Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008 Menning DV Blóðljóða- blöndunar- kvöld Nykurs Skáldafélagið Nykur stend- ur fyrir ljóðakvöldi á efri hæð Barsins á sunnudagskvöld. Dagskráin er þétt og öflug og er það sannkölluð blóðljóða- blanda sem kemur fram. Meðal listamanna sem lesa ljóð eru Toshiki Toma, Emil Hjörvar Petersen, Halla Gunnarsdótt- ir, Sverrir Nordal, Guðmundur Óskarsson, OddurSigurjónsson og Sigurlín Bjamey Gísladóttir. Gestaskáld eru ísak Harðarson og Kristján Ketill Stefánsson. Skáldskapurinn hefst klukkan 21 og eru allir velkomnir. Sveitastrákur íkilju Á Listahátíð í Reykjavík undan- farin ár hefur verið fókus á einhverja eina listgrein. f ár er aftur komið að myndlistinni en hún var einn- ig í brennidepli árið 2005. Sá mun- ur er þó á að þessu sinni að söfnin og galleríin eru öll að gera sitt í stað þess að vera samtengd undir ein- um hatti lflct og fyrir þremur árum. Hið breska Serpentine Gallery, sem tilraunamaraþonið er unnið í sam- starfi við, hefur tengsl við fsland ef svo má segja því bæði Ólafur Elías- son og Hreinn Friðfinnsson hafa verið með stórar sýningar þar á ný- liðnum árum. Stjórnandi alþjóð- legra verkefna í Serpentine, Hans Ulrich Obrist, er sýningarstjóri mar- aþonsins og er Ólafur honum til að- stoðar. „Hans Ulrich hefur fýlgst með fs- landi í dálítinn í tíma. Hann hefur komið reglulega hingað í heimsóknir og meðal annars dvalið á Eiðum þar sem hann hefur komist svolítið inn í íslenskt listalíf. Þar af leiðandi var það nokkuð eðhleg framvinda þegar ákveðið var að gera þessa stóru sýn- ingu í Hafnarhúsinu að leita til Serp- entine," segir Markús Þór Andrésson, aðstoðarsýningarstjóri maraþons- ins, um aðdraganda sýningarinnar. Tvíþætt maraþon Maraþonið er í raun tvíþætt. Það skiptist annars vegar í lifandi tilraunastofu íslenskra og erlendra lista- og vísindamanna sem verð- ur starfrækt fyrir opnum tjöldum fyrstu daga sýningarinnar. Hins vegar er um að ræða innsetningar unnar í ólíka miðla sem standa út sumarið. Fjörutíu manns og vel það koma beint að sýningunni auk tuga ann- arra á óbeinan hátt í gegnum heim- ildasöfn fýrri viðburða sem einnig eru til sýnis. Á meðal íslendinganna eru Hreinn Friðfinnsson, Gabrí- ela Friðriksdóttir, Hilmar B. Janus- son, Hekla Dögg Jónsdóttir, Har- aldur Jónsson og Erró svo einhverjir séu nefndir. Af erlendum gestum má nefna Jsrael Rosenfield, Yona Friedman, Roger Hiorns, Carolee Schneemann, Marina Abramovic, að ógleymdum upptökustjóranum víðfræga Brian Eno, sem þeklctastur er fýrir samstarf sitt við U2. Hans Ulrich og Ólafur Elíasson eiga hugmyndina að tílraunamara- þoninu og stýra þeir sýningunni í samstarfi. Sýningin er ekki ein stök sýning að sögn Markúsar heldur framhald á öðrum verkefnum. Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson er komin út í ldlju. Bókin kom út innbund- in fyrir síðustu jól og fékk afar góða dóma. Hrafn segir frá veru sinniíæslcu íafskekkt- Sýningin List mót byggingalist verður opnuð í Listasafni íslands í kvöld: Árekstrar og erótík Líkamleg tengsl Monica Bonvicini leggur áherslu á Kkamleg tengsl í verkum sínum. ustu sveit landsins, Árneshreppi á Ströndum, þar sem ein- >■ stætt mannlíf 1 x þrífst við jaðar hins byggilega heims. Jafnfr amt rekur hann sögu sveitarinnar frá land- námi