Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 27
DV Menning
FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008 27
Síðasta leiðsögnin
Þriðja og síðasta leiðsögn Einars Fals Ingólfssonar um
sýningu sína, Staðir - Úr dagbók 1988-2008, fer fram í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag, föstudag. Viðfangs-
efni sýningarinnar er að finna í dagbók Ijósmyndarans
sem hann hefur haldið frá árinu 1988 en sem skrásetn-
ingartæki notar hann myndavél i stað penna.
VIÐIAL
„Það er nokkuð sem Hans Ul-
rich hefur sérstakan áhuga á. Hann
langar ekki lengur til að vinna ein-
staka hluti sem bara lifna og deyja,
eins og leiksýning sem fer á fjalimar
og er ekki til lengur eftir að sýning-
um lýkur nema í hugum fólks. Hann
langar að sjá meiri fr amvindu í verk-
efnunum, taka leifarnar af gömlum
verkefnum inn í þau nýju þannig að
þetta verði einhvers konar amaba
sem flýtur áfram. Þetta tilrauna-
maraþon byggist meðal annars á
sýningu sem heitír Laboratorium
ffá árinu 1999 sem Hans stýrði í
Hollandi."
Hugmynd sem rúllar áfram
Að sögn Markúsar fjaliaði sýn-
ingin í Hollandi fyrir níu árum um
hvemig vísindi og myndlist skarast
þar sem vísinda- og myndlistarmenn
settu upp verk sem vom eins konar
tilraunastofur.
„Síðan rúllar þessi hugmynd
áfram," segir Markús. „Seinna fékk
Hans svo hugmynd um að taka við
viðtöl við fjölda fólks í tuttugu og fjór-
ar klukkustundir. Út frá því þróast svo
hugmynd að því gera tilraunamar-
aþon þar sem vísindamenn og lista-
menn koma saman og gera tilraunir í
tuttugu og fjóra tíma. Það áttí sér stað
í Serpentíne í október síðastliðnum
og er nýjasta forsagan að þessu verk-
efni. Sambland af þessu öllu er svo
sýningin og maraþonið sem gestir fá
nú að sjá í Hafnarhúsinu," segir Mark-
ús. Þess ber að geta að maraþonið
stendur yfir í dag, föstudag, og aftur
á sunnudag. Af praktískum ástæðum,
sérstaklega vegna þess að svo marg-
ir em að opna sýningar þessa sömu
helgi, var ákveðið að skipta maraþon-
inu niður á tvo daga.
Eitthvað undursamlegt
Bæði listamenn sem eiga verk á
sýningunni og arkitektar og vísinda-
menn, íslensldr og erlendir, taka þátt í
maraþoninu. Hver fær sínar fimmtán
mínútur til að sýna fram á „eitthvað
undursamlegt" eins og Markús orðar
það kfrninn. Þá gildir einu hvort við-
komandi geri eitthvað eingöngu með
höndunum, stingi einhverju tæki
í samband, vinni með salnum eða
hvað eina.
Sýningin og tilraunamaraþon-
ið em stóm póstamir á sýningunni.
Við þá tvinnast svo sýningarskrá og
upplýsingasöfn um Laboratorium-
sýninguna og maraþonið í Serpent-
ine í haust sem verða hiutí af heild-
armyndinni og sett verða fram á
nýstárlegan hátt. Skáli, hannaður af
Ólafi og arkitektinum Einari Þorsteini
Ásgeirssyni í samstarfi við Teiknistof-
una Svalir, er á meðal þess sem þar
kemurvið sögu.
Samleiðing
þekkingarframleiðslu
„Þetta hljómar kannski gríðarlega
flóldð og viðamildð," segir Markús,
„en til að einfalda hlutina má kannski
segja að þetta sé verkefni sem geng-
ur út á að leiða saman ólíka þekldng-
arframleiðslu. Innan myndlistarinn-
ar er náttúrlega heilmikil framleiðsla
á þekkingu og kunnáttu, eins og á við
um vísindaheiminn. Allir em auðvit-
að að gera þetta á sínum forsendum,
með sína skólun og sitt tungumál,
en þegar þessir tveir heimar mætast
getur kannski átt sér stað einhvers
konar skörun og eitthvað nýstárlegt
getur gerst. Það er kannsld grunnur-
inn að þessu öllu saman."
