Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Blaðsíða 47
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 47 Óánægjuraddir þögnuðu fljótlega í nýju vopnaskaki. í fyrri og síðari heimsstyrjöld- unum urðu sígarettur hluti af dag- skömmtum hermanna. Fulltrúar tóbaksiðnaðarins og hjálparstofn- ana sendu hermönnum sígarettur í skotgrafir og á fremstu víglínum. í félagsskap reykjandi hermanna leit- aðu aðrir hermenn fróunar og hvíld- ar á brjálæði stríðsins. Og heima jukust reykingar ekki síður. Áður höfðu illræmdar konur og kvenréttinda-sinnar einar reykt en í styrjöldunum urðu konur að taka að sér karlmannsverkin og tóku í leiðinni upp aðrar venjur þeirra eins og reykingar. Tengjast krabbameini í lok síðari heimsstyrjaldar var ekki aðeins sjálfsagt að konur reyktu, það þótti beinlínis aðlað- andi. Bandamenn sendu banda- rískar sígarettur til stríðshrjáðra í Evrópu og með fylgdu glansmyndir af nýjum, nútímalegum og glæsileg- um lifnaðarhámxm reykjandi stór- stjarna í Hollywood. Um miðja síðustu öld reykti mannkyn sem aldrei fyrr. Vísinda- menn tóku um leið eftir aukningu á lungnakrabbameinstilfellum og leituðu skýringa. Árið 1964 lögðu bandarísk heilbrigðisyfirvöld fram skýrslu vísindamanna, Terry-skýrsl- una, en þar var sýnt fram á bein tengsl reykinga og lungnakrabba- meins. Tóbaksframleiðendur fjár- mögnuðu þegar rannsóknir á eig- in vegum til að andmæla þessum niðurstöðum. Fleiri rannsóknir sýndu þó fram á enn sterkari tengsl krabbameins og reykinga. Stjórnvöld í fjölda landa hafa bannað tóbaksauglýsingar, styrkt herferðir gegn reykingum, lögbund- ið varnaðarorð á tóbaksumbúðum og bannað reykingar á opinber- um stöðum. Dregið hefur úr reyk- ingum í heiminum, einkanlega á Vesturlöndum, annars staðar reykja menn af sama krafti og áður. ítaktvið tímann Ódýr og fljót- reykt sígarett- an féll sérlega vel að hraða , nýrra tíma i og reyking- I ar breidd- M ust út eins JU og eldur sinu. Aukin tóbaksnotkun Sagan sýnir að stríð hafa alltaf átt stóran þátt í að útbreiða tóbaksnotk- un. Þrjátíuárastríðið breiddi pípu- reykingarútá 17. öld.Vindlareyking- ar höfðu aðallega verið smndaðar á Spáni en með Napóleonsstríðun- um í upphafi 19. aldar reyktu menn vindla um alla Evrópu. í stríðinu á Krímskaga um miðja 19. öld slógu sígarettureykingar svo í gegn. Fyrsta sígarettuverksmiðjan tók til starfa í BNA um 1870 með slík- um ágætum að framleiðslan fór langt fram úr eftirspurn. Því var far- ið í mikla auglýsingaherferð. Aldrei áður hafði öðrum eins fjármunum verið veitt í markaðssetningu vöru. Talið er að árið 1875 hafi 42 millj- ónir af sígarettum selst í BNA, fimm árum síðar hafði framleiðslan vaxið í 500 milljónir sígarettna á ári. lenduherrar hófu að rækta tóbakið í hinum heimsálfunum. Indjánar reyndust ljómandi vinnuafl en þeir hrundu niður úr sjúkdómum, í lát- lausum átökum og af þrældómi. Þá þótti liggja beinast við að flytja inn þræla frá Afríku. í byrjun 17. aldar gaf að líta rækt- arlegar tóbaksplantekrur í ensku nýlendunum í Virgintu. Jakob Eng- landskonungur I barðist gegn tób- aksnotkun í byrjun en þegar honum þótti sinn málstaður tapaður ákvað hann að tóbaksinnflutningur og rækt skyldu vera á hendi hins opin- bera og lagði þunga skatta á gróða af tóbaksverslun. Stjórnvöld fleiri landa gerðu eins og innheimtu mikla skatta af vax- andi verslun með tóbak. Smyglarar og svartamarkaðsbraskarar græddu því einnig á tá og fingri. ínrnmr'-■■ ^ Aróður gegn reykingum Á17. öld reyndi Jakob, Englands- konungur I, að draga úr útbreiðslu tóbaks og lét meðal annars dreifa áróðursbæklingum qegn tóbaksnotkun. SAGATOBAKSINS Heillandi reykingar Eftii síðari heimsstyrjöld þóttu reykingar heillandi og jafnvel glæsilegar. Stjörnur í Hollywood, þar á meðal Rita Hayworth, styrktu þá ímynd. HEITIR EFTIR SENDIFULLTRUA meini. Þrálátur höfuðverkur Frakklandsdrottningar, Katarínar af Medici, hvarf eins og dögg fyrir sólu eftir að Nicot færði henni neftóbak. Við frönsku hirðina var litið á tóbak sem heilsuvöru. Og hrifn- inginá neftóbakijókst.Á 18. öld vartóbaksdós álíka sjálfsagður hluti af útbúnaði aðalsmanns og hatturinn og mestu tískuljónin áttu dósir í stíl við öll sín föt. Á 18. öld gaf Carl von Linné tóbaksplöntunni latneska nafnið „Nicotiana tabacum", í höfuðið á frönskum tóbaksaðdáanda, Jean Nicot. Hann var franskursendifulltrúiog kynntisttóbaksnotkun í Lissabon um miðja 16. öld. Nicot fylltist þegar miklum áhuga á lækningamætti jurtarinnar. Jean Nicottaldi tóbak mikið allsherjarlyf sem ynni á öllum sjúkdómum, jafnt tannpínu sem krabba- Jean Nicot Færði Katarinu af Medici, Frakklandsdrottn- ingu, neftóbak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.