þar sem koma við sögu vígamenn, galdrakarlar og blá- fátækir spekingar. Skuggi forlag gefur út. „Þetta er heilmikil ævintýraferð. Öll verkin falla að þeirri hugmynd að kljást við þann arkitektúr sem þau eru sett inn í. Það felur oft í sér ákveðna árekstra og ég held að fólk verði að upplifa það sjálft til að sjá það," segir Harpa Þórsdóttir, aðstoð- arsýningarstjóri sýningarinnar List mót byggingalist, sem verður opnuð í Listasafni fslands klukkan 20 í kvöld, föstudagskvöld. Sýningin er ffamlag safnins til Listahátíðar í Reykjavík. Fimm listamenn taka þátt í sýn- ingunni: Monica Bonvicini, Elín Hansdóttir, Finnbogi Pétursson, Steina Vasulka og Franz West. „Þarna eru meðal annars verk sem eru unnin úr óhefluðum eða indústríal efnum, en hafa um leið skírskotun tíl erót- íkur og mannlegra þarfa og kennda. Önnur verk höfða beint tíl skynfæra, framkalla jafnvel skynvillu," segir Harpa og vísar þar tíl verka Monicu og Elínar. „Svo erum við með verk eftir Steinu sem er ffumkvöðull í heim- inum í myndbandslist. Þetta er inn- setning frá 2001 og tekur allan salinn. Ég held að fólk eigi eftír að verða fyr- ir miklum hughrifum. Þetta er dálítið magnað." I tilkynningu um sýninguna er talað um hugrekki til að takast á við vandasama innviði safnsins. Ætli hafi verið þörf á mjög hugröklcum listamönnum til að taka þátt í sýn- ingunni? „Já, kannski á ákveðinn hátt," segir Harpa. „Kannski í tengsl- um við að safn þarf að vera fært um að hýsa þá myndlist sem er í gangi í : ’ dag. Og Listasafn íslands hefur mik- ' inn svip, arkitektúrinn er úti um allt. Hann getur orðið mjög stuðandi fyrir myndlist þar sem umhverfið má ekki hafa áfirif á verkið. Við erum beinhn- is að tefla þessu tvennu saman." n Samastaður í tilverunni Samastaður í tilverunni eftir Málfríði Einarsdóttir fæst nú í kilju. Bókin er ævisaga höfund- ar og lýsir umhverfi, þjóðlífi og fólld á þeim stöðum sem hún hefur búið á. Á hverjum stað fram- kallar hún samastað sem hún átti sér í til- verunni. Bókin kom fyrst út árið 1977 og hefur verið eftirlætis- bók ófárra. Hún er nú gefin út að nýju hjá Forlaginu í ldljuserí- unni „íslenskklassík". Guðberg- ur Bergsson skrifar formála að bókinni. Maraþontónleikar Kársneskóranna Kársneskórar munu halda maraþontónleika í Salnum á morgun, laugardag. Þrjú hundruð börn og ungmenni munu standa fyrir samfelldri dagskrá frá 9 til 16. Þetta er í sjöunda sinn sem efnt er til maraþontónleika en þeir eru annað hvert ár við miklar vinsældir. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og eru kaffiveitingar innifaldar. Sami aðgöngumiði gildir allan daginn. Vart hefur fariö framhjá nokkrum manni aö Listahátíð í Reykjavik hófst í gær. Áherslan aö þessu sinni er á myndlist og er aðalviðburður- inn svokallað tilraunamaraþon i Listasafni Reykjavikur sem haldið er i samstarfi við Serpentine Gall- ery í London. Einn aðstoðarsýning- arstjóranna, Markús Þór Andrés- son. segir að verkefnið gangi út á að leiða saman ólíka þekkingar- framleiðslu. Blaðamaður DV spjall- aði við Markús á döguniun. Markús Þór Andrésson aðstoðarsýningarstjóri „Ég held að niðurstaðan í svona ævintýri liljóti bara að kalla á fleiri tilraunir. Eins og tilefnið er, að þetta rúlli áfram." DV-MYND Sigurdur MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.