Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 30
Hanna Margrét Arnardóttir, nemi í fatahönnun í Listaháskóla Ís- lands, segir fatahönnunarnema vera orðna meðvitaðri um um- hverfisvernd og sjálfbærni en áður. „Það hefur mikið verið talað um endurnýtingu og sjálfbærni í skólanum og það sem er að gerast í heiminum í þeim málum. Á tísku- sýningu annars árs nema í faginu sem fram fór um miðjan mánuðinn endurnýttum við flíkur úr Rauða krossinum og gáfum þeim nýtt líf. Sýningin heppnaðist vel og var ótrúlega skemmtileg,“ segir Hanna Margrét. Erfitt að vinna mEð plastið Hún gerði þrjú lúkk sem sýnd voru á sýningunni eins og aðrir nem- endur og byrjuðu þau á því að fara saman í Rauðakrossbúð til að fá hugmyndir. „Við fundum þar eitt- hvað sem okkur fannst áhugavert og unnum út frá því. Ég fann þar eitthvert plasttengt efni sem mig langaði að vinna með þannig að ég fór þaðan í Seglagerðina og fékk alls kyns afganga frá þeim þann- ig að línan mín var úr dúkaplasti eins og er notað í tjaldvagna,“ lýsir Hanna Margrét og bætir við að það hafi alls ekki verið auðvelt að sauma úr plastinu. „Ég saumaði til dæmis einn jakkann held ég sex sinnum þar til hann varð flottur.“ Í fötin notaði Hanna Margrét einnig prjónaföt úr Rauða kross- inum. „Hugmyndin var að vinna bæði með prjón og plast, mjúk efni með hörðum. Ég klippti meðal ann- ars gamla afaprjónapeysu niður í strimla, saumaði prjónið svo við gúmmíið og gerði jakka úr þessu. Svo gerði ég annan jakka úr fern- um buxum þannig að þetta var svo- lítð púsl.“ rEynsla í útlöndum Stíll Hönnu Margrétar sjálfrar skín í gegn í hönnun hennar upp að vissu marki en henni þykir gaman að sjá aðra í einhverju sem hún hefur hannað. „Og þá sérstaklega í einhverju sem mér finnst töff og hipp og kúl en ég myndi ekki endilega púlla. Sjálfri finnst mér gaman að klæða mig í flott föt en mér verður að líða vel í þeim. Stíll- inn minn fer yfirleitt eftir skapinu og dagsforminu,“ lýsir hún. Hanna Margrét hefur haft áhuga á hönnun frá því hún tók þátt í Stíl, árlegri hönnunarkeppni plast ásamt ull í aðalhlutvErki Draumur Hönnu Margrétar Arnardóttur nema í fatahönnun er að vinna við fagið í framtíðinni og vera með eigin merki. Á nýlegri tískusýningu gerði hún línu þar sem prjón og plast runnu saman í eitt. Stíll Hönnu Margrétar sjálfrar skín í gegn í hönnun hennar upp að vissu marki. „Sjálfri finnst mér gaman að klæða mig í flott föt en mér verður að líða vel í þeim. Stíllinn minn fer yfirleitt eftir skapinu og dagsforminu,“ lýsir hún. MYND/HANNA ANDRÉSDÓTTIR Fötin í línu Hönnu Margrétar voru mestmegnis úr plasti. MYND/ERNIR Hanna Margrét gerði þrjú lúkk sem sýnd voru á tískusýningu annars árs nema við LHÍ í samstarfi við Rauða krossinn á dögunum. félagsmiðstöðva, þegar hún var í grunnskóla. Eftir það lærði hún grunn í fatahönnun í FG og átti sér þann draum að komast inn í Listaháskólann. Sem hún svo gerði. „Ég komst líka inn í Margrethe- skólann í Danmörku en ákvað að vera hér og sé ekki eftir því.“ Eftir átta vikna starfsnám á vegum skólans í París í fyrra varð Hönnu Margréti ljóst að hana langar í frekara nám í faginu eða í meira starfsnám. „Í París upp- lifði ég hvernig þessi heimur er. Ég var í átta vikna starfsnámi hjá fatahönnuði þar sem ég hjálp- aði við að undirbúa tískusýningu, skar út efni, fór í sendiferðir og fékk svo að upplifa þetta af alvöru á sýningunni við að klæða módel- in baksviðs. Það er mikið stress sem fylgir þessu og mikil vinna en ótrúlega skemmtileg. Mig lang- ar að fara út og fá reynslu og sjá hvernig þetta virkar allt. Það er hundrað prósent öruggt að ég vil vinna við fatahönnun í framtíðinni og draumurinn er að vera með eitt- hvað eigið.“ Það var ekki auðvelt að sauma úr plastinu. Ég saumaði einn jakkann sex sinnum þar til hann varð flottur. Hanna Margrét Arnardóttir Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Alltaf jafn vinsælar Slim fit leggingsþröngar Háar í mittið og mikið stretch Verð 12.900 kr. 3 síddir í svörtu: 75 + 80 + 85 cm. 2 síddir í hvítu, gráu og sandbrúnu: 75 + 80 cm. 1 sídd í galladökk- bláu: 82 cm. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Síðar peysur Str. 42-56 kr. 9.800.- litir: svart, dökkblátt kr. 10.900.- einn litur Endalaust ENDALAUS GSM 1817 365.is 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r4 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -4 8 6 0 1 8 E 9 -4 7 2 4 1 8 E 9 -4 5 E 8 1 8 E 9 -4 4 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.