Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2008, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 16. MA( 2008
HelgarblaB PV
Tónlistarakademía DV segir:
Hlustaðu á þessa!
The Slip - Nine Inch Nails
Exiting Arm - Subtle
Siient Movie - Quiet Village
I Wish That I Couid See You Soon - Herman Dúne
Otis Blue: Otis Redding Sings Soul - Otis Redding
Fjórarsveitír
tUviðbótar
Hróarskelduhátíðin tilkynnti á
dögunum um fjórar hljómsveitir til
viðbótar sem spila á hátiðinni (ár.
Sveitirnar sem um ræðir eru breska
þungarokksveitin Bullet for my
Valentine, soul-konungurinn
Solomon Burke, indísveitin og
Islandsvinirnir (CocoRosie og hip-
hopparinn Lupe Fiasco frá Chicago.
Hins vegar neyðist breska hljóm-
sveitinThe Cult til að aflýsa öllum
Evróputúr slnum í sumar en sveitin
hafði þegar bókað sig á Hróarskeldu.
Hróarskelda 2008ferfram dagana 3.
til 6. júlí en upphitun hefst 29. jún(.
Enn eru einhverjir miðar eftir á
hátíöina inni á midi.is en nú fer hver
að verða síðastur þar sem uppselt
hefur verið á hátíðina síðastliðin ár.
Platafyrir
feðradaginn
Guns N' Roses hefur nú staðfest að
sveitin muni senda frá sér plötu fyrir
feðradaginn. En það er þó ekki hin
langþráða Chinese Democracy heldur
ætla þeir að endurútgefa Greatest
Hits-plötuna
s(na þann 2.
júní.„Platan
verðurgefin út
sérstaklega fyrir
feðradaginn
enda eina
alvöru gjöfin
fyrir alla alvöru
rokkpabba
heimsins," segir í
fréttatilkynningu frá hljómsveitinni.
Enn hafa þeir hins vegar ekkert gefið
upp um það hvort Chinese Democ-
racy komi út í ár þrátt fyrir sögusagnir
um að platan sé tilbúin og bíði þess að
fara (dreifingu.
Andiásveimi
Einhver illur andi virðist sv(fa yfir
æfingarhúsnæði landsins þessa
dagana. Á stuttum tlma hafa
tónlistarmenn orðið fyrir töluverðu
tjóni vegna leka I æfingarhúsnæði
sfnu. Fyrst var það æfingarhúsnæði
Mfnuss og Jakobínurínu í Hliðunum.
Varð töluvert tjón á græjum
liðsmanna. Illi andinn færði sig þá yfir
á Kleppsveg þar sem hljómsveitirnar
Kimono, JeffWho?, Jan Mayen og
fleiri æfa. Nokkurt tjón varð á
græjum en beturfóren á horfðist.
Nýjasti viðkomustaður andans illa er
á Smiðjustíg þar sem hljómsveitirnar
Reykjavlki, Amiina, Ólöf Arnalds og
fleiri æfa sína tónskala. Ekkert tjón
varð á græjum en margar æfingar
hafa fallið niður sökum þessa.
Ólafur Arnalds sendir frá sér sína aöra breiðskífu á mánudaginn, Variation of Static.
Af þvi tilefni heldur hann útgáfutónleika í Iönó á sunnudagskvöldiö og heldur svo í
hálfs árs túr á fimmtudaginn, um Evrópu, Bandaríkin og Asíu.
Ólafur Arnalds Sendirfrá sér
nýja plötu á mánudaginn.
DV-mynd Sigurður
---------- // / s
Á mánudaginn kemur í verslanir önnur
breiðskífa tónlistarmannsins Ólafs Arnalds.
Platan hefur hlotið nafnið Variation of Static og
ætlar Ólafur að fagna útgáfunni með tónleikum
í Iðnó á sunnudagskvöldið.
„Það er kannski aðeins minna um epíkina
á þessari plötu og meira um mínímalík. Ég er
líka byrjaður að nota meiri elektróník en ann-
ars er tónlistin bara svipuð og ég hef verið að
gera þótt maður reyni alltaf að þróast aðeins,"
segir Ólafur um tónlistina á nýju plötunni.