Að sögn Markúsar fannst öll-
um vísindamönnunum það ein-
hvem veginn sjálfsagt að leitað væri
til þeirra að taka þátt í listasýningu.
Marina Abramovic Ein þeirra fjörutíu lista- og myndlistarmanna sem láta Ijós sitt
skína í Hafnarhúsinu. Hér sést Abramovic í miðri tilraun í Serpentine Gallery í
London í fyrrahaust.
ffæðiþekking sem er sett inn í verk-
efnið, sem maður hefur jú heyrt af
að íslendingar séu að fást við, en
það verður gaman að sjá þetta aug-
lití til auglitis," segir Markús.
Freistandi vitleysa
Markús kom inn í verkefnið
ásamt konu sinni, Dorothée Kirch,
fýrir hálfu ári. Verkefnið hefur hins
vegar verið í undirbúningi í um það
bil ár og fjölmargir komið að því.
Markús kveðst heldur betur hafa
verið tíl í að taka þátt í verkefninu
þegar eftir því var falast.
„Já, já, já, það er ekki annað hægt
en að taka þátt í svona vitleysu þeg-
ar það stendur tíl boða," segir Mark-
ús og hlær. „Mér finnst mjög gaman
og spennandi að taka þátt í tilraun-
um, einhverju sem er ekki fýrirfram
ákveðið, þótt það að setja sam-
an sýningu sem margir listamenn
koma að sé alltaf tilraun í eðli sínu."
Hans Ulrich Obrist sýningarstjóri
„Hann langar ekki lengur til að vinna
einstaka hluti sem bara lifna og deyja,
eins og leiksýning sem fer á fjalirnar og
er ekki til lengur eftir að sýningum
lýkur nema í hugum fólks," segir
Markús.
Hús Bjarna Katrín Sigurðardóttir
hefur hús Bjarna Jónssonar við
Sóleyjargötu 13 til hliðsjónar í einu
verka sinna.
„Það voru allir mjög ánægðir og
opnir fýrir því," segir hann.
Á meðal íslenskra vísinda-
manna sem taka þátt má nefiia sér-
fræðing á sviði gervilima frá Öss-
uri, annan sérfræðing í því hvemig
sálin og lfkaminn vinna með hlátur
og þann þriðja sem er á heimavelli
þegar kemur að vetnisframleiðslu.
„Það er því líka ákveðin lókalsér-
Ekki afbrýðisamur
Markús hefur sjálfur starfað sem
myndlistarmaður. Hann kveðst
ekkert afbrýðisamur að fá ekki að
taka þátt í sjálfri listsköpuninni.
„Þetta er alveg nógu skapandi fyr-
ir mig. Mín myndlist hefur verið á
hillunni lengi þar sem ég hef ver-
ið að sinna öðrum. Þar liggur minn
áhugi núna, að koma á framfæri
því sem verið er að gera og stuðla
að tilurð nýrrar þekkingar með
samspili ólíkra þátta."
Tilraunum fylgja gjarnan ein-
hvers konar niðurstöður. Von-
ar Markús að tilraunamaraþonið
skili einhverjum niðurstöðum? „Ég
held að niðurstaðan í svona ævin-
týri hljóti bara að kalla á fleiri tíl-
raunir. Eins og tilefnið er, að þetta
rúlli áfram," segir Markús í léttum
dúr, en bætir við ívið alvarlegri:
„En ætli niðurstöðurnar verði ekki
eins margar og gestirnir eru margir
sem koma að skoða sýninguna. Að
hver komist að þeirri niðurstöðu
sem hann eygir fyrir sig."
kristjanh@dv.is
m
Fjórar sýningar veröa opnaðar á Kjarvalsstöðum á sunnudag:
Störskotalið á Kjarvalsstöðum
Kjarvalsstaðir fara ekki var-
hluta af Listahátíð í Reykjavík frek-
ar en önnur söfn borgarinnar um
helgina. Á sunnudaginn klukkan
16 verða þar opnaðar fjórar sýn-
ingar í tengslum við hátíðina.
