Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008 Sport Á HVERJU ÁRISPRINGA EINHVERJIR LEIKMENN ÚT í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI OG KOMA SKEMMTILEGA Á ÓVART. HINS VEGAR ERU NOKKRIR SEM ALLIR BÚAST VIÐ AÐ SÝNI HEIMINUM SNILLDARTILÞRIF EN BREGÐAST LIÐI SÍNU OG STUÐNINGSMÖNNUM. HABIBBEYE NEWCASTLE STAÐA: BAKVÖRÐUR KOMTIL FÉLAGSINS: FYRIRTlMABILIÐ Það er ekki alltaf sem Newcastle kaupir mann sem getur eitthvað í fótbolta. Newcastle hrannaði inn varnarmönnun- um til að fá á sig færri mörk en venjulega en allir nema einn gjörsamlega floppuðu. Beye var sá eini sem eitthvað gat af þeim öllum og það sem meira er stimplaði hann sig inn sem einn af betri bakvörðum deildarinnar. PHILJAGIELKA EVERTON STAÐA: MIÐVÖRÐUR KOMTIL FÉLAGSINS: FYRIRTlMABILIÐ Jagielka var fyrirliði Sheffield United sem féll úr úrvalsdeildinni I fyrra. Þar spilaði hann mestmegnis á miðjunni en gat nú ekki mikið. Þá leiki sem hann spilaði sem miðvörður vann Sheffield flesta og þá leiki sá David Moyes, stjóri Everton. Jagielka hefur verið frábær I allan veturog hefurfengið kallið í landsliðið. O. HARGREAVES MANCHESTER UNITED F.MALOUDA CHELSEA STAÐA: MIÐJUMAÐUR STAÐA: KANTMAÐUR KOM TIL FÉLAGSINS: FYRIRTlMABILIÐ KOMTIL FÉLAGSINS: FYRIRTlMABILIÐ Þegar það er búið að eltast við menn I ríflega eitt ár og fleiri milljörðum skellt á borðið fyrir leikmann er löglegt af stuðningsmönnum og áhugamönnum að biðja um meira. Enskur landsliðsmað- ur á ekki að þurfa að aðlagast yfir heilt tímabil. Fyrir peningana sem hann var keyptur fyrir og umsagnirnar um hann var hann einfaldlega slakur. Var búinn að vera frábær með Lyon I frönsku deildinni og undirstrika gæði sln I meistaradeildinni. Það var talið að hann væri nægilega góðurtil að yfirstíga hraðann í enska boltanum og verða góður strax. Hann var það ekki. Chelsea-menn sjá eflaust eftir þessum milljónum og eru jafnvel farnir að sakna Robbens. E.ADEBAYOR ARSENAL STAÐA: FRAMHERJI KOM TIL FÉLAGSINS: FYRIR SlÐASTA TlMABIL Hver hefði hugsað sér að Adebayoryrði sá framherji sem myndi leiða sókn Arsenal? Það var haldið að þarna væri nýr Kanu á ferðinni. Fyndinn framherji sem stuðningsmenn myndu elska en ekki dá og virða. Hann skoraði yfir 20 mörk í ár og sannaði að hann er heimsklassa framherji. JOECOLE CHELSEA STAÐA: KANTMAÐUR/MIÐJUMAÐUR KOM TIL FÉLAGSINS: 2003 Það hefur verið mikil stígandi I leik Joes Cole á hverju ári og virtist hann alltaf verða betri og betri. Sú þróun stöðvaðist eitthvað I ár og var Cole ekki svipur hjá sjón miðað við það sem áður hefur verið. Chelsea vantaði gríðarlega tækni hans, snerpu og áræðni á löngum köflum á tímabilinu. JERMAINE DEFOE PORTSMOUTH JOEHART MANCHESTER CITY STAÐA:MARKVÖRÐUR KOM TIL FÉLAGSINS: FYRIR SÍÐASTA TlMABIL Er ennþá von fyrir enska landsliðið? Þegar Hart fékk óvænt tækifæri í City- liðinu í haust greip hann það með báðum höndum og sleppti ekki. Sló Kasper Schmeichel út úr liðinu og hefur haldið landsliðsmarkverði Svía fyrir aftan sig. Hann er enn ungur og gæti orðið frábær.Til hamingju, England. STAÐA: FRAMHERJI KOM TIL FÉLAGSINS: IJANÚARGLUGG- ANUM Það var alltaf vitað að Defoe væri ekki alslæmur í fótbolta. Hann skoraði nánast alltaf þegar hann fékk tækifæri með Tottenham en þau tækifæri voru ekki mörg. Sýndi eftir að hann kom til Portsmouth að hann getur vel spilað alla leiki og skorað nánast í hverjum leik.Tottenham á eftir að sakna hans á endanum. BENNIMCCARTHY BLACKBURN STAÐA: FRAMHERJI KOM TIL FÉLAGSINS: FYRIR SÍÐASTA TlMABIL