Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 25
DV Umræöa FÖSTUDAGUR 16..MAÍ2008 25 MYNDIN Sumarið komið Það er ekki amalegt að spóka sig í sólinni, núna þegar sumarið hefur loksins látið vita af sér. Glöggir tóku eftir því að tré og grasþlettir á suðvesturhorninu urðu endanlega iðjagræn um síðustu helgi. Nú ættu líka allir farfuglar að vera komnir til landsins. Þessi þrenning fór í göngutúr á Langasandi á Akranesi í blíðunni og virtist una sér hið besta. DV-mynd Sigtryggur SPURNIIVGIINI ÓTTAST ÞÚ SAMKEPPNINA? „Nei, ég óttast enga samkeppni frá Begga og Pacasþvíþeireru sætir og góðir. Annartalarog hinn brosir," segir Jóhannes Felixson sem undanfarin ár hefur stjómað matreiðsluþætti á Stöð 2 sem he'itir Eldsnöggt með Jóa Fel sem er einnig sá eini sinnartegundar í íslensku sjónvarpi. Sjónvarpsstöðvarnar keppast um þá Begga og Pacas sem segjast ætla að snúa aftur á skjáinn með sjónvarps- þátt með matreiðsluívafi. „Við svínin vinnum með heilanum" Það er með ólíkindum hversu oft hin sextíu og þriggja ára gamla bók George Orwell Dýrabær (Animal farm) kemur upp í hugann síðustu dagana. Orwell rak brýnt erindi við samtíma sinn þegar hann skrifaði þessa ádeilu á Sovét-kommúnism- ann og hún er ámáttleg staðfesting á því hvernig byltingin émr börnin sín. I sögunni gera dýrin uppreisn gegn bóndanum sem hafði beitt þau kúgun og ofbeldi; þau taka völdin í sínar hendur undir forysm svínanna. En ekki líður á löngu þangað til svín- in breyta öllum sameiginlegum regl- um til að þau geti sjálf notið dýrlegra forréttinda. Þau segja: „Við svínin vinnum með heilanum. Öll skipu- lagning og reksmr búskaparins hvíl- ir á herðum okkar. Dag og nótt vök- um við yfir velferð ykkar. Það er ykkar vegna sem við drekkum mjólkina og émm eplin." Og það er ekki að sökum að spyrja, tvífætti kúgarinn verður fyr- irmynd svínanna; þau taka upp alla hæm hans, drekka sig blindfull, veltast um í ringulreið og éta á sig gat enda finna þau sig fljótt knúin til að breyta undirstöðureglunni - Öll dýr eru jöfn - í eigin sérhagsmuna reglu - Öll dýr eru jöfn en sum dýr eru jafn- ari en önnur. Ævintýrið góða um jöfnuð ailra dýra breytist því í harmleik sem fjall- „Sérhagsmunasvín vinna hörðum höndum i öllum flokkum undir því yfir- skini að þauséu að vinna fyrir heildina." VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR rithöfundur skrifar ar fýrst og síðast um valdagræðgi, valdníðslu og stórmennskubrjálæði þeirra sem svíkja hugsjón sína í hvert sinn sem þeir sjá sér hag í því. Boð- skapurinn verður óháður tíma og stað og bókin fær, því miður, sífellt nýjar skírskotanir og svínaríið veður uppi. I Dýrabæ trúa hestamir, sem tákna hinn vinnandi mann, öllu sem svínin segja; þeir treysta þeim til að taka réttar ákvarð- anir og enda þótt líf þeirra sé orðið jafn- voðalegt imdir svína- stjóm ogbónda halda þeir áfram að púla hungraðir og lúnir ffam í rauðan dauð- ann, en vegna ein- feldni þeirra og ótt- ans við valdið em þeir | fluttir í sláturhúsið að ævistarfinu loknu; þar felast þeirra eftirlaim. Það ættu allir að hugleiða ástand- ið í dýrabænum okkar íslandi; hug- leiða, í Ijósi sögunnar, misskiptingu auðsins og hið nöturlega