Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 57

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 57
GLOÐAFEYKIR 57 Aðalfundur 1920 var haldinn 20. marz að Skálá í Fellshreppi. Þá var lagt fram og samþykkt nýtt lagafrumvarp, þar sem félagssvæðið nær yfir Fells- og Hofshreppa óskipta (Hofsós tilheyrði þá Hofs- hrepp), með heimili og varnarþingi að Hofsósi. Þá var og samþykkt að ganga í S. í. S. 1922 kaupir félagið verzlunar- og íbúðarhús Ólafs Jenssonar og Jóns Björnssonar, en þeir hættu þá verzlunarrekstri á Hofsósi. Stend- ur það liús enn og er í fjörunni utan Hofsár. Var það í daglegu tali nefnt á Sandi. \ ar þá opnuð þar sölubúð, en frarn að þeim tíma var aðstaða mjög erfið með vörudreifingu vegna húsleysis. Þó mun félagið hafa haft afnot af skúr, sem K. S. átti innan Hofsár til vörugeymslu. Árið 1922 var Tómas Jónasson ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri félagsins, fram að þeim tíma hafði hann stjórnað félaginu sem stjórn- arformaður. \rar Tómas framkvæmdastjóri þess til 1939 er hann fórst á leið til Siglufjarðar með m.s. Þengli. Var sú ferð farin vegna Kjötbúðar Siglufjarðar, en félagið hafði stofnað það fyrirtæki 1928 ásamt Sam- vinnufélagi Fljótamanna. Kjötbúð Siglufjarðar var rekin af þessum aðilum ásamt sláturliúsi og kjötvinnslu til ársins 1966, en var þá seld Kaupfélagi Siglfirðinga. A þessum árum hafði félagið rekið sláturhús á Hofsósi, svo og síldarsöltun. Árið 1938 var hafin bygging frysti- og sláturhúss, og var það fyrsti vísir að því, er síðar varð hraðfrystihús K. A. S. H. 1929 bættist ný deild við félagið úr Hólahreppi. Varð þá félags- svæðið Fells-, Hofs- og Hólahreppur. 1939 var ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Kristján Hallsson. Sama ár var nafni félagsins breytt og það nefnt Kaupfélag Austur-Skag- firðinga, skammstafað K. A. S. H. Kristján var framkvæmdastjóri félagsins til ársins 1955. 1946 var hafin bygging hraðfrystihúss, sem síðan hefur starfað. 1947 voru keyptar húseignir verzlunar Vilhelms Erlendssonar á Hofsósi. Sölubúðin var notuð fyrir vefnaðarvöruverzlun, en íbúðar- húsið til gistihúsreksturs, sem félagið hóf þá. Á þessum árum var einnig byggð fiskimjölsverksmiðja í félagi við K. S. Var hún rekin sem hlutaféla?. Þá var o? stofnað til bifreiða- reksturs vegna aðdrátta félagsins og til flutninga um félagssvæðið. I apríl 1955 tók við framkvæmdastjóm félagsins Geirmundur Jóns- son, og starfaði hann hjá félaginu þar til í maí 1966 er liann lét af störfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.