„Það er strengjakvartett sem spilar með mér
inn á plötuna og líka á tónleikunum á sunnu-
daginn," svarar Ólafur aðspurður hvort hann
hafi fengið einhverja gesti til liðs við sig á plöt-
unni.
Fyrri breiðskífa Ólafs, Eulogy for Evolution,
kom út á síðasta ári og fékk víðast hvar góð-
ar viðtökur. „Ég hef túrað mjög mikið síðan í
desember og er að fara út á fimmtudaginn aftur
að túra um Evrópu, Bandaríkin og Asíu og verð
eiginlega bara á túr í hálft ár. Strengjakvartett-
inn fer með mér út og eina viku í júní hitar ís-
lenska svieitn Rökkurró upp fyrir okkur. Annars
eru alltaf bara mismunandi sveitir sem sjá um
upphitunina."
Sjálfur gefur Ólafur plöturnar sínar út hérlend-
is en erlendis eru það útgáfufyrirtækin Erase Tap-
es Records og Progression Records sem sjá um
útgáfu og dreifingu. „Það hefur gengið mjög vel
að gefa sjáifur út hérna heima. Tólf tónar sjá um
dreifinguna en ég held að það sé eina vitið að gera
þetta sjálfur hérna heima. Ef maður hefur tíma til
þess og nennir því held ég að það sé bara miklu
betra og mér finnst það líka mjög skemmtilegt."
Á útgáfutónleikimum á sunnudaginn kem-
ur söngvarinn Svavar Knútur úr hljómsveitinni
Hraun til með að hita upp fyrir Ólaf. „Hann verður
bara sóló svo þetta verða svona rólegheitatónleik-
ar. Tónleikamir hefjast klukkan átta og það kostar
þúsund krónur inn við dymar."
krista@dv.is
Fyrstur til að endurhljóðblanda Pink Floyd
Hinn heimsfrægi sænski danstónlistarmaður
Eric Prydz spilar á tvennum tónleikum á Broadway.
Danstónlistarmaðurinn og plötusnúður-
inn Eric Prydz sem einhverjir þekkja sem
Pryda og Cirez D er funheitur þessa stund-
ina. Þessi heimsfrægi Svíi sló rækilega í
gegn með slagaranum Call on Me en ein-
staklega eftirminnilegt og erótískt tónlist-
armyndband fylgdi laginu.
Eric Prydz kemur til með að skemmta
dansglöðum fslendingum á Broadway á
laugardagskvöld með tvennum tónleik-
um. Annars vegar fyrir sextán ára og eldri
og seinna um kvöldið fyrir tuttugu ára og
eldri. Prydz er væntanlegur til landsins í
dag en hann ætlar að verja helginni á fs-
landi með kæmstunni og skella sér meðal
annars á Gullfoss og Geysi og í jöklaferð.
Eric Prydz hefur beðið um að fá plötuspil-
ara til afnota á kvöldinu en í dag er mun
algengara að Dj-ar notist við geislaspilara
á klúbbakvöldum.
„Eric Prydz minnti rækilega á sig í fyrra
þegar hann fékk leyfi til þess að verða sá
fyrsti og eini í heiminum til þess að end-
urhljóðblanda lag með Pink Floyd. Lagið
Proper Education setti hann í dansbún-
ing og rataði það lag beint inn á vinsælda-
lista útvarpsstöðva á fslandi sem og ann-
ars staðar," segir Kristinn Bjarnason hjá
Flex Music sem sér um að flytja Prydz tíl
landsins.
Miðasala fer fram í Skífunni, BT og á
midi.is sem og í miðasölu Broadway. Að
sögn tónleikahaldara rjúka miðarnir út
og því fer hver að verða síðastur að næla
sér í miða á þennan einstaka viðburð.
krista@dv.is
SEM ERIC PRYDZ GERÐI GARÐINN FRÆGAN MEÐ.