Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 16

Fréttablaðið - 31.03.2016, Side 16
Frá og með morgundeginum, 1. apríl, kostar fyrsta klukkustundin í skammtímastæði við Leifsstöð 500 krónur. Hver klukkustund eftir það kostar 750 krónur. Fyrstu 15 mínúturnar eru gjaldfrjálsar. Fyrsta klukkustundin kostaði áður 230 krónur. Í langtímastæði hækkar sólar­ hringsgjald  í fyrstu viku úr 950 krónum í 1.250 krónur. Sólarhrings­ gjald í annarri viku hækkar úr 600 krónum í 950 krónur. Í þriðju viku hækkar sólarhringsgjaldið úr 400 krónum í 800 krónur. – ibs Hærra gjald  fyrir bílastæði Fyrsta klukkstundin í skammtímastæði hækkar úr 230 krónum í 500 krónur. Til þess að hvítlaukurinn þorni ekki og fari að spíra er tilvalið að geyma hann í frysti, að því er segir á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Skipta á lauknum í geira og taka hýðið utan af honum. Auðvelt er að skera hvítlaukinn þótt hann sé frosinn. Chili hættir einnig til að þorna og þess vegna er frystirinn góður geymslustaður. Gott ráð er að skera niður afganga af osti sem farinn er að harðna, stinga inn í frysti og rífa þegar á þarf að halda eða rífa ostinn áður en hann er settur í frystinn. Lárperu er einnig hægt að geyma í frysti. Hýði og steinn er fjarlægt, lár­ peran skorin í bita og henni pakkað inn í plastfilmu áður en hún er sett í plastbox. Einnig má geyma lárperu­ mauk í frystinum. Hvítlauk og chili má geyma í frysti Breytingin stuðlar að því að hægt verður að nýta matvælin betur. Þetta á við um þurr- vörur og ýmsar aðrar vörur sem geymast lengi auk kælivöru sem ekki er hætta á að í vaxi einhverjar vara- samar örverur. Jónína Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá Matvælastofnun Leyfilegt er að hafa matvæli á mark­ aði eftir að „best fyrir“ dagsetningin er liðin samkvæmt breytingum á reglugerð um upplýsingar um mat­ væli sem gerðar voru í fyrra. Mat­ vælastofnun er nú þessa dagana að fara að kynna fyrir neytendum geymsluþolsmerkingar. „Breytingin stuðlar að því að hægt verður að nýta matvælin betur. Þetta á við um þurrvörur og ýmsar aðrar vörur sem geymast lengi auk kælivöru sem ekki er hætta á að í vaxi einhverjar varasamar örverur,“ útskýrir Jónína Stefánsdóttir, sér­ fræðingur hjá Matvælastofnun. Hún segir að  matvælafyrirtæki verði að meta út frá faglegri þekk­ ingu og eiginleikum matvælanna hvort þau noti merkinguna „best fyrir“ eða „síðasti notkunardagur“. Kynningin um geymsluþols­ merkingar tengist átaksverkefni um hugarfarsbreytingu um matarsóun en Umhverfisstofnun vinnur nú að rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi. Safna á upplýsingum um hversu miklum mat og drykk er hent inni á heimilum, í matarfram­ leiðslu, í heildsölu og smásölu, á veitingastöðum og í mötuneytum. Jafnframt á að safna upplýsingum um hversu stóran hluta af matvæl­ unum væri hægt að nýta. Rannsókn­ in er unnin með styrk frá Evrópsku hagstofunni. Á vef Evrópsku neytendaaðstoð­ arinnar, ena.is, er bent á nokkur góð ráð frá framkvæmdastjórn neytenda­ mála hjá Evrópusambandinu um hvernig draga megi úr sóun matvæla. ibs@frettabladid.is Matvæli í gámi á Íslandi. Umhverfisstofnun vinnur nú að rannsókn á umfangi matarsóunar á Íslandi. Hægt er að koma í veg fyrir að maturinn endi í ruslinu Matvælastofnun kynnir nú nýjar reglur um geymsluþolsmerkingar sem stuðla að betri nýtingu matvæla. Ráð Evrópsku neytendaaðstoðarinnar 1. Skipuleggðu innkaupin. Kannaðu hvað þú átt til í skápunum, gerðu innkaupalista – og farðu aldrei svöng/svangur að versla. 2. Kannaðu dagsetningar. Ef þú ert að kaupa eitthvað sem á ekki að neyta strax reyndu þá að finna pakkningu með rýmri fyrningar­ dagsetningu. 3. Hugsaðu um fjárhaginn. Að henda mat er að henda peningum. 4. Hugsaðu vel um ísskápinn. Gættu þess að hann sé í góðu lagi og kæli vel. Matur geymist best við 1­5 gráður á Celsíus. 