Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 48
Asbest var notað sem byggingarefni
hérlendis allt til ársins 1980 en asbest
er samheiti yfir nokkrar steintegund-
ir sem allar eiga það sameiginlegt að
mynda þráðkennda kristalla. Asbest-
þræðir eru til margra hluta nytsam-
legir, til dæmis sem hljóð- eða hita-
einangrun en nú er notkun asbests til
einangrunar í húsum bönnuð á flest-
um stöðum í heiminum.
Viðhald og jafnvel niðurrif á húsum
sem voru byggð á árunum 1950-1980
verður algengara eftir því sem árin
líða og það eru einmitt hús sem byggð
voru á þessum árum sem mestar líkur
eru á að asbest hafi verið notað í. As-
best er tiltölulega meinlaust sé það
látið vera en brotnar auðveldlega
niður sé átt við það og myndar fínsall-
að ryk sem festist í lungum við inn-
öndun. Skaði kemur oft ekki fram fyrr
en áratugum síðar, sem steinlunga
eða krabbamein. Afar mikilvægt er
því að umgangast efnið rétt og fá
upplýsingar og álit sérfróðra manna
um meðhöndlun asbests.
Aflið upplýsingA um Asbestið
Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð
og samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna
og léttir þrif.
Stigahúsateppi
Mælum og gerum tilboð
án skuldbindinga og kostnaðar
Sérverslun með teppi og parket
Mikið úrval!
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Fræðslufundur um yfirborðs-
meðhöndlun utanhúss verður
haldinn 18. maí í Árbæjarsafni á
vegum Húsverndarstofu. Þar verð-
ur fræðsla í formi fyrirlestra um
málun á útveggjum, þaki, hurðum
og gluggum og eftir því hvort um
timbur, stein eða málm er að ræða.
„Þarna munu málarameistarar
og aðrir sérfræðingar sem allir búa
yfir mikilli reynslu fara yfir hvaða
efni og aðferðum er best að beita í
hverju tilfelli fyrir sig,“ segir Ólaf-
ur Ástgeirsson, sviðsstjóri bygg-
inga- og mannvirkjasviðs Iðunnar
fræðsluseturs.
Fundurinn fer fram milli klukk-
an 16 og 18 og er ætlaður bæði al-
menningi og fagmönnum. Allir
velkomnir og ókeypis inn. Að
Húsverndarstofu standa Iðan
fræðslusetur, Borgarsögusafn og
Minjastofnun Íslands.
Fræðsla
um málun húsa
Mörgum finnst vafalaust skrít-
ið að hugsa til þess í dag en mikl-
ar deilur stóðu um Grjótaþorp-
ið svokallað í miðbæ Reykjavíkur
á áttunda og níunda áratug síð-
ustu aldar. Komu þar m.a. við sögu
hagsmunaaðilar, hugsjónafólk
úr röðum húsverndunarsinna og
ýmsir þjóðþekktir einstaklingar.
Snemma á sjöunda áratug síð-
ustu aldar þótti byggðin úrelt og
illa farin. Borgarráð samþykkti
nýtt aðalskipulag árið 1962 þar
sem m.a. var gert ráð fyrir hrað-
braut þar. Nokkrum árum síðar fór
þó viðhorf borgarbúa að breyt-
ast, ekki síst með stofnun Torfu-
samtakanna árið 1973. Þrátt fyrir
breytt viðhorf var ástand flestra
húsanna mjög slæmt.
Borgaryfirvöld áttu á þessum
tíma erfitt með að komast að nið-
urstöðu um framtíð hverfisins þar
sem reynt var að koma til móts við
hagsmuni fasteignaeigenda ann-
ars vegar og húsverndunarsinna
hins vegar sem vildu varðveita
gömlu bæjarmyndina.
Í borgarstjóratíð Davíðs Odd-
sonar voru byggð tvö ný hús sitt
hvorum megin Moggahallarinn-
ar svokölluðu en byggðin hefur að
mestu fengið að standa óbreytt
síðan þá enda löngu búið að ráð-
ast í endurbætur á flestum húsum,
helluleggja götur og fjarlægja ónýt
grindverk. Grjótaþorpið er því
komið til að vera.
Heimild: husvernd.wordpress.com
Grjótaþorpið lifir
Gylfi Gylfason með bók sína um
Grjótaþorpið. MYND/DAGBLAÐIÐ VÍSIR
HúSNæÐI oG VIÐHALD
31. mars 20168
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
9
-9
7
6
0
1
8
E
9
-9
6
2
4
1
8
E
9
-9
4
E
8
1
8
E
9
-9
3
A
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K