eftirlauna- frumvarp sem byggir eingöngu á þeirri skoðun ráðamanna að þeir sjálfir og þeirra lúxusfélagar eigi skilið betri, lengri og elskulegri elli en við hin og þess vegna þurfi þeir sérstaklega feita meðhöndlun. Það skiptir engu hvað svínin heita, hvar í flokki þau standa og við hvaða stefnu þau kenna sig; sérhags- munasvín vinna hörðum höndum í öllum flokkum undir því yfirskini að þau séu að vinna fyrir heildina, fyrir fólkið í landinu, fýrir fólkið í borginni, fyrir íslendinga; þau segj- ast vinna fyrir okkur og hafa vitið fyrir okkur og þau treysta á að við þegjum og horf- um hestslegum augum út í loftið á hverju sem gengur. Og heyrist hljóð úr horni, sem kemur nú fýrir, þá reka svínin bleikberan og dún- mjúkan dillisnúðinn fram- an í okkur og biðja okkur í guðsbænum að vera ekki að skipta okkur af því sem okkur kemur ekkert við. Þau hafa gleymt því að þau starfa í okkar umboði. Það er skylda okkar að minna þau rækilega á það. ÚTi ALANDI eru reglur sveigjan- legri en í borginni. Úti í rassgati eru engar reglur yfir höfuð. Þar ólst ég einmitt upp og það var dásamlegt. Ólíkt óhörðnuðum jafnöldrum mínum af malbikinu sótti ég sjóinn með karli föð- ur mínum þegar ég var sex ára og vann við beitningu níu ára. Ég kunni að keyra þegar ég var ellefu ára og bakkaði drekkhlað- inni kerru 12 ára. í sláturhúsinu afhausaði ég nýskotin lömb þegar ég var þrettán og vann á lyftara Qórtán ára. Svona var lífið úti á landi. ALLT FRA ÞVÍ ég dró minn fyrsta þorsk á land hef ég verið með ódrepandi veiðideliu. Ég veiði allt sem ég kemst í tæri við og hef óbeit á óvopnuðum göngutúrum. Þegar ég tók loks byssuleyfið, 23 ára að aldri, hafði ég stundað skotveiðar í áratug. Þrettán ára gekk ég nefnilega fýrst til rjúpna með eigin byssu. Ég hætti mér þó aldrei of langt frá pabba. Þrátt fýrir að ég hefði ýmislegt próf- að um ævina var þetta auðvit- að heilmikið mál að bera ábyrgð á eigin vopni og að veiða minn fýrsta fugl. VEIÐIN GEKK TREGLEGA þennan dag því rjúpan var ljónstygg. Þegar við feðgar höfðum gengið í nokkra tíma ákvað pabbi að senda mig upp í gil, sem hann sagði væniegt til árangurs. Ég kliffaði upp ijall- ið og fýrr en varði hvarf pabbi úr augsýn. Ég var einn á báti. Þegar í gilið var komið settist ég niður og kastaði mæðunni. Skyndilega varð ég var við hreyfingu hinum megin í brekkunni. Hjartað tókkipp og púlsinn rauk upp úr öllu valdi. Það var að duga eða drepast. ÉG VIÐURKENNI að það tók mig þó nokkra stimd að ákveða hvort ég ætti að segja pabba að ég hefði ekkert séð, eða herða upp hugann og klára dæmið. Eftir að hafa setið og horfst í augu við ögrandi and- stæðing minn í fimm mínútur sá ég að þetta gat ekki gengið lengur. Ég stóð upp og þrammaði í átt að bráðinni þar til ég var kominn í hæfilega fjarlægð. Eg lyfti upp byssunni og... setti hana niður aft- ur. Var ég að guggna? „Nei, and- skotinn," sagði ég upphátt, lyfti henni upp aftur, miðaði á helvítið og búúúm. Það var ekki lítið stolt- ur veiðimaður sem sveif niður snarbratta fjallshlíðina með byssu í annarri og rjúpu í hinni. Ég hafði skotið mína fyrstu bráð. s&tppoo ■ « -hvað er að frétta?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.