Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 46
Soffía Dögg segist hafa byrjað á þessu árið 2010 þegar hún var í fæðingarorlofi. „Samstarfskonur mínar voru mjög áhugasamar um hvernig ég ætlaði að gera stráka- herbergið svo ég fór að blogga. „Mjög fljótlega fjölgaði heimsókn- um og 2012 keypti ég síðan lénið sem ég er að blogga á enn í dag, sem er www.skreytumhus.is, og setti upp Like-síðu fyrir bloggið. Svo ákvað ég að gera líka Face- book-hóp undir sama nafni, svo að þeir sem lesa síðuna geti skipst á skoðunum og deilt því sem þeir eru að gera og leitað ráðlegginga. Þar að auki er SkreytumHús-sölu- hópur og SkreytumHús-garðsíðan. Að skreyta og gera fallegt er bara svona súