sér og framferði nafngreindra fyrirtækja. Sjaldgæft er í fjölmiðlum að dæmi séu tekin um sví- virðilegt framferði þjónustu- eða söluaðila, þótt dæmin séu mý- mörg og það varði almannaheill að fjalla um þau. Síðustu ár hefur staðið yfir bloggbylting, eitt stærsta framfara- skref í átt að lýðræði á síðari tímum. Hún hefur valdið breytingu á þessu. Þar er Dr. Gunni í fararbroddi í neytendamálum, Jónas Kristjánsson er í fararbroddi gagnrýninnar þjóðfélagsum- ræðu og Egill Helgason í stjórnmálaumræðu, svo eitt- hvað sé neftit. Með tímanum eru trúverðugir blogg- arar aðskildir frá óábyrgum og óáreiðanlegum. Vefsíður einstaklinga eru kjörinn jarðvegur fyrir gagnrýna umfjöllun um sölufyrirtæki. Bloggsíður eru ekki seldar í búðum og yfir- leitt eru ekki keyptar auglýsingar á þær milli- liðalaust. Fyrirtæki greiða hins vegar hefð- bundnum fjölmiðlum fyrir að beina áróðri til fólks í formi auglýsinga. Fjölmiðlar hafa því ákveðna hags- muni gagnvart söluaðilum, en mismikla þó. Fríblöð eru eins og stjórnmálamenn sem fá dóm almennings með löngu millibili. Hjá fríblöðunum eru það kannanir Capac- ent-GalIups sem skipta sköpum, en þær birtast tvisvar til þrisvar á ári. Hjá seldum blöðum eins og DV, Morgunblaðinu og Við- skiptablaðinu, skiptir hver dagur máli. Þessi blöð glíma við dóm almennings daglega. Hagsmunir þeirra gagnvart almenningi eru stöðugri en fríblaðanna. Raunverulegir viðskiptavinir frí- blaðanna eru ekki fólkið heldur fyrirtækin. Fríblöðin hafa engar aðrar tekjur en auglýsingar fyrirtækja. Þau sem fyrirbæri nærast á fýrirtækjum, rétt eins og kindur éta gras. Það er ekki þar með sagt að fríblöð neiti að fjalla gagnrýnið um fyrirtæki til að forðast að missa auglýsendur. Fjárhagsleg- ir hagsmunir eru hins vegar til staðar hjá þeim, sem verka síður á aðra. Seld blöð eins og DV fá einnig auglýsingatekjur, en tekjur frá sölu til lesenda vega ekki minna. Dr. Gunni er hins vegar ein- staklingur sem hefur nýtt sér tæknina til að rísa upp og brýna raust sína þegar brotið er á fólki. Hagsmunir hans eru nákvæmlega þeir sömu og lesenda hans. Bloggið gaf honum rödd. LEGGJUM A DJUPIÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, boðar um- ræðu um Evrópusambandið innan Sjálfstæðisflokksins á næstu miss- erum. Hún ætlar að leggja á djúpið í þessu mikilvæga máli og því ber að fagna. Að hennar sögn er nauðsyn- legt að fram fari opin og hreinskilin umræða um kosti og galla hugsan- legrar aðildar. Þá hvetur hún til þess að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild í kjölfar slíkrar umræðu en bendir jafnframt á, að það geti ekki orðið fyrr en á næsta kjörtímabili. Vissulega er það rétt hjá Þorgerði Katrínu að umræðan hefur beinst að kostum aðildar að undanförnu og nauðsynlegt er að einnig sé hug- að að ókostunum. Ekki er nokkur vafi um það, svo dæmi sé tekið, að margir breskir íhaldsmenn horfa öfundaraugum á það fyrirkomulag sem íslendingar og Norðmenn njóta með EES-samningnum. Þeir segja fullum fetum að þeir hefðu kos- ið slíka lausn fyrir Bretíand fremur en fulla aðild. Fyrir mörgum þeirra er ESB gríðarlegt skrifræðisbákn án eftirlits. Fjármunum sé þar sólund- að. Embættismenn hafi fjarlægst almenning, kjósendur hafi eng- in raunveruleg völd. Enskur kaup- sýslumaður