Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Qupperneq 50
- 50 FÖSTUDAGUR 16. MAf 2008
Helgarblað DV
•«
Courjault-hjónin Segja
niðurstöður suðurkóresku
lögreglunnar ekki standast.
Ekkert lík -
ekkertmorð
John George Haigh hélt að
hann gæti komist upp með
morð árið 1948. Hann viður-
kenndi að hafa myrt átta
manns, þar á meðal þriggja
manna fjölskyldu. Haigh hafði
losað sig við líkin með því að
leggja þau í sýrubað. „Þið getið
ekki sannað morð án líka," sagði
hann við lögregluna.
Aðferð Haighs var að skjóta
fórnarlömbin og hann hélt að
með því að eyða þeim í sýru
fremdi hann hinn fullkomna
glæp. Hann hafði rangt fyrir sér
og endaði daga sína í gálganum.
Hann kannaði
pokana nánar
og komu þá í Ijós
lítil lífvana and-
^Jitsemstörðu
brostnumaug-
umútítómið.
Raunverulegur
Sherlock
Sumir telja að fyrirmynd
Arthurs Conan Doyle að Sher-
lock Holmes hafi verið skoskur
prófessor sem hét Bell. Hvað
sem því líður telja aðrir að ef
einhvern tímann hafi verið uppi
raunverulegur Sherlock hafi það
verið Jerome Caminada, lög-
reglumaður sem barðist gegn
glæpum um þrjátíu ára skeið í
Manchester á Viktoríutímanum.
Um leið og hann fékk stöðu
rannsóknarlögreglumanns varð
hann sérfræðingur í dulargerv-
um sem gerði honum kleift að
komast inn í undirheima borg-
arinnar. Hæfileiki hans til að
tileinka sér ólíka persónuleika
varð grundvöllur að lausn ótal
ráðgátna og jók við hróður hans
sem lifir enn.
Jean-Louis Courjault taldi sig
himin höndum hafa tekið þegar
honum bauðst tímabundið starf í
Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu árið
2005. Sökum vinnu sinnar var hann
vanur að ferðast heimshorna á
milli, en nú bauðst honum að taka
eiginkonu sína og tvö börn með sér.
Launin voru góð og fjölskyldan bjó
í glæsihýsi í eigu suðurkóreska fyr-
irtældsins í útjaðri höfúðborgarinn-
ar. Þau höfðu bifreið til umráða og
fengu reglulega launuð frí. Venju
samkvæmt ákváðu þau að fara heim
til Frakklands í sumarfrí í júlí og ág-
úst.
Fjölskyldan var vart komin heim
þegar hringt var í Jean-Louis. Vinnu-
veitendur hans í Suður-Kóreu vildu
að hann kæmi eins fljótt og auðið
var til að leysa úr noklcrum vand-
ræðum sem upp höfðu komið. Þar
sem hann reiknaði með stuttri dvöl
í Seúl að þessu sinni skildi hann
fjölskylduna eftir í Frakklandi. Eftir
nokkra daga í villunni í Suður-Kór-
eu var hann að verða uppiskroppa
með mat og pantaði því fisk til að
eiga í frystinum. Þegar hann opn-
aði frystinn sá hann tvo plastpoka
sem hann kannaðist ekki við. Hann
kannaði pokana nánar og komu þá
í ljós lítil lífvana andlit sem störðu
brostnum augum út í tómið.
Tvíeggja tvíburar
Jean-Louis hafði þegar samband
við lögregluna og sagði sínar far-
ir ekki sléttar. Krufning leiddi í ljós
að um var að ræða tvíeggja tvíbura
sem ekki höfðu fæðst andvana. Þeir
höfðu aldrei verið nærðir, voru ekld
af austurlenskum uppruna, voru
hvítir og höfðu verið vafðir í serv-
íettur, settir í plastpoka og kom-
ið fyrir í frystinum. Útilokað var að
Jean-Louis og Veronika, eiginkona
hans, væru viðriðin málið því Ver-
onika hafði undirgengist skurðað-
gerð þremur árum fyrr sem kom í
veg fyrir frekari barneignir af henn-
ar hálfu.
Lítlar líkur voru taldar á því að
börnunum hefði verið komið fyr-
ir eftir að hjónin fóru í sumarfrí til
Frakklands því fjölmargar eftirlits-
myndavélar voru í kringum villuna
og engin þeirra sýndi mannaferðir
á veröndinni við húsið. Lífsýni var
tekið úr Jean-Louis og honum síðan
leyft að snúa í faðm fjölskyldunnar í
Frakklandi.
hefði falið meðgönguna fyrir eigin-
manni sínum eftir að hún komst að
ástarævintýrum hans. Sú staðreynd
að Veronika hefði ekki getað eignast
börn síðan 2002 vegna aðgerðar var
týnd og tröllum gefin.
Samsæriskenning
Kóreska pressan staðhæfði að
börnin hefðu getað fæðst skömmu
fyrir ófrjósemisaðgerð Veroniku.
Hjónin höfðu flutt í nýjan bæjar-
hluta í Seúl skömmu eftir aðgerð-
ina og ef kenning kóresku blað-
anna stenst hefði hún þurft að
flytja lík tvíburanna með sér á nýja
heimilið.
Ólíklegasta kenningin hljóðar á
þann veg að Jean-Louis sé fórnar-
lamb einhverrarleyniþjónustu, sem
vilji koma honum á bak við lás og
slá vegna einhvers sem hann kann
að hafa gert. Sú kenning fékk ekki
mikinn hljómgrunn á meðal þeirra
sem þekkja Courjault-hjónin, sem
segja að þau séu venjulegt miðstétt-
arfólk sem hafi ekkert óhreint mjöl í
pokahorninu.
