Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 74

Glóðafeykir - 01.12.1969, Blaðsíða 74
74 GLÓÐAFEYKIR fulltrúi á aðalfundum K. S. og jafnan öruggur liðsmaður til sóknar og varnar. Jón Sigfússon var fríður rnaður og höfðinglegur í sjón, hár og þrekvaxinn, íþróttamaður á yngri árum og sundmaður ágætur, af- rendur að afli. Hann var ntikill tilfinningamaður, listhneigður, söng- elskur og ágætur raddmaður. Hann var prýðilega greindur, einstakt snyrtimenni um alla hluti, yfirlætislaus og prúður, viðmótshlýr og viðræðuglaður, hafði gamanyrði og hnyttin svör á luaðbergi. Hann var gæðadrengur, sem engan átti óvildarnrann. Gunnhildnr Hansen, húsfr. á Sauðárkróki, lézt þ. 25. nóv. 1957, aðeins hálffertug að aldri. Hún var fædd að Sauðá 2. jan. 1922, kjör- dóttir móðurbróður síns, Kristjáns verkstjóra Hansens frá Sauðá, bróður Friðriks Hansens kennara, sjá Glóða- feyki 5. h., bls. 33, og konu hans Þóreyjar Sigmundsdóttur. Hún ólst upp á Sauðár- króki hjá fósturforeldrum sínum og naut frábærrar umhyggju þeirra og ástríkis. Og í því húsi átti hún heima til efsta dags, síðari árin sem húsfreyja. Fósturmóðir Guunhild- ar lifði hana, en Kristján Hansen lézt vorið 1943, mjög um aldur franr og öllum harm- dauði. Fyrsta vetrardag 1945 gekk Gunnhildur að eiga Árna M. Jónsson afgreiðslnmann, Stefánssonar bónda á Halldórsstöðum, Bjarnasonar, og konu lrans Margrétar Jóhannsdóttur bónda á Kjart- ansstöðum, Sigurðssonar, ogkonu hans Ingibjargar Jónsdóttur bónda á Löngumýri. Þau voru jafnaldra, vaxin úr grasi hlið við hlið og leik- systkini í æsku. Gunnhildur bjó manni sínum hlýtt heimili og nota- legt og var hin ágætasta húsmóðir, hyggin og prýðilega verki farin, þrifin, sparsöm og nýtin; var öll hennar heimilisforsjá innan stokks með miklum myndarbrag. Gunnhildur Hansen var í meðallagi há, grannvaxin; dökkhærð, fölleit, fríðleikskona. Hún var hlédræg, dul og fáskiptin út á við, en glaðvær og hlý á heimili. Öllum var hún góð, en bezt þeim, er oln- bogabörn voru með einhverjunr lrætti. Þeim hjónum varð ekki barna auðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.