Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 74

Glóðafeykir - 01.12.1969, Page 74
74 GLÓÐAFEYKIR fulltrúi á aðalfundum K. S. og jafnan öruggur liðsmaður til sóknar og varnar. Jón Sigfússon var fríður rnaður og höfðinglegur í sjón, hár og þrekvaxinn, íþróttamaður á yngri árum og sundmaður ágætur, af- rendur að afli. Hann var ntikill tilfinningamaður, listhneigður, söng- elskur og ágætur raddmaður. Hann var prýðilega greindur, einstakt snyrtimenni um alla hluti, yfirlætislaus og prúður, viðmótshlýr og viðræðuglaður, hafði gamanyrði og hnyttin svör á luaðbergi. Hann var gæðadrengur, sem engan átti óvildarnrann. Gunnhildnr Hansen, húsfr. á Sauðárkróki, lézt þ. 25. nóv. 1957, aðeins hálffertug að aldri. Hún var fædd að Sauðá 2. jan. 1922, kjör- dóttir móðurbróður síns, Kristjáns verkstjóra Hansens frá Sauðá, bróður Friðriks Hansens kennara, sjá Glóða- feyki 5. h., bls. 33, og konu hans Þóreyjar Sigmundsdóttur. Hún ólst upp á Sauðár- króki hjá fósturforeldrum sínum og naut frábærrar umhyggju þeirra og ástríkis. Og í því húsi átti hún heima til efsta dags, síðari árin sem húsfreyja. Fósturmóðir Guunhild- ar lifði hana, en Kristján Hansen lézt vorið 1943, mjög um aldur franr og öllum harm- dauði. Fyrsta vetrardag 1945 gekk Gunnhildur að eiga Árna M. Jónsson afgreiðslnmann, Stefánssonar bónda á Halldórsstöðum, Bjarnasonar, og konu lrans Margrétar Jóhannsdóttur bónda á Kjart- ansstöðum, Sigurðssonar, ogkonu hans Ingibjargar Jónsdóttur bónda á Löngumýri. Þau voru jafnaldra, vaxin úr grasi hlið við hlið og leik- systkini í æsku. Gunnhildur bjó manni sínum hlýtt heimili og nota- legt og var hin ágætasta húsmóðir, hyggin og prýðilega verki farin, þrifin, sparsöm og nýtin; var öll hennar heimilisforsjá innan stokks með miklum myndarbrag. Gunnhildur Hansen var í meðallagi há, grannvaxin; dökkhærð, fölleit, fríðleikskona. Hún var hlédræg, dul og fáskiptin út á við, en glaðvær og hlý á heimili. Öllum var hún góð, en bezt þeim, er oln- bogabörn voru með einhverjunr lrætti. Þeim hjónum varð ekki barna auðið.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.