Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 50
„Við sinnum allri almennri mal- biksvinnu og holuviðgerðum á öllu frá bílastæðum og göngustíg- um til stærri gatna,“ segir Valgarð Einars son, annar eigenda Malbiks og völtunar. „Þetta eru yfirleitt smærri og meðalstór verkefni sem við tökum að okkur og við komum þangað sem okkar er þörf,“ segir hann glettinn. Malbik og völtun hefur starfað fyrir fjölmörg sveitarfélög. „Við höfum unnið mikið fyrir Mos- fellsbæ, Hafnarfjörð og Kópavog sem dæmi,“ segir Valgarð en starf- semin er að komast í fullan gang þessa dagana enda hefur veður farið skánandi. Góður tækjakostur Fyrirtækið býr yfir góðum tækja- búnaði og var til að mynda að fá af- henta tvo nýja malbiksvaltara í síð- ustu viku, annan stóran og hinn lít- inn. Fyrirtækið á einnig hefil og önnur tæki til að gera klárt fyrir malbik. Valgarð minnist líka á umhverfisvænt og skilvirkt tæki. „Þetta er gashitari sem endurnýt- ir malbikið sem er fyrir,“ segir Valgarð en tækið er keyrt yfir skemmda svæðið og hitar undir- lagið upp í 140-160°C á um það bil sjö mínútum. Ef þörf krefur er mal- biki bætt ofan í skemmdirnar og svo bræðir tækið í raun saman það malbik sem fyrir er og það sem er bætt við. Þetta gerir það að verk- um að viðgerðin er samskeyta- laus og er því mun endingarmeiri. „Þetta hentar vel þar sem eru tvö lög af malbiki og engar skemmdir í burðar lagi,“ segir Valgarð. Slæm staða á vegunum Jón Bjarni Jónsson, hinn eigandi Malbiks og völtunar, segir stöð- una á götum landsins slæma, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu. „Það er nauðsynlegt að taka til í þess- um málum en það er eins og með annað, að peningana vantar,“ segir hann og vill meina að helsti skað- valdurinn sé saltpækillinn. „Göt- urnar eru baðaðar upp úr þessum pækli allan sólarhringinn og ég tel nauðsynlegt að skipta honum út.“ Áratuga reynsla Malbik og völtun var stofnað árið 1988 og verður því 28 ára gamalt. „Það hefur verið rekið á sömu kennitölu frá upphafi,“ segir Val- garð og bendir á að innan fyrir- tækisins sé að finna margra ára- tuga reynslu í malbiksvinnu. Nánari upplýsingar má fá í síma 587 9033. Sinna allri almennri malbiksvinnu Fyrirtækið Malbik og völtun, Stórhöfða 35, hefur starfað á sömu kennitölu í 28 ár. Starfsmenn þess hafa margra áratuga reynslu af malbiksvinnu. Fyrirtækið býr yfir góðum tækjakosti og fékk nýverið afhenta tvo nýja malbiksvaltara sem koma að góðum notum í sumar. Valgarð Einarsson og Jón Bjarni Jónsson við einn af nýjum völturum fyrirtækisins. Mynd/Hanna Klæðing er sú slitlagsgerð sem mest er notuð á vegum með bundnu slitlagi á Íslandi utan stærstu þéttbýlisstaðanna. Allt frá uppgreftri innihaldsefna að út- lögn og gerð slitlagsins losna skað- legar loft tegundir út í andrúms- loftið, en bindiefnið hefur mest áhrif að sögn Illuga. „Markmið verkefnisins var að bera saman klæðingaslitlög með þrjár mis- munandi gerðir bindiefna, þjál- bik, bikþeytu og þunnbik, með til- liti til umhverfis áhrifa, kostnaðar og endingar,“ segir Illugi en það gerði hann með því að skoða kol- efnisspor klæðingargerðanna frá uppgreftri efna þar til klæðing var klár til notkunar. Hann kann- aði kostnað á fermetra við kaup og flutning hráefnanna og útlagnar- kostnað fyrir hverja gerð. „Helsta niðurstaðan var sú að klæðing með þjálbiki virðist hentugust. Þetta miðast þó við þær upplýsingar sem ég hafði að vinna úr,“ segir Illugi og setur þann fyrirvara að í þessum niður- stöðum sé ekki tekið inn í það við- hald sem þarf að sinna á yfirlögn- unum. „Endingin á yfirlögnunum getur verið mjög breytileg og enn eru ekki til neinar upplýsingar um endingu á klæðingu með bik- þeytu á Íslandi,“ segir Illugi sem mun halda áfram að velta fyrir sér vegagerð á næstunni enda hefur hann störf hjá Vegagerðinni á næstunni. Kannaði slitlag vega Illugi Þór Gunnarsson varði nýverið MS-ritgerð sína í byggingaverkfræði sem fjallar um viðhaldsaðgerðir klæðningaslitlaga og samanburð á þeim. Illugi Þór Gunnarsson kannaði slitlag vega í MS-ritgerð sinni í byggingaverkfræði. Mynd/PJEtur Saltpækillinn hefur afar slæm áhrif á göturnar. Þær eru baðaðar upp úr þessum saltpækli allan sólarhringinn og ég tel nauðsyn- legt að skipta honum út fyrir annað efni. Jón Bjarni Jónsson Kostnaður við malbiksfram- kvæmdir í Reykjavík í sumar er áætlaður 710 milljónir króna sam- kvæmt upplýsingum frá umhverf- is- og skipulagssviði borgarinnar. Vegagerðin eyðir að auki 450 millj- ónum í malbikun á stofnbrautum. Viðgerðir á illa förnum götum eftir veturinn eru þegar hafnar og hefur víða verið fyllt í holur en Reykjavíkurborg áætlar að verja um 150 milljónum króna til mal- biksviðgerða í ár. Malbiksyfirlagnir munu kosta borgina 560 milljónir. Alls gerir þetta 710 milljónir króna. Malbik er víða illa farið eftir umhleypingasaman vetur. Þá hefur umferð á höfuðborgarsvæð- inu aukist mikið auk þess sem sparað hefur verið í viðhaldi á mal- biki frá hruni. Í ár verða tæpir 13 km af mal- biki endurnýjaðir á götum borg- innar með fræsingu og malbikun. Malbikslögn yfir eldra slitlag er áætluð rúmir 4 km. Í heild verður því lagt malbik á tæpa 17 km á 65 stöðum í borginni. Meðal stórra verkefna eru: Bugða frá Kamba vaði til Búða- torgs, Suðurlandsbraut og Lauga- vegur, Norðlingabraut frá Þing- torgi að Helluvaði, Skógarsel frá Árskógum að Ölduseli, Bústaða- vegur frá Háaleitisbraut að Grens- ásvegi, Stóragerði frá Heiðargerði að Smáagerði, Fjallkonuvegur, Víkurvegur, Hofsvallagata, Fram- nesvegur, Skúlagata. Rúm 14 þúsund tonn af sjóð- andi heitu malbiki fara á göturn- ar í sumar. Stofnbrautir, sem eru um 100 km af gatnakerfi höfuðborgar- innar, eru á forræði Vegagerðar- innar. Vegagerðin áætlar að eyða 450 milljónum króna í viðgerðir og malbikun stofnbrauta borgar- innar í ár. Malbikað í borginni fyrir 710 milljónir Í ár verða tæpir 13 km af malbiki endurnýjaðir á götum borgarinnar. MalBIK Kynningarblað 31. mars 20168 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -8 3 A 0 1 8 E 9 -8 2 6 4 1 8 E 9 -8 1 2 8 1 8 E 9 -7 F E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.