Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 35

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 35
GLÓÐAFEYKIR 35 okkur krakkana ævinlega signa okknr, lesa faðirvorið og fara með bænir á kvöldi, passaði það eins og að gefa okkur að borða, — og eins á morgnana, er við komum á fætur. Mamma var að ýmsu ólík pabba, róleg hæglætiskona, föst fyrir, skipti ógjarna skapi svo að merkt yrði, kom samt oftast sínu fram og miðlaði málum þegar á þurfti að halda. F.itt sinn bar nokkuð á milli pabba og manns þarna í sveitinni og þá varð honum að orði: „Eg held hún Halldóra brúi það.“ Systursonur mömmu var eitt sinn í göngum með pabba, sem var með vín í glasi og vildi gefa Gunn- laugi að súpa á. Hann færðist undan og er pabbi fékk ekki komið í hann víninu sagði liann: „Þetta hefurðu úr henni Halldóru,” og átti þá við staðfestuna í stráksa. Gestrisni var mikil á Hnjúki. Ég man eftir því, að eitt sinn komu feðgar frá Hólakoti neðan af Böggvisstaðasandi, en Hólakotsheim- ilið var eitt hið fátækasta í dalnum. Þeir vildu ómögulega koma inn, svo að pabbi bað mömmu að færa þeim einhverja hressingu fram. Hún taldi sig nú lítið hafa, sem hún gæti farið með út til þeirra, en hrærir samt graut í glerskál, lætur slátur saman við og mjólk út á, og færir feðgunum fram í bæjardyr, þar sem þeir borðuðu svo úr skálinni. Þegar farið var í göngur þótti pabba mjög fyrír, kæmu gangnamenn ekki við, en það gerðu þeir raunar oftast. Þá stóð alltaf kaffi og brennivín á borðum. Annars töldu allir sjálfsagt að veita gestum, sem að garði bar. Mér er það mínnisstætt að við krakkarnir fórum oft yfir í Blængshól og brást það ekki, að við fengum þar brauð, smjör, sykurmola o. fl. Á Syðri-Másstöðum var holdsveik kona. Þangað var oft sent heimanað. Sjálfur var ég dauðsmeykur við heimilið og þorði aldrei að bragða það, sem að mér var rétt þar, þó að ég kynni ekki við annað en taka við því. F.n svona var þetta nú. Ekkert var hugsað um að halda okkur krökkunum frá þessu heimili, þótt svona væri ástatt þar. Maður veiku konunnar kom oft að Hnjúki. Sat hann þá gjarnan með okkur krakkana og lét okkur toga í skeggið á sér og hló mikið, ef við gátum slitið eitthvað af hár- um úr skegginu. Ég hélt því einu sinni fram við Jónas Kristjánsson, lækni, að ekki kæmi til mála, að menn hefðu jafn mikla sársauka- tilfinningu alls staðar í líkamanum, og benti þá á viðskipti okkar krakkanna á Hnjúki við bóndann á Másstöðum, en flestir ætluðu alveg að ærast ef togað var í skeggið á þeim. Jónas hló og taldi þetta vel geta staðizt. Sem betur fór kom samneyti okkar við Másstaða- heimilið aldrei að sök. — Var pabbi þinn harður við ykkur krakkana?

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.