lýsti þeirri skoðun sinni í mín eyru, þegar hugsanleg aðild fslands að ESB kom til umræðu: „They would swallow you, chew on you and spit you out!" Ekki er nokkur spurning að for- ystumenn ESB myndu taka aðildar- umsókn fagnandi. Þeir myndu vilja „Krónan virðisthafa gengið sér til húðar og fullnægir hvorki þörfum atvinnulífsins né aimennings." fá okkur í sambandið enda vinna þeir að stækkun þess. En hvað með okkur þegar aðild væri í höfn og grár hversdagsleikinn tekinn við? Yrðum við þá ekki aðeins smáþjóð með örfá þingsæti án nokkurrar raunveru- legrar þýðingar? Um þetta snýst vaf- inn og um þetta þurfum við íslend- ingar að ræða, ekki aðeins innan Sjálfstæðisflokksins heldur í öllum flokkum og utan þeirra. Flestir eru líklega móttækileg- ir fyrir auknum stöðugleika í geng- ismálum, gjaldgengri mynt, sem unnt er að nota hvarvetna, svo ekki sé minnst á lægri vexti og hagstæð- ara matvælaverð. Krónan virðist hafa gengið sér til húðar og fullnæg- ir hvorki þörfum atvinnulífsins né almennings. Á hinn bóginn glatast ákveðið frelsi og sveigjanleiki með fullri aðild að ESB. Við gætum ekki haft frumkvæði að viðskiptasamn- ingum við fjarlæg ríki og við gæt- um ekki heldur sniðið efnahagskerfi og umhverfi okkar að sérþörfum á þann hátt, sem unnt hefur verið að gera til þessa. Ekki má gleyma því að það þarf ekki að ganga í ESB til að afnema verndartolla og hugsan- lega gætum við leyst þarfir okkar fyrir traustan gjaldmiðil með öðrum hætti en fúllri aðild að ESB. Upplýst umræða mun leiða þetta allt í ljós. Innan Sjálfstæðisflokksins hafa þessi mál legið í þagnargildi í mörg ár. Nú er að rofa til og ffamsýn- ir stjórnmálamenn vilja loks ræða máiin. Yfirlýsing Þorgerðar Katrínar var því þörf og fleiri þurfa að fylgja í fótspor hennar og hefja umræðuna, en hún er til alls fyrst. Það er ekk- ert að óttast. Við hljótum að bera þá virðingu fyrir þjóðinni að hún taki rétta ákvörðun þegar að því kem- ur. Málið er komið á dagskrá og því verður ekki breytt úr þessu. Fyrir viku benti ég á, hér á þess- um vettvangi, að mikilvægt væri að umræðan og ákvarðanatakan færist inn á sérstakan vettvang í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslu. Rétt er að ítreka þessa skoðun mína. Hreyf- ingar eru til staðar í landinu með og á móti aðild að ESB. Skoðan- ir eru skiptar í flokkunum. Fremur en að brjóta flokkakerfið upp væri því heppilegast að þjóðin skipti sér í þessar hreyfingar, með eða á móti aðild, sem á endanum fengju að leiða þetta mál til fykta. DÓMSTÓLL GÖTUlNÍ]NÍAR HVER VERÐUR NÆSTII ORSETI BANDARÍKJANNA? „Hillary Clinton. Kannski vegna þess að maðurinn hennar var forseti (eina tíð og ég kunni ágætlega við hann." Helgi Jóhannsson, 86 ára ellilífeyrisþegi „Hillary Clinton. Það er bara til að bjarga þjóðfélaginu og það er líka kominn tími til að fá konu við stjórnvölinn." Guðlaugur Sigurðsson, 45 ára flugmaður „Ég vona að Obama verði forseti, hann er vonandi betri en Bush, líklega ekki eins stríðsglaður." Hugrún Oddkatla, 57 ára gjaldkeri á pósthúsi og bókasafnsvörður „Það verður Obama, minn maður. Mér finnst alveg nóg að ein fjölskylda sé einu sinni (Hvíta húsinu, það er bara lýðræðislegt." Friðleifur Steingrímsson, 78ára laeknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.