Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 24

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 24
24 GLÓÐAFEYKIR Snemma bar á því, að hann skaraði fram úr jafnöldrum sínum að ýmsum íþróttum og hreysti. Skautamaður var hann með afbrigðum og glímumaður góður, en iðkaði það lítið; hann vildi ekki láta bera á því, að hann væri öðrum fremri í nokkru. Þegar hann var 18 ára fór hann til Hólakirkju, sem þá var títt (meðal) ungmenna í héraðinu. Þar var þá staddur Einar Jónsson, síðar hreppstjóri í Brimnesi; liann segir við Jón: „Það er talið lireysti- verk og geta fáir, að taka kirkjuhurðina af hjörunum (og) láta hana á aftur, án þess hún konri niður." Jón gaf því engan gaum. Eftir messu, þegar fólk hafði dreifzt, fór Jón með Einari að kirkju- dyrum, tók hurðina af hjörum og lét hana á aftur án sýnilegrar áreynslu. Þegar Austur-Héraðsvatnabrúin var byggð 1895, lá þar við brúar- endann fallhamar, sem vó 250 kiló, og ýmsir höfðu gatnan af að reyna að taka upp. Margir gátu ekki lyft honum frá jörðu, fáir tekið hann upp á kné. Jón kom þar eitt sinn að með öðrum manni, tók hamar- inn upp á bringu og lét hann rólega niður aftur. Selaskytta var Jón með afbrigðum; reri oft einn á fjögurramanna fari, sem liann átti, og setti það einn fram og upp var þó báturinn þungur, svo að tveimur meðalmönnum þótti hann erfiður í setn- ingi. Þegar dragferjan var sett á Vesturósinn, gerðist hann ferjumaður og gegndi þeim starfa til dauðadags. Var það oft erfitt verk í stór- flóðum á vorin, og ekki síður á haustin, í norðanstormum og stór- sjó, þegar brimið gekk inn í Ósinn. Þar reyndist hann hinn ötulasti; mátti heita að hann ferjaði hvernig sem var. Ferjan var með flöt- um botni, kallaði hann hana Botnu og umhverfið austan við Ósinn Furðustrandir, en sjálfan sig Ósmann. Því sagði hann eitt sinn: Botna flýtur brims við rönd, berst með ýta að Furðuströnd; strauminn brýtur sterkleg önd, stálsveif ýtir li'tin hönd. Rögnvaldur Björnsson í Réttarholti kvað: Brimið oft þar braut við sand, boðar í Ósinn hnigu; öllum kom hann yfir á land, sem ofaní bátinn stigu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.