Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 39

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 39
GLÓÐAFEYKIR 39 sagði Jóhann. „Þú getur lært alveg eins og hinir og skalt ekkert vera banginn þó að þú fáir lægri einkunn en þeir, þeirra undirbúning- ur er orðinn miklu meiri.“ Það endaði með því, að ég lét að orðum Jóhanns og fór vestur í Hóla um haustið. Aðalsteinn í Hreiðarsstaða- koti hafði lofað að fylgja mér vestur. Fm þá vantaði mig hross til ferðarinnar. Bað Áma í Dæli, föðurbróður minn, að lána mér Grána sinn, en hann neitaði. Jón á Syðra-Hvarfi átti jarpa hryssu, en ekki bjóst ég við að til neins væri að biðja um hana. Svo fór loks, að Sig- urður í Sælu lánaði mér skjótta hryssu. Kom svo í Hreiðarsstaða- kot á laugardagskvöldi. Þá kom upp úr kafinu, að Aðalsteinn gat ekki fylgt mér vestur. Komst ekki íyrir heyönnum. Leizt mér nú ekki á blikuna, því að ég var algjörlega ókunnugur leiðinni, en fannst minnkun að því að gefast upp og fór einn. Gekk ferðin ágæt- lega. Kom ég nú í Skriðuland í Kolbeinsdal í fyrsta skipti en ekki síðasta. Þar var mér tekið með kostum og kynjum og jafnan upp frá því, þegar mig bar þar að garði. Svo stóð á, að fólkið á Skriðulandi var á leið til kirkju á Hólum og slóst ég í förina. — Hvernig féll þér svo Hóladvölin? — Mér líkaði hún að flestu leyti vel. Jósef var mikill skólamaður og mjög vel menntaður. En í einu fannst mér þeir svíkja mig á Hól- um, og það var fjármennskan. Eg fékk ekkert meira fyrir hana en hinir, en ég er alveg viss um, að enginn strákurinn hirti á móti mér féð og raunar engar skepnur. Námið reyndist mér nokkuð erfitt, sem ekki kom hvað sízt til af því, að kennslubækurnar voru flestar á dönsku, en hana hafði ég ekki lært nema í hálfan mánuð. Skóla- lífið var fjörugt og mikið var flogizt á. Eg var meinstríðinn í þá daga og hafði gaman af að hleypa strákunum upp, enda tókst mér það með alla nema Sæmund Sigfússon, síðar bóksala. Hann haggað- ist aldrei. Einhvern tíma eftir nýár fréttum við að ball ætti að vera á Flugumýri. Þangað fórum við fjórir: ég, Jóhann Páll, Þorsteinn og Kristinn nokkur. Ballið átti að vera á sunnudagskvöld, en kvöld- ið áður lögðum við af stað og gistum í Hlíð og Hrafnhóli, því að við ákváðum að stytta okkur leið með því að fara yfir fjallgarðinn. Fórum upp úr Hvammsdal og komum niður í Flugumýrardal og gekk ferðin vel, þó að enginn okkar rataði raunar. Komum meira að segja það snemma í Flugumýri, að við náðum þar í messu. Sner- ist ræða prests töluvert um böllin og var það ekki illa til fundið eins og á stóð, en ekki lagði hann þeim liðsyrði. Af þeim, sem þarna vom á ballinu, er mér minnisstæðastur Sveinn heitinn Sigurðsson, sem seinna bjó á Giljum og víðar. Þeir Þorsteinn reyndu með sér í svo-

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.