Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 35
Malbik
31. mars 2016
Kynningarblað Höfði | Brimborg | Malbikun KM | Hlaðbær Colas | Malbikun og völtun
Síðan á fjórða áratug síðustu
aldar hefur Malbikunarstöð-
in Höfði hf. lagt malbik á vegi
landsins af fagmennsku sem
bæði byggir á reynslu og þekk-
ingu. Verkefni fyrirtækisins eru
fjölbreytt enda er markaðssvæðið
stórt, frá Hvammstanga í norðri
og til Víkur í Mýrdal í austur-
átt að sögn Halldórs Torfasonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
„Það eru engin verkefni okkur
óviðkomandi því við sinnum þeim
öllum, bæði stórum og smáum.
Stærstu verkefnin vinnum við
fyrir Vegagerðina, Reykjavík-
urborg og stærstu sveitarfélög
landsins en auk þess sinnum við
fjölbreyttum verkefnum fyrir
fyrirtæki og einstaklinga.“
Malbikunarstöðin framleið-
ir að sögn Halldórs besta fáan-
lega malbik á markaðnum og er í
farar broddi í gatnagerð og vega-
lagningu. „Við höfum rekið okkar
eigin grjótnámu og vinnum möl
í allar gerðir malbiks. Efnið úr
grjótnámu okkar uppfyllir kröf-
ur sem gerðar eru í Evrópu varð-
andi t.d. slitþol, frostþol og styrk.
Einnig flytjum við inn steinefni
sem standast ströngustu kröfur.“
Slíkir þættir skipta mestu máli
við aðstæður eins og ríkja hér á
landi að sögn Halldórs enda er
nagladekkjaumferð hér mikil
auk þess sem sveiflur frá frosti til
þíðu eru líklega fleiri hér á landi
yfir veturinn en víðast hvar ann-
ars staðar.
Umhverfisvænar lausnir
Hann segir malbikunarstöð-
ina vera framarlega í tækniþró-
un, með það að markmiði að lág-
marka mengun. „Við vinnum að
umhverfis vænum lausnum og
því eru rannsóknir mikilvægur
þáttur í starfsemi okkar. Starfs-
fólk okkar leggur metnað í fram-
leiðslu öruggasta og endingar-
besta gatna gerðar efnis sem völ er
á. Því fylgja stöðugar rannsókn-
ir og gæðaeftirlit á margvísleg-
um malbikstegundum ásamt því
að þróa nýjar. Það má því segja að
fagmennska og góð þjónusta ráði
ríkjum í starfsemi fyrirtækisins.“
Mikið hefur verið rætt og ritað
í vetur um slæmt ástand gatna-
kerfis höfuðborgarsvæðisins.
Margir gagnrýna þar malbikið
en Halldór gefur ekki mikið fyrir
þá gagnrýni þótt hann sé sam-
mála því að ástandið sé ekki gott.
„Á höfuðborgarsvæðinu starfa
tvö malbikunarfyrirtæki, við og
Hlaðbær-Colas hf. Bæði þessi
fyrirtæki hafa verið með vottað
gæðakerfi í nokkur ár samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum (ISO 9001)
og framleiðsluvörur beggja fyrir-
tækjanna eru CE-vottaðar.“ Hann
bendir einnig á að Höfði sé með
vottað umhverfis stjórnunarkerfi
(ISO 14001) auk þess sem bæði
fyrirtækin sæti eftirliti frá al-
þjóðlega vottuðum eftirlitsaðilum.
Lágar fjárveitingar
Helstu skýringar á slæmu gatna-
kerfi megi frekar rekja til allt
of lágra fjárveitinga undanfarin
ár til viðhalds slitlaga. „Veður-
far síðustu tveggja vetra hefur
verið mjög erfitt með sífelldum
frost-þíðusveiflum með tilheyr-
andi áraun á slitlagið en þar sem
er mikil umferð er það oftast slit
byggt á fagmennsku og þekkingu
Malbikunarstöðin Höfði hf. hefur þjónað landsmönnum í áratugi með góðum árangri. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttum verkefnum víða um
land og leggur mikla áherslu á rannsóknir og umhverfisvænar lausnir og býður upp á besta fáanlega malbikið á markaðnum.
Fyrirtækið ræður yfir fimm útlagnarvélum sem notaðar eru við fjölbreytt verkefni
víða um land.
„Við vinnum að umhverfisvænum lausnum og því eru rannsóknir mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Starfsfólk okkar leggur metnað í framleiðslu öruggasta og
endingarbesta gatnagerðarefnis sem völ er á,“ segir Halldór Torfason, framkvæmdastjóri Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. MynDir/VilHElM
sem ræður endingartíma. Þá má
benda á vaxandi umferð þungra
ökutækja, t.d. aukinn akstur með
ferðamenn í rútum og stórum
fjallabílum, sem oft eru á negld-
um hjólbörðum. Veghaldarar hafa
þurft að bregðast við í fjársvelt-
inu undanfarin ár með redding-
um til skamms tíma. Þegar nýtt
slitlag er loks lagt yfir úr úrvals
hráefnum er kominn innbyggð-
ur galli í vegkroppinn sem mun
skila sér upp á yfirborðið, eins og
gerst hefur hingað til, og valda
skemmdum, því miður oftast fyrr
en síðar. Þar sem um umferðar-
litlar götur er að ræða er það
hins vegar öldrun malbiksins sem
ræður endingu og sé viðhaldi ekki
sinnt skemmast þær óhjákvæmi-
lega líka.“
allar nánari upplýsingar um Mal-
bikunarstöðina Höfða má finna á
www.malbik.is.
Efnið úr grjót-
námu okkar
uppfyllir kröfur sem
gerðar eru í Evrópu
varðandi t.d. slitþol,
frostþol og styrk. Einnig
flytjum við inn steinefni
sem standast ströngustu
kröfur. Halldór Torfason
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
9
-8
D
8
0
1
8
E
9
-8
C
4
4
1
8
E
9
-8
B
0
8
1
8
E
9
-8
9
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K