Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008
HelgarblaS DV
URLE
Kolbrún Pálína
Helgadóttir kíkti í
heimsókn til Hrafns
Gunnlaugssonar á
Laugarnestangann
og áttu þau þar
skemmtilegt spjall
um kvikmyndirnar,
lífið og tilveruna.
Hrafn vinnur nú i
því að færa kvik-
myndir sinar yfir á
DVD-diska.
„Markmiðið er að koma kvikmynd-
unum mínum á DVD áður en ég
kveð," segir Hrafn Gunnlaugsson,
höfundur eins og hann kallar sig, en
fvrsta kvikmynd Hrafns í fullri lengd,
Oðal feðranna, er nú komin út á
DVD. Aðspurður hvort hann sé á för-
um segir hann hugsi. „Ætli maður sé
ekki að kveðja sviðsljósið."
Kvikmyndir Hrafns hafa allar ver-
ið teknar upp á filmu og segir Hrafn
þær eldast illa, molna og eyðileggjast
á endanum. Með því að færa verk-
in sín yfir á DVD er hann um leið að
tryggja þeim lengra líf.
Fannst ég skulda
Úðal feðranna fjaliaði meðal
annars um fólksfækkun í íslensk-
um sveitum og þótti mjög bylting-
arkennd. Miklar deilur urðu um
myndina og skiptust fjölmiðlar og
gagngrýnendur á heitum skoð-
unum sínum. Myndin sýnir átak-
anlega baráttu ungs drengs þegar
hann reynir að flytjast til borgar-
innar f þeim tilgangi að láta drauma
sína rætast, en án árangurs. „Á
árum áður gekk íslensk umræða út
á það að það þyrfti að koma í veg
fyrir flótta úr sveitunum og að það
þyrfti að halda við byggð úti á landi.
Var sveitin virkilega svona slæm, var
hún eitthvert fangelsi? Lengi vel var
þetta yrkisefni íslenskra skálda en
í myndinni er þessu einmitt snúið
við. Harmleikurinn var ekki sá að
flytjast úr sveitinni. Harmleikurinn
var sá að sitja fastur í sveitinni."
Byggt á eigin reynslu
Sagan er byggð á reynslu Hrafns
sjálfs sem fór í sveit á hverju sumri
sem barn og unglingur. „Á þessum
árum varð ég vitni að sams konar
hlutum og koma fram í myndinni,
það er að segja að húsbóndinn var
fallinn frá og móðirin neitaði að selja
jörðina. Á hverju vori kom ég spræk-
ur í sveitina og á hverju hausti fór ég
aftur til borgarinnar til að ganga í
skóla. í hvert skipti sem ég fór skildi
ég unga fólkið eftir og upplifði ég
mikla sorg fyrir vikið. Þessir krakkar
höfðu ekki tækifæri til að láta drauma
sína rætast og það hryggði mig mjög.
Mér fannst ég lengi vel skulda þessu
fólki að saga þess yrði sögð og ákvað
því að láta af því verða. Aldrei hvarfl-
aði það að mér að myndin myndi
vekja þau viðbrögð sem hún gerði.
Þetta var greinilega saga sem þurfti
að segja."
Ræktar álfa
Á meðan ég spjalla við Hrafn
röltum við í kringum ævintýralegt
heimili hans við Laugarnestanga og
fæ ég margt skemmtilegt að sjá og
heyra. Hrafn hefur safnað ótrúlegu
magni af grímum og listaverkum af
öllum toga á ferðalögum sínum um
heiminn. Einnig hefur hann hannað
og búið til eitt og annað með eigin
höndum sem gæti vel sómt sér á fín-
ustu listasöfnum. Aðspurður hvort
hann sé með söfnunaráráttu segir
hann það fýlgja Hröfnunum. Mikið
er af stóru og miklu grjóti í kringum
húsið og segist Hrafn þar rækta álfa.
Hann bendir mér stoltur á andlit álf-
anna í steinunum og segir að sá sem
ekki sjái þarna álfa hljóti að vera
blindur. Inni á milli fallegra steina
og listaverka má sjá lítinn kofa, rólu
og barnadót af ýmsum toga sem er í
eigu fjögurra ára sonar Hrafns. Segir
Hrafn hann njóta sín afar vel í þessu
umhverfi. „Honum líður vel héma,"
segir Hrafn.
Hrafn hefur gert margar kvik-
myndir í gegnum tíðina og marg-
ar hverjar afar áhrifamiklar. Hann
segist mjög sáttur þegar hann lít-
ur yfir ferilinn. „Ég er reyndar með
svona tvær myndir í kollinum sem
enn eru ógerðar en það er ómögu-
legt að segja hvort ég láti verða af
því. Að gera kvikmynd er ekki lítið
verk." Þegar Hrafn var ungur ætl-
aði hann alltaf að verða rithöfund-
ur en segist fljótt hafa áttað sig á því
að kvikmyndir væru spennandi og
áhrifamikill miðill til að segja sög-
ur. Aðspurður hvort það kitli hann
ekki að setjast við skriftir segir hann
aldrei að vita hverju hann taki upp á
í ellinni. Að lokum segist Hrafn vera
sáttur við lífið og að markmið hans
sé að deyja ekki úr leiðindum.
kolbrun@dv.is