5. Fyrst inn – fyrst út. Gættu þess að eldri matvæli séu fremst í ísskápnum og öðrum skápum. Þá er líklegra að þú neytir þeirra fyrst og minni líkur á að þú rekist á ólystugar matarleifar aftast í ísskápnum. 6. Skammtaðu lítið á hvern disk. Það er alltaf hægt að fá sér aftur en óþarfi að henda mat af því að maður ræður ekki við skammta­ stærðirnar. 7. Frystu. Ef þú borðar til dæmis lítið af brauði er hætt við að það mygli og eyðileggist. Hentugra er að frysta brauðið og þíða sneiðar eftir þörfum. Það er líka gott að frysta afganga. Þá eru til örbylgjumáltíðir ef enginn nennir að elda. 8. Nýttu afganga. Í stað þess að henda afgöngum í ruslið má nýta þá í nesti næsta dags eða frysta til notkunar seinna. Ávextir sem eru orðnir mjúkir henta vel í bökur, brauð og skyrdrykki. 9. Gefðu garðinum að borða. Þótt  öllum framangreindum ráðum sé fylgt fer alltaf einhver matur til spillis. Þess vegna er tilvalið að fá sér moltutunnu því að með því fæst áburður fyrir gróðurinn. Ráð Matur neytenduR Neytandinn Eiríkur Orri Guðmundsson læknir og vínáhugamaður Áhugamenn haldi bókhald um vín Neytendasamtökunum bárust alls 8.049 erindi í fyrra, sem er svipað og á árinu 2014. Þrjátíu prósent fyrir­ spurnanna vörðuðu þjónustukaup, 28 prósent vörukaup og 26 prósent húsaleigu. 14 prósent voru almenn erindi en 2 prósent snerust um Evr­ ópsku neytendaaðstoðina. Á vef Neytendasamtakanna segir að þegar kom að þjónustukaupum hafi verið algengast að kvartanir eða fyrirspurnir neytenda sneru að ferða­, fjarskipta­ eða fjármálaþjónustu. Mest spurt um ferðir, fjármál og fjarskipti Viðskiptavinir sendu oft fyrirspurnir til Neytendasamtakanna vegna ferða- þjónustu. NORDICPHOTOS/GETTY „Ég reyni yfirleitt að eiga rautt og hvítt húsvín. Þá eitthvað rautt sem passar með flestu og sömuleiðis með það hvíta,“ segir Eiríkur Orri Guðmundsson, sem heldur úti síð­ unni Vínsíðan.com þar sem hann heldur uppi skrifum og fróðleik um vín. „Maður þarf að hafa í huga verð og gæði eins og með allt annað. Þegar ég er að leita mér að ein­ hverju reyni ég að finna eitthvað sem er óvenju gott miðað við verð,“ segir hann og bendir á að vissulega verði hver og einn að meta hversu miklu maður á að leyfa sér hvað verð varðar. „Maður fer ekki í það ódýrasta og ekki  það dýrasta. Yfirleitt er um að ræða vín sem fæst í flestum búðum, það þýðir að vínin seljast vel, það ætti að vera traust,“ segir hann. „Ég er yfirleitt að horfa á eitt­ hvað rétt yfir 2.000 krónurnar. Það þarf að vera gott ef ég fer yfir 2.500 í venjulegu húsvíni. Sömuleiðis má fara aðeins neðar, í 1.800 til 1.900 krónur, ef það er eitthvað gott.“ Eiríkur segir að engin sérstök þrúga eða framleiðsluland sé hent­ ugt í þessum efnum. „Það er allur gangur á því. Undanfarin ár hefur þó oft þótt gott að kaupa frá Spáni og Ítalíu. Það sem er í boði núna kemur frá árum sem voru góð. Nánast sama hvaðan þau koma er það gott, sama er með vín frá Suður­ Frakklandi.“ Hann segir að þeir sem vilja gerast áhugamenn um vín ættu að byrja að prófa sig áfram.  „Svo er ágætt að halda einkabókhald um þetta á skipulagðan hátt. Einfalt er áður en maður fer að spá í einstaka fram­ leiðendur ef maður skrifar hjá sér til dæmis „Rioja vín 2010, það var gott eða Bordeux 2009, var ekki gott,“ svo getur maður farið að prjóna utan um þetta að vild,“ segir hann og bendir fólki á að nota snjallsíma til að taka mynd af víninu og skrá það hjá sér. – srs Eiríkur Orri segist ekki fara í dýrasta vínið og ekki það ódýrasta. NORDICPHOTOS/GETTY Skyscanner­appið gerir þér kleift að bera saman og bóka flug nú þegar styttist í sumarfrí. Hægt er að leita að ferðum frá Íslandi til „Every where“ og þá sérðu hvert er ódýrast að fljúga. Einnig er hægt að velja heilu mánuðina til þess að sjá hvaða dag í mánuðinum er ódýrast að fljúga. Hægt að sjá hvert ódýrast er að fljúga App Skyscanner 3 1 . M a r S 2 0 1 6 F I M M T U D a G U r16 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -2 A C 0 1 8 E 9 -2 9 8 4 1 8 E 9 -2 8 4 8 1 8 E 9 -2 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.