Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 44
„Við keyptum Markholt í nóvem- ber vitandi að það þyrfti að gera heilmikið. Við skiptum um þak, rifum niður veggi og innrétting- ar og lögðum hita í gólfin. Þetta hefur verið stanslaus vinna en við sjáum fyrir endann á þessu,“ segir Guðfinna Birta Valgeirsdóttir en hún og kærastinn, Stefán Pálsson, standa á haus þessar vikurnar í framkvæmdum. Raunhæf markmið „Við erum langt komin með eldhús- ið og baðherbergið er að verða til- búið en við bæði stækkuðum bað- herbergið og opnuðum eldhús- ið meira. Núna er verið að vinna í þakinu að innan og leggja lokahönd á forstofuna. Stefán er smiður og pabbar okkar beggja eru þaulvan- ir og hjálpa okkur mikið. Ég er lítið í þessu sjálf, komin 32 vikur á leið. Það er ómetanlegt að geta fengið svona mikla aðstoð. Við vonumst til að geta flutt inn áður en barn- ið fæðist,“ segir Guðfinna hress og bætir við að nauðsynlegt sé að setja sér raunhæf markmið þegar ráðist er í framkvæmdir sem þessar. „Mitt helsta ráð til fólks í sömu sporum er að gera sér strax grein fyrir því að áætlaður innflutnings- dagur á aldrei eftir að standast. Við þurftum til dæmis að bíða eftir þurri helgi til að skipta um þakið og það er nánast ómögulegt á þess- um tíma árs,“ segir hún hlæjandi. „Annað ráð er svo að hafa augun opin fyrir tilboðum og kaupa ekki allt í einum rykk.“ Bloggar um framkvæmdirnar Guðfinna heldur úti blogginu Guð- finnabirtablogspot.is um fram- kvæmdirnar og segir bæjarbúa fylgjast með framkvæmdunum í Markholti. „Með blogginu langaði mig bæði til að halda utan um framfarirnar og eins er húsið þekkt í Mosfellsbæ. Það mun taka miklum breytingum og okkur finnst því gaman að Mos- fellingar geti fylgst með hvað við erum að gera. Það fylgjast marg- ir með og tala um þetta í bænum sem mér finnst skemmtilegt. Það hafa líka margir sagt mér sögur sem þeir eiga um húsið og lýst því hvernig þar var innanstokks áður. Það finnst mér dýrmætt.“ Standsetja gamalt hús í Mosó Guðfinna Birta Valgeirsdóttir og Stefán Pálsson festu kaup á gömlu húsi í Mosfellsbæ sem þau eru að breyta og bæta. Þau vonast til þess að geta flutt inn áður en þeirra fyrsta barn fæðist, eftir átta vikur og segja nauðsynlegt að setja sér rauhæf markmið. Baðherbergið fyrir breytingar. Mynd/Guðfinna Birta Guðfinna Birta Valgeirsdóttir stendur í framkvæmdum með kærastanum, Stefáni Pálssyni, en þau festu kaup á gömlu húsi í Mosfellsbæ sem taka þurfti í gegn. Mynd/VilhelM Baðherbergið var stækkað örlítið og lagt nýjum flísum. Mynd/VilhelM Staðan á eldhúsinu í dag. eldavélin komin á annan stað, nýir skápar og borðplata. Mynd/VilhelM Veggir brotnir niður inn í eldhúsið. Mynd/Guðfinna Birta flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 húSnæði oG Viðhald 31. mars 20164 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -9 7 6 0 1 8 E 9 -9 6 2 4 1 8 E 9 -9 4 E 8 1 8 E 9 -9 3 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.