Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 24

Glóðafeykir - 01.12.1969, Side 24
24 GLÓÐAFEYKIR Snemma bar á því, að hann skaraði fram úr jafnöldrum sínum að ýmsum íþróttum og hreysti. Skautamaður var hann með afbrigðum og glímumaður góður, en iðkaði það lítið; hann vildi ekki láta bera á því, að hann væri öðrum fremri í nokkru. Þegar hann var 18 ára fór hann til Hólakirkju, sem þá var títt (meðal) ungmenna í héraðinu. Þar var þá staddur Einar Jónsson, síðar hreppstjóri í Brimnesi; liann segir við Jón: „Það er talið lireysti- verk og geta fáir, að taka kirkjuhurðina af hjörunum (og) láta hana á aftur, án þess hún konri niður." Jón gaf því engan gaum. Eftir messu, þegar fólk hafði dreifzt, fór Jón með Einari að kirkju- dyrum, tók hurðina af hjörum og lét hana á aftur án sýnilegrar áreynslu. Þegar Austur-Héraðsvatnabrúin var byggð 1895, lá þar við brúar- endann fallhamar, sem vó 250 kiló, og ýmsir höfðu gatnan af að reyna að taka upp. Margir gátu ekki lyft honum frá jörðu, fáir tekið hann upp á kné. Jón kom þar eitt sinn að með öðrum manni, tók hamar- inn upp á bringu og lét hann rólega niður aftur. Selaskytta var Jón með afbrigðum; reri oft einn á fjögurramanna fari, sem liann átti, og setti það einn fram og upp var þó báturinn þungur, svo að tveimur meðalmönnum þótti hann erfiður í setn- ingi. Þegar dragferjan var sett á Vesturósinn, gerðist hann ferjumaður og gegndi þeim starfa til dauðadags. Var það oft erfitt verk í stór- flóðum á vorin, og ekki síður á haustin, í norðanstormum og stór- sjó, þegar brimið gekk inn í Ósinn. Þar reyndist hann hinn ötulasti; mátti heita að hann ferjaði hvernig sem var. Ferjan var með flöt- um botni, kallaði hann hana Botnu og umhverfið austan við Ósinn Furðustrandir, en sjálfan sig Ósmann. Því sagði hann eitt sinn: Botna flýtur brims við rönd, berst með ýta að Furðuströnd; strauminn brýtur sterkleg önd, stálsveif ýtir li'tin hönd. Rögnvaldur Björnsson í Réttarholti kvað: Brimið oft þar braut við sand, boðar í Ósinn hnigu; öllum kom hann yfir á land, sem ofaní bátinn stigu.

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.