Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2008, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR lO.JÚNf 2008
Þema DV
BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON LJÓSMYNDARI GAF NÝVERIÐ ÚT LJÓSMYNDA-
BÓKINA REYKJAVÍK ÚTI OG INNI. í BÓKINNI MÁ SJÁ GLÆSILEGAR LJÓS-
MYNDIR EFTIR BRAGA SEM TEKNAR HAFA VERIÐ SÍÐASTA ÁRATUGINN.
„I tíu ár hef ég tekið myndir með
þessa bók í huga," segir Bragi Þór Jós-
efsson ljósmyndari um nýútkomna
ljósmyndabók sína.
Bragi segir ifábært að sjá afrakst-
ur vinnu sinnar samankominn í
einni bók. „Ég er búinn að stefna að
þessu lengi og verð að segja að það
er sérstök tilfinning að sjá útkom-
una." f bókinni má finna ljósmyndir af
þekktum byggingjum, fólkinu í borg-
inni, menningarviðburðum, íslenskri
veðráttu og fleiru sem gleður augað.
Aðspurður hvort einhver mynd standi
upp úr hjá honum segir hann ómögu-
legt að gera upp á milli þeirra. Bragi
einblínir þó ekki engöngu á Reykjavík
í bókinni því hann hefur tileinkað út-
hverfunum og öðrum sveitarfélögum
sitt hvorn kaflann í bókinni en þar má
finna ljósmyndir af Kópavogskirkju,
Arbæjarlaug, íbúum úthverfanna og
byggingum svo dæmi séu tekin.
Bragi nýtur dyggrar aðstoðar
blaðamannsins og rithöfundarins 111-
uga Jökulssonar en hann sá um text-
ann í bókinni. Það er Skrudda sem
gefur bókina út.
Áhugasamir um myndimar geta
haft samband við ljósmyndarann í
gegnum netfangið bragi@bragi.is
en einnig er Bragi með heimasíðuna
bragi.is.
Bragi segist ekki vera byrjað-
ur á annarri bók en að framtíðin ein
verði að skera úr um það hvað gerist.
„Reykjavíkurborg er sífellt að breyt-
ast og tel ég mjög mfldlvægt að þær
breytingar séu myndaðar," segir Bragi
Þór að lokum.
kolbrun@dv.is
itiwnw
Hús i öðru sveitarfélagi Þessi
glæsilega mynd er i kafla sem
kallast önnur sveitarfélög.