Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 39

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 39
GLÓÐAFEYKIR 39 sagði Jóhann. „Þú getur lært alveg eins og hinir og skalt ekkert vera banginn þó að þú fáir lægri einkunn en þeir, þeirra undirbúning- ur er orðinn miklu meiri.“ Það endaði með því, að ég lét að orðum Jóhanns og fór vestur í Hóla um haustið. Aðalsteinn í Hreiðarsstaða- koti hafði lofað að fylgja mér vestur. Fm þá vantaði mig hross til ferðarinnar. Bað Áma í Dæli, föðurbróður minn, að lána mér Grána sinn, en hann neitaði. Jón á Syðra-Hvarfi átti jarpa hryssu, en ekki bjóst ég við að til neins væri að biðja um hana. Svo fór loks, að Sig- urður í Sælu lánaði mér skjótta hryssu. Kom svo í Hreiðarsstaða- kot á laugardagskvöldi. Þá kom upp úr kafinu, að Aðalsteinn gat ekki fylgt mér vestur. Komst ekki íyrir heyönnum. Leizt mér nú ekki á blikuna, því að ég var algjörlega ókunnugur leiðinni, en fannst minnkun að því að gefast upp og fór einn. Gekk ferðin ágæt- lega. Kom ég nú í Skriðuland í Kolbeinsdal í fyrsta skipti en ekki síðasta. Þar var mér tekið með kostum og kynjum og jafnan upp frá því, þegar mig bar þar að garði. Svo stóð á, að fólkið á Skriðulandi var á leið til kirkju á Hólum og slóst ég í förina. — Hvernig féll þér svo Hóladvölin? — Mér líkaði hún að flestu leyti vel. Jósef var mikill skólamaður og mjög vel menntaður. En í einu fannst mér þeir svíkja mig á Hól- um, og það var fjármennskan. Eg fékk ekkert meira fyrir hana en hinir, en ég er alveg viss um, að enginn strákurinn hirti á móti mér féð og raunar engar skepnur. Námið reyndist mér nokkuð erfitt, sem ekki kom hvað sízt til af því, að kennslubækurnar voru flestar á dönsku, en hana hafði ég ekki lært nema í hálfan mánuð. Skóla- lífið var fjörugt og mikið var flogizt á. Eg var meinstríðinn í þá daga og hafði gaman af að hleypa strákunum upp, enda tókst mér það með alla nema Sæmund Sigfússon, síðar bóksala. Hann haggað- ist aldrei. Einhvern tíma eftir nýár fréttum við að ball ætti að vera á Flugumýri. Þangað fórum við fjórir: ég, Jóhann Páll, Þorsteinn og Kristinn nokkur. Ballið átti að vera á sunnudagskvöld, en kvöld- ið áður lögðum við af stað og gistum í Hlíð og Hrafnhóli, því að við ákváðum að stytta okkur leið með því að fara yfir fjallgarðinn. Fórum upp úr Hvammsdal og komum niður í Flugumýrardal og gekk ferðin vel, þó að enginn okkar rataði raunar. Komum meira að segja það snemma í Flugumýri, að við náðum þar í messu. Sner- ist ræða prests töluvert um böllin og var það ekki illa til fundið eins og á stóð, en ekki lagði hann þeim liðsyrði. Af þeim, sem þarna vom á ballinu, er mér minnisstæðastur Sveinn heitinn Sigurðsson, sem seinna bjó á Giljum og víðar. Þeir Þorsteinn reyndu með sér í svo-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.