Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 72
S lys af völdum ölvunarakst-urs marka oftar en ekki djúp spor í líf þeirra sem fyrir verður sem og ger-enda og allra aðstandenda. En í kvöld verður frumsýnt í Tjarnarbíói íslenska heimildarleik- ritið Djúp spor eftir þau Jennýju Láru Arnórsdóttur og Jóel Sæmundsson en þau fara jafnframt með hlutverkin í sýningunni sem er í leikstjórn Bjart- mars Þórðarsonar. Ævilangar afleiðingar Bjartmar segir að Jenný Lára og Jóel hafi einkum unnið verkið upp úr við- tölum við fólk sem tengist raunveru- legum málum þar sem einhver hefur látið lífið af völdum ölvunaraksturs. „Þau leitast við að vinna þetta frá Flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu Í kvöld verður frumsýnt í Tjarnarbíói leikritið Djúp spor, í leikstjórn Bjartmars Þórðarsonar, þar sem tekist er á við afleiðingar og eftirköst banaslysa af völdum ölvunaraksturs. Bjartmar Þórðarson leikstjóri verksins Djúp spor sem verður frumsýnt í Tjarnarbíói í kvöld. FréTTaBlaðið/PjeTur jóel Sæmundsson og jenný lára arnórsdóttir eru bæði höfundar verksins og leikendur. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is OfT snýsT ÞeTTa um einsTak- linga sem eru Búnir að fá sér nOkkra en ákveða samT að seTjasT unDir sTýri enDa Búnir að sjá fjölmarga gera slÍkT hið sama án afleiðinga. öllum hliðum. Frá stöðu gerenda sem aðstandenda þeirra sem létu lífið. Það voru áveðin mál sem þau horfðu til í grunninn. Bæði banaslyss sem varð fyrir ekki svo löngu og svo viðtals við ungan mann sem hafði orðið manneskju að bana en hið síðar- nefnda er eldra mál. Þessi gerandi hafði aldrei jafnað sig á afleiðingum þess að vera valdur að banaslysi með ölvunarakstri og var stöðugt að reyna að vinna í þessu og að takast á við að hafa orðið valdur að þessu. Þetta er í senn spennandi viðfangs- efni og þarft samfélagslegt málefni til þess að skoða á leiksviði. Markmiðið var líka að taka ekki afstöðu heldur að skoða afleiðingar svona atburða frá fleiri en einni hlið. Því þó svo að það sé vissulega einn ákveðinn gerandi í slíkum málum þá hefur þetta áhrif á svo mörgum stöðum og svo víða.“ látleysi umfram drama Bjartmar segir að fyrir hann sem leik- húsmann þá sé óneitanlega öðruvísi að vinna með þessa heimildarnálgun en að njóta alfarið þess frelsis sem er að finna í skáldskapnum. „Þetta er í raun allt öðruvísi. Maður einhvern veginn vinnur öðruvísi með eitt- hvað sem er byggt alfarið á sannleika. Maður vill til að mynda leyfa því sem er komið beint upp úr viðtölum og veruleika fólks að njóta sín án þess að vera að leika sér mikið með það á sviðinu. Ég kýs að nálgast þetta efni af meira látleysi í þessu tilviki að minnsta kosti. Það að hluti textans sé tekinn beint upp úr viðtölum gefur textanum ákveðna dínamík sem gerir það að verkum að maður gætir þess að vera ekki að hlaða ofan á það sem þar er að finna heldur leyfir textanum að tala sínu máli á þeim köflum.“ Samfélagsleg venja Mál af þessu tagi eru oftar en ekki hlaðin tilfinningaþunga en Bjartmar segir að þau hafi leitast við að taka ekki afstöðu í viðkomandi málum. „Við höfum markvisst reynt að gera það ekki, að minnsta kosti ekki þannig að maður sé predikandi um það hverjir séu vont fólk og hverjir ekki. Það sem við erum líka tals- vert að skoða í þessari sýningu er að oft á tíðum er um að ræða fólk sem hefur gengið inn í einhvers konar samfélagssáttmála um að þetta sé í lagi. Að ölvunarakstur sé normið. Oft snýst þetta um einstaklinga sem eru búnir að fá sér nokkra en ákveða samt að setjast undir stýri enda búnir að sjá fjölmarga gera slíkt hið sama án afleiðinga. Síðan verður allt í einu atvik sem hefur gríðarlegar afleið- ingar í för með sér og við erum líka svolítið að skoða hvernig fólk skellir skuldinni alfarið á einn geranda fremur en að horfa til hinnar við- teknu venju samfélagsins. Hluti af sökinni liggur líka þar, í þessu sam- félagslega normi. Deila gerandinn og samþykki annarra í raun sökinni í málum sem þessum? Þetta er meðal þess sem við erum að skoða en þetta eru flóknar og stórar spurningar um orsök og afleiðingu.“ líka skáldskapur Bjartmar bendir á að í sýningunni sé farin sú leið að vinna með eina sögu til grundvallar. „Við vinnum með sögu pars sem er að hittast að nýju fimm árum eftir að sér átti stað atburður sem breytti lífi þeirra. Við fáum að kynnast þeim í endurliti en þau eiga ákveðið uppgjör þegar þau hittast þarna að nýju og þar erum við að treysta á ákveðin þemu úr viðtölum en það er líka skáldskapur í bland. Þannig að þetta er ekki hundrað prósent heimildarleikhús en unnið út frá því formi engu að síður. Uppbyggingin er brotakennd en að baki henni liggur lína, þannig að þetta er svona eins og gengur og gerist í lífinu.“ 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r36 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð menning 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -3 4 A 0 1 8 E 9 -3 3 6 4 1 8 E 9 -3 2 2 8 1 8 E 9 -3 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.