Kollegar hans í öðrum liðum völdu hann I lið ársins í fýrra þar sem hann fór mikinn með Blackburn. Vonast var eftir, og þá sérstaklega stuðningsmenn Blackburn, að hann gæti fylgt því eftir en sú varð ekki raunin. McCarthy var týndur á tímabilinu og meiddist þess á milli. Stóð engan veginn undir væntingum. CACAPA NEWCASTLE STAÐA: MIÐVÖRÐUR KOM TIL FÉLAGSINS: FYRIRTlMABILIÐ Þegar fyrirliði Lyon kemur I ensku úrvalsdeildina eru augu stuðnings- manna og annarra augljóslega á honum, en liðið hefur stimplað sig inn sem stórveldi I Evrópuboltanum. Það er vart hægt að finna þann mann sem stóð sig verr en hann. Gegn Portsmouth var hann tekinn út af á 17. mínútu. Það segir allt sem segja þarf. LIÐIN SEM FELLU UR ENSKU URVALSDEILDINNI ÞURFA NU AÐ BERJA FRA SER LIÐ SEM VILJA NALGAST ÞEIRRA BESTU MENN. DV SPORT FER YFIR HVAÐA LEIKMENN HIN LIÐIN REYNA AÐ KROPPA í. KEVIN DOYLE Þjóðerni: Iri Lið: Reading (18. sæti) Staða: Framherji Spilaði langt undir getu í ár en er þó vorkunn því hann var mikið færður úr stöðu og spilaði furðulega mikið sem kantmaður. Það sáu samt allir hvað hann getur I fyrra þegar hann stóð sig hreint frábærlega og það á vel eftir að hjálpa honum að finna nýtt félag hafi hann áhuga á því. Eins og hann spilaði í ár á hann hvergi heima nema í 1. deildinni en hann getur meira og verður eflaust á innkaupalista einhverra liða I sumar. JAMES MCFADDEN Þjóðerni: Skoti Lið: Birmingham (19. sæti) Staða: Framherji Líklega feitasti bitinn af öllum sem féllu. Líkurnar á að Birmingham haldi McFadden eru svipaðar og að það fái sætið sitt aftur I ensku úrvalsdeildinni í síðbúna sumargjöf. McFadden bar af leikmönnum Birmingham eftir að hann kom til félagsins frá Everton og hefðu fleiri lagt sig jafnmikið fram væri staða liðsins kannski önnur. Það verður ekki eitt lið og ekki tvö sem munu berjast um undirskrift þessa magnaða Skota. DAVE KITSON Þjóðerni: Englendingur Lið: Reading (18. sæti) Staða: Framherji Var lengi vel markahæsti Englendingurinn í deildinni. Kitson var oft sá eini með lifsmarki í Reading-liðinu og skoraði mörg mörk sem því miður telja lltið fyrir félagið núna. Hann berst eins og Ijón og það er nokkuð sem öll ensk félög elska. Það verður að teljast ansi tæpt að hann haldist í Reading þótt hann gæti vel skilað einu tímabili I viðbót í 1. deildinni fyrir Steve Coppel sem hefur gert svo margtfyrirhann. OLIVER KAPO Þjóðemi: Argentínumaður Lið: Derby (20. sæti) Staða: Framherji Villa var eini maðurinn í Derby-liðinu sem ekki er hægt að efast um að hafi snert fótbolta áður. Á meðan aðrir leikmenn í liðinu litu út eins og utandeildarleikmenn sást augljóslega að eitthvað væri I Villa spunnið. Allavega var hann nægilega mikilvægur liðinu sem hann kom frá að þjálfari þess liðs hætti þegar stjórnin seldi hann.Villa geturvel hjálpað einhverjum liðum í fallbaráttunni eða jafnvel ofar í töflunni. Kannski að Stoke sé til í einn Argentínumann? Þjóðerni: Frakki Lið: Birmingham (19. sæti) Staða: Miðjumaður Það kom mörgum á óvart þegar Kapo skrifaði undir samning við Birmingham fyrir tímabilið en margir vildu meina að hann væri of góður fyrir liðið. Hann byrjaði vel en dalaði aðeins og bar því við að honum líkaði ekki nægilega vel á Englandi. Þegar hann hafði sigrast á heimþránni kom hann aftur sterkur inn í liðið og var frábær undir lokin með liðinu. Hann gaf það út að hann væri búinn að venjast matnum og veðrinu á Englandi og vildi áfram spila þar. En þó í úrvalsdeildinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.