Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008
FerOir DV
gÁ FERÐINNI
Vissir þú að...
... það er Letti sem á þann vafasama heiður að eiga heimsmet í ölvun. Fyrir
nokkrum árum fannst ónefndur útigangsmaður meðvitundarlaus og flutti
lögreglan hann á sjúkrahús. Áfengismagnið sem maeldist i blóðinu var ótrúlega
mikið en fram að þessu hafði verið talið að svo mikið magn af áfengi hefði drepið
hvern sem er. Fólk er að sjálfsögðu varað við þvl að reyna ekki að toppa metið.
Allir vegir
leiða til
Evrópu
Það eru tveir gallar við að ferðast
um Eystrasaltslöndin með rútu.
Eitt er rútubílstjórarnir, en sagt
er að allir bllstjórar I Eistlandi
sem haldist undir stýri eða kunni
yfirhöfuð að keyra séu fluttir til
Finnlands og farnir að keyra
rútur og strætóa þar. Eiga þeir
sér þá llklega sama draum og
maðurinn I mynd Kaurismákis,
„Ský á reiki", sem fékk vinnu við
að keyra til Pétursborgar, en
missti hana reyndar jafnóðum.
Eitthvað hafa menn þó verið
ósáttir við kjör sín þar, fyrir
tveimur árum þegar ég var á
leiðinni I klaustur f Austur-
Finnlandi skall á verkfall
rútubílstjóra og var ég því fastur
I bænum Joensuu I viku, sem
annars er þekktur sem helsta
vlgi nýnasista I Finnlandi. Líklega
hefur þó eitthvað ræst úr kjörum
þeirra slðan. Að minnsta kosti
eru laun enn mun hærri norðan
Finnlandsflóa, þráttfyrir mikinn
efnahagsuppgang I Eistlandi.
Hinn gallinn við að ferðast með
rútu er svo vegirnir sjálfir.
Æskuminningar af íslenskum
malarvegum spretta fram, þó er
eins og mig minni að þeir hafi
aldrei verið svona slæmir.
Bjórinn frussast upp úr flösk-
unni, heyrnartólin á mp3-
spilaranum haldast ekki I
eyrunum. Ég vildi að ég ætti
eitthvað af þeim sjóveikistöflum
sem gengu manna á milli á
Spilatorgi I gamla daga. Þar til
við sjóndeildarhringinn að
maður sér glitta I himinbláan
fána Evrópusambandsins, og
maður veit að manni er borgið.
Það er erfitt að elska ekki
Evrópusambandið þegar maður
er staddur I Eistlandi. Hafi
einhver hús verið byggð upp
eða endurnýjuð eftir 50 ára ham-
farir heimsstyrjaldar og
kommúnisma er oftar en ekki
skilti rétt hjá skreytt Evrópu-
fánanum til að sýna fram á hver
borgaði brúsann. Sérstaklega
þakklátur er maður fyrir
Evrópuvegina, sem hvað úr
hverju eru að gera ferðalög hér
bærileg. Það er góður vegur á
milli höfuðborgarinnarTallinn
og næststærstu borgarinnar
Tartu. FráTartu til Riga, höfuð-
borgar Lettlands, eru kaflar sem
mjög erfitt er að komast I
gegnum, eins og ættartölurnar I
íslendingasögunum.
Það er annars merkilegt hvað
lestar hér eru lltið notaðar. Þó að
lest sé mun þægilegri ferðamáti
þykja þær gamaldags og fara
sjaldan á milli borga, og þá ekki
nema þeirra allra stærstu.
Rúturnar fara hins vegar
reglulegar oftar hina tveggja og
hálfs klukkutfma vegalengd á
milliTartu ogTallinn en
strætisvagnar Reykjavlkur fara á
milli Reykjavlkur og Hafnarfjarð-
ar. Kannski ætti maður að setja
Evrópusambandið I málið, og
láta það taka strætókerfi
Reykjavíkur I gegn?
Ferðastofan Trex ætlar í haustferð um Helsinki, Lappand og Norður-Noreg.
Fararstjóri er Kristján M. Baldursson.
Saminn Mikkel Nils
Ferðalangar fræddir um
menningu Sama og þeim
boðið til kvöldverðar að
hætti Sama. Myndúreirtkasafni
Nordkap Þarna verður tappinn
tekinn úr kampavínsflöskunni, enda
ekki á hverjum degi sem staldrað er
við á nyrsta odda Evrópu.
