Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 35

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 35
GLÓÐAFEYKIR 35 okkur krakkana ævinlega signa okknr, lesa faðirvorið og fara með bænir á kvöldi, passaði það eins og að gefa okkur að borða, — og eins á morgnana, er við komum á fætur. Mamma var að ýmsu ólík pabba, róleg hæglætiskona, föst fyrir, skipti ógjarna skapi svo að merkt yrði, kom samt oftast sínu fram og miðlaði málum þegar á þurfti að halda. F.itt sinn bar nokkuð á milli pabba og manns þarna í sveitinni og þá varð honum að orði: „Eg held hún Halldóra brúi það.“ Systursonur mömmu var eitt sinn í göngum með pabba, sem var með vín í glasi og vildi gefa Gunn- laugi að súpa á. Hann færðist undan og er pabbi fékk ekki komið í hann víninu sagði liann: „Þetta hefurðu úr henni Halldóru,” og átti þá við staðfestuna í stráksa. Gestrisni var mikil á Hnjúki. Ég man eftir því, að eitt sinn komu feðgar frá Hólakoti neðan af Böggvisstaðasandi, en Hólakotsheim- ilið var eitt hið fátækasta í dalnum. Þeir vildu ómögulega koma inn, svo að pabbi bað mömmu að færa þeim einhverja hressingu fram. Hún taldi sig nú lítið hafa, sem hún gæti farið með út til þeirra, en hrærir samt graut í glerskál, lætur slátur saman við og mjólk út á, og færir feðgunum fram í bæjardyr, þar sem þeir borðuðu svo úr skálinni. Þegar farið var í göngur þótti pabba mjög fyrír, kæmu gangnamenn ekki við, en það gerðu þeir raunar oftast. Þá stóð alltaf kaffi og brennivín á borðum. Annars töldu allir sjálfsagt að veita gestum, sem að garði bar. Mér er það mínnisstætt að við krakkarnir fórum oft yfir í Blængshól og brást það ekki, að við fengum þar brauð, smjör, sykurmola o. fl. Á Syðri-Másstöðum var holdsveik kona. Þangað var oft sent heimanað. Sjálfur var ég dauðsmeykur við heimilið og þorði aldrei að bragða það, sem að mér var rétt þar, þó að ég kynni ekki við annað en taka við því. F.n svona var þetta nú. Ekkert var hugsað um að halda okkur krökkunum frá þessu heimili, þótt svona væri ástatt þar. Maður veiku konunnar kom oft að Hnjúki. Sat hann þá gjarnan með okkur krakkana og lét okkur toga í skeggið á sér og hló mikið, ef við gátum slitið eitthvað af hár- um úr skegginu. Ég hélt því einu sinni fram við Jónas Kristjánsson, lækni, að ekki kæmi til mála, að menn hefðu jafn mikla sársauka- tilfinningu alls staðar í líkamanum, og benti þá á viðskipti okkar krakkanna á Hnjúki við bóndann á Másstöðum, en flestir ætluðu alveg að ærast ef togað var í skeggið á þeim. Jónas hló og taldi þetta vel geta staðizt. Sem betur fór kom samneyti okkar við Másstaða- heimilið aldrei að sök. — Var pabbi þinn harður við ykkur krakkana?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.