Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 76

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 76
76 GLÓÐAFEYKIR Hannes óx upp með foreldrum sínum, fluttist með þeirn misserís- gamall að Sólheimum í Blönduhlíð, vestur yfir aftur 1908 og þá að Daufá. Þar stóð heimili hans æ síðan unz hann, ári fyrir andlát sitt, varð að flytja til Sauðárkróks, þá farlama sjúklingur. Hann tók við búi á Daufá 1918 og bjó þar síðan og lengstum með ráðskonu, Þórunni Jóhannsdóttur, mætiskonu. Móður sína missti hann 1927, en föður sinn 1931. Hannes bjó snotru búi en ekki stóru. Hann var gróandans maður og- gróðurunn- andi, hóf ræktun fyrr en margir aðrir og beitti fágætri vandvirkni, svo að til fyrir- myndar mátti telja. Eigi var hann rnikill að- fararmaður, en þrifnaður og snyrtimennska var honum eðlisgróin og mótaði öll hans störf. Hannes á Daufá var góður meðalmaður á vöxt og vel á sig kont- inn; bjartur á yfirbragð, fríðleiksmaður og unglegur ásýndum alla ævi. Hann var vel greindur, prúður í háttum, hlýr og glaður í við- móti, öðlingsmaður, sem öllum vildi vel. Hann kvæntist ekki né átti börn. Brynleifur Tobiasson, áfengisvarnaráðunautur, lézt þ. 27. febrúar 1958. Hann var fæddur að Geldingaholti 20. apríl 1890. Foreldrar: Tobías bóndi í Geldingaholti Eiríksson, bónda á Syðra-Skörðugili o. v., Jónssonar bónda þar, Jónssonar, og kona hans Sigþrúður Helgadóttir bónda á Syðra-Skörðugili, Jónssonar bónda á Hryggj- um, Jónssonar, og konu hans Margrétar Jónsdóttur bónda á Varmalandi í Sæmund- arhlíð, Þórðarsonar. Brynleifur ólst upp í Geldingaholti. Lauk búfræðiprófi á Hólum 1907 og kennaraprófi í Reykjavík 1909. Stundaði næstu vetur barna- og unglingakennslu bæði hér í Skaga- firði og í Reykjavík, en verkstjórn vor og haust við Reykjarhólsgarða; var og fonnað- ur Garðyrkjufélags Seyluhrepps 1912—1914. Bjó sig jafnframt kennslunni nndir menntaskólanám, lauk gagn- fræðaprófi 1915 og stúdentsprófi 1918. Gerðist að þ\ í búnu kenn- Biynleifur Tobiasson. Hannes Hannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.