Dagana 5.-12. september verður
farin ferð á vegum ferðaskrifstof-
unnar Trex um Helsinki, Lappland
og Norður-Noreg. Fararstjóri ferð-
arinnar er Kristján M. Baldursson.
„Við fórum á þessar slóðir í fyrsta
sinn í fyrra og heilluðumst af feg-
urðinni. Þetta er haustlitaferð en
haustin eru gjarnan álitin fegursti
árstíminn á þessum slóðum. Ferð-
in byrjar í Helsinki með skoðunar-
ferð um borgina. Eftir fyrstu nótt-
ina verður flogið til bæjarins Ivalo
í finnska Lapplandi, norðan heim-
skautsbaugs. Á þessum slóðum
munum við fræðast um Sama og
menningu þeirra," segir Kristján.
Menning Sama
Kristján segir áhugavert að
kynna sér menningu Sama sem
reyna hvað þeir geta til að halda í
sín sérkenni. „Þeir eru líka farnir
að gera mikið út á túrisma. Það er
eins hjá þeim og öllum öðrum. Það
er allt til sölu. Þeir verða auðvit-
að að hafa eitthvert lífsviðurværi.
Þeir byggja á mikilli sögu og fólk er
því auðvitað mjög áhugasamt um
þeirra menningu." Kristján segir að
eitt af því sem gert verður í ferðinni
sé að heimsækja Samafjölskyldu
og kynnast þeirra matarsiðum og
söngmenningu sem er mjög sér-
stök.
Nyrsti oddi Evrópu
Eftir að hafa séð örlítið af finnska
Lapplandi verður haldið til Norð-
ur-Noregs með rútu. Þar verður
meðal annars ekið um Finnmerk-
urheiðarnar og stoppað á ýms-
um áhugaverðum stöðum þar til
komið verður til Hammerfest en
þar verður gist í þrjár nætur. Með-
al annars verður farið í skoðunar-
ferð til Nordkap sem er nyrstí oddi
Evrópu. „Þar verður tappinn tekinn
úr kampavínsflöskunni og kaví-
ar dreginn fram tíl að fagna þeim
áfanga. Auk þess fá allir litprentað
skjal því til sönnunar." ÓtaJ margt
annað verður boðið upp á í þess-
Kristján M. Baldursson Fararstjór-
inn stillir sér upp fyrir myndavélina á
nyrsta odda Evrópu.
ari ferð og margt að sjá og upplifa.
Áhugasömum um ferðina er bent á
að hafa samband við ferðaskrifstof-
una Trex. baidur@dv.ii
Nokkrar staðreyndir um Sama og Lappland
■ Töluð eru tíu samísk tungu-
mál
■ Það algengasta tala um þrjátíu
þúsund manns
■ Samfska tungumálið á fjögur
hundruð orð yfir hreindýr
■ Samar eru dýratrúar en það
er trúin á að allt í náttúrinni hafi
sál
■ Lappland er nafn ytír land-
svæði sem tilheyrir Noregi, Sví-
þjóð, Finnlandi og Rússlandi
■ Veðrið í Lapplandi er fremur
milt á sumrin og er hitastigið í
kringum 20°C. Vetur eru snjó-
þungir og í köldustu mánuðum
fer hitastígið niður í allt að 30°C.
■ Samar settust að í Norður-
Skandinavíu fýrir um það bil
fjögur þúsund árum.
■ Á sautjándu öld reyndu kon-
ungsveldi Svíþjóðar og Noregs
að útrýma samískri menningu.
Það gerðu þau með því að neyða
Sama til kristíndóms og banna
tungumál þeirra.
■ Þegar landamærin milli Sví-
þjóðar, Noregs og Finnlands
voru kunngerð þurftu Samar að
aðlaga sig menningu þess lands
sem þeir tilheyrðu.
■ NordicSamiCouncilvarstofh-
að árið 1956 milli Sama í Finn-
landi, Noregi og Sviþjóð
■ Þó svo að í dag sé enn deilt um
rétt Sama til náttúruauðlinda eru
Samar og menning þeirra viður-
kennd í Lapplandi.
Sami og hreindýr Þessi sýn er
ekki óalgeng á slóöum Sama í
Lapplandi.