En hver settí tvíburana í fryst-
inn?
Fjölmiðlafár
Vart var Jean-Louis lentur í
Frakkiandi þegar lögregluyfirvöld
í Suður-Kóreu höfðu samband við
hann. Rannsókn á lífsýni hans hafði
að sögn lögreglunnar leitt í ljós að
hann og Veronika væru foreldr-
ar tvíburanna úr frystínum. Hann
hafði þegar samband við lögregl-
una og sagði þetta ekki geta stað-
ist. Hann sagðist geta fært sönnur á
að eiginkona hans hefði ekki verið
með barni síðastliðin tíu ár. Franska
lögreglan fór fram á að fá lífsýni úr
tvíburunum og skýrslu vegna máls-
ins frá suðurkóreskum starfsfélög-
um sínum.
Þetta undarlega mál hefði senni-
lega fengið eðlilega framvindu ef
eldd hefði verið fyrir kóreska blaða-
menn. Þeir fjölmenntu til Frakk-
lands og fréttaflutningur þeirra af
málinu lét bresku pressuna líta út
eins og skólablað. Jean-Louis var
sakaður um að eiga viðhald og sagt
var að Veronika hefði myrt tvíbur-
ana í hefndarskyni. Sagt var að hún
Efnislítið
dress
Lögreglan og líkið
Laumufarþeginn lifði
ferðina af, en ekki fallið.
Efhislítíll gylltur kjóll Mörchu
Taylor, menntaskólanema í
Madison-skólanum í Banda-
ríkjunum, varð henni dýrkeypt-
ur. f fyrsta lagi þóttí klæðnaður
hennar of djarfur og henni því
meinaður aðgangur að stærsta
skóladansleik ársins og í öðru
lagi þurfti hún að eyða nóttínni
á bak við lás og slá. Lögreglan
var fengin til að færa hana á
brott í jámum eftír að hún lenti í
handalögmálum við kennarann
sem vísaði henni fáklæddri á
dyr. Ákvörðun skólayfirvalda er
sldlningi Mörchu gjörsamlega
ofviða: „Mér líkar þessi kjóll
mjög vel. öllum finnst kjóllinn
flottur." Skólayfirvöld lém sig
litlu varða hvað Mörchu fannst
um kjólinn, að þeirra matí var
hann of efnislítill fyrir háti'ð á
vegum skólans.
John Wayne Gacy frá Chicago var smiður og vel metinn fjölskyldumaður. Hann
var þekktur fyrir að heimsækja barnadeildir nálægra sjúkrahúsa og skemmta
börnunum sem trúðurinn Pogo. En hann átti aðra hlið sem ekki varð kunn fyrr
en síðar. Á sex ára tímabili frá 1972 til 1978 nauðgaði hann og myrti þrjátíu og
þrjá unga karlmenn og drengi. Hann ók um og leitaði fórnarlamba sinna,
svæfði þau með klóróformi og fór með þau á heimili sitt. Þar nauðgaði hann
drengjunum og kyrkti síðan. Gacy vartekinn af lífi árið 1994.
Innihald frystisins kom Jean-Louis i opna skjöldu, enda átti hann að innihalda mat-
væli en ekki barnalík. Hann hafði strax samband við lögreglu. Skömmu siðar fullyrti
lögreglan að hann væri faðir tviburanna sem hann fann í frystinum.
Dvöl Zouheirs i Frakklandi var ekki löng
Landbúnaðarverkamaðurinn skýldi aug-
um sínum fyrir geislum sólarinnar sem var
að hníga til viðar. Ilann renndi augunum yfir
ræktarlandið sem hann hafði síðast séð þremur
mánuðum fyrr og hugnaðist ekki það sem hann
sá. 1 lann var þess fullviss að ójafnan senr hann
sá ekki langt frá var mannslík. Skömmu síðar
var grunur hans staðfestur og hljóp hann sem
fætur toguðu lieim að bæ og hringdi í lögregl-
una.
„Morð" hvíslaði hann móður og másandi
þegar hann náði sambandi við lögregluna. En
manngreyið hafði hrapað að ályktunum því
þrátt fyrir illa útleikið líkið var ekki um morð að
ræða. I.ögreglan sem mætti á svæðið rannsak-
aði jarðveginn í kringum líkið sem var af karl-
manni um tvítugt. Eftir að hala litið niður lyrir
fætur sér litu lögreglumennirnir upp til himins
þar sem gat að líta flugvélar í aðflugi til lending
ar á Charles de Caulle-flugvellinum.
Ilinn látni var ólöglegur innflytjandi frá Al-
sír. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að
hann hefði falið sig viö hjólabúnað flugvélar
fyrir fiugtak, en þegar vélin kom inn til lend-
ingar og lendingarhjólin voru sett niður féll
laumufarþeginn til jarðar.
Þrátt fyrir nístandi kulda, allt að fimmtíu
gráðu frost, og mikil þrengsli hafði manngrey-
inu tekist að iifa af sennilega tveggja klukku-
stunda flugferð. En það hafði veriö skammgóð-
ur vermir, þannig séð, því maðurinn hafði ekki
lifað fallið af. Krufning leiddi í ljós að Zouheir,
nítján ára Alsírbúi, lést afvöldum margvíslegra
áverka sökum falls úr mikilli hæö.