Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 75

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 75
GLÓÐAFEYKIR 75 Björgvin Skaftason, verkam. á Sauðárkróki, lézt þ. 8. jan. 1958, að- eins 29 ára gamall, fæddur að Mælifellsá ytri 24. sept. 1929. Voru for- eldrar hans Skafti bæjarfulltr. og verkam. á Sauðárkróki Magnússon, bónda í Gilhaga á Fremribyggð, Jónssonar bónda á Irafelli í Svartárdal, Asmundsson- ar, og kona hans Anna Sveinsdóttir, Svein- björnssonar. Hún dó 1952. Björgvin fæddist upp með foreldrum sín- um og fluttist með þeim til Sauðárkróks er hann var á 3. ári. Átti hann þar heima lengstum síðan. Upp kominn stundaði hann ýmsa vinnu, er til féllst, bæði heima og heiman. Björgvin Skaftason féll í valinn á miðju vori lífsins. Saga hans varð því hvorki löng né heldur viðburðarík. Og þó verður hann hverjum manni minnisstæður, þessi ungi maður. Hann var hár og grannvaxinn, yfirbragðið brosmilt, hlýtt og drengilegt, ávallt ein- hver tindrandi heiðríkja yfir svip hans og fasi öllu. Hann var ágæt- lega gefinn, sem hann átti kyn til. Gáfur hans voru bæði'fjölþættar og skarpar. Hann hafði yndi afi ljóðum og listum. Hann var allra manna fyndnastur og beinskeytastur. F.n í skeytum hans var sjaldan falinn broddur. Þeim var ekki skotið í þeim tilgangi að særa. Þau flugu ósjálfrátt. Því var oft í þeim fólgin ósvikin list. Enda var Björg- vin hverjum manni vinsælli og alls staðar aufúsugestur. Svo gat virztsem þar væri Björgvin Skaftason allur, sem fjörið var og gáskinn og glaðværðin. Þó var ekki svo. Hann hafði viðkvæma lund, var dulur og fámáll um sínar dýpstu tilfinningar. Hitt mun sannast mála, að ríkasti þátturinn í fari hans væri einlæg og fölskva- laus samúð með öllum þeim, er á einhvern hátt fóru halloka á leik- velli lífsins. í þeirri samúð var hann allur og heill. Björgvin Skaftason dó ókvæntur og barnlaus. Hannes Hannesson, bóndi á Daufá á Neðribyggð, lézt 14. janúar 1958. Fæddur var hann á Steinsstöðum í Tungusveit 13. jan. 1893 og var því rétt hálfsjötugur, er hann andaðist. Foreldrar hans voru Hannes bóndi á Daufá Hannesson, bónda á Vindheimum, Jóhannes- sonar, og kona hans Kristjana Kristjánsdóttir í Brekkuseli í Hróars- tungu austur, Jónssonar, og Ólafar Steinmóðsdóttur á Torfastöðum í Jökulsárhlíð. Björgvin Skaftason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.