Á sýningunni Draumar um
ægifegurð í íslenskri samtímalist
verða sýnd fjölmörg ný verk eftír
framsæknustu listamenn lands-
ins. Þar á meðal eru Ólafur Elías-
son, Hrafnkell Sigurðsson, Olga
Bergmann, Hreinn Friðfinnsson,
Gjörningaklúbburinn og Ragnar
Kjartansson.
Hin gríðarstóra innsetning I
hate nature / ‘aluminati’ er önn-
ur sýning sem verður opnuð á
sunnudaginn. Hún fyllir nán-
ast upp í garð Kjarvalsstaða. Inn-
semingin er eftír einn kunnasta
landslagsarkitekt heims, Mörthu
Scwhartz, og er gerð í tilefni af 30
ára afmæli Félags íslenskra lands-
lagsaridtekta.
Þá verður opnuð sýning á lykil-
verkum Kjarvals í eigu Listasafns-
ins, auk verka sem fengin eru að
láni hjá Listasafni íslands. Loks
verður opnuð sýning í norður-
salnum þar sem börn og fullorðnir
geta velt fyrir sér hnettinum, land-
inu og kennileitum í umhverfinu.
Viðfangsefnin og þrautirnar má
einnig nota tíl að kynnast verkum
á öðrum sýningum safnsins.
Frítt er á allar sýningarnar eins
og raunin hefur verið frá áramót-
um.
Opnun í Kling
ogBang
Sirra Sigrún Sigurðardótt-
ir opnar einkasýningu í Kling
og Bang gallerí í dag, fostudag,
klukkan 17. Sýningin ber heitið
Óvissulögmálið og byggist á
rannsóknarvinnu í formheim-
inum. Sirra hefur unnið að því
tengja saman ólíkar hugmyndir
og sögu fræðihugtakanna með
táknum og teikningum. Sýning-
in mun standa til 22. júní og er
Kling og Bang opið fimmmdaga
til sunnudaga frá 14 til 18. Að-
gangur er ókeypis.
Ástin á tímum
kólerunnar í kilju
Hin seiðandi ástarsaga
Ástín á tfrnum kólerunnar
eftír Márquez er komin út í
kilju. Sag-
an er meðal
óvenjulegustu |
ástarsagna
sem samd-
ar hafa verið.
Húngeristí
litskrúðugri
hafharborg
undir lok 19.
aldar. Florentíno Aríza verður
ástfanginn af Fermínu Daza og
bíður hennar í hálfa öld. Les-
endur njóta stórbrotínna ævin-
týra sem Márquez reiðir fram á
listílegan hátt. Bókin er hlutí af
kiljuseríunni „erlend klassík"
en Guðbergur Bergsson þýðir
bókina.
Ragnar Kjartansson Á verk á sýningunni
Draumar um ægifegurð.
Kiippimyndir,
ljósmyndir og
þrykk
Sýningin Listamaðurinn í
verkinu verður opnuð í Lista-
safrti Árnesinga í Hveragerði á
sunnudaginn klukkan 18. Sýnd
verða verk eftír Magnús Kjart-
ansson sem hann vann á papp-
ír milli 1982 og 1988. Magnús
lést um aldur fr am árið 2006
en hafði á ferli sínum tekist á
við klippimyndir, skúlptúr, ljós
myndir og jjrykk. Með hverju
verki sýndi hann ekki aðeins
nýverkheldur nýja hugsun og
nýja tækni. Sýningin verður
opin til 20. júlí og er aðgangur
ókeypis.
Ðisney, djass og djöflar
Boðið verður upp á íslenska söngveislu á Norðurbryggju í Kaup
mannahöfn laugardaginn 17. maí. Söngveislan ber heitið Disney,
djass og djöflar og munu nokkrir frumlegir söngvarar stíga á svið.
Meðal þeirra eru Mr. Silia og Mongoose, Nina Björk Elíasson Group,
Silja Heilmann meðTeppop og Sigríður Eyþórsdóttir ásamtTine
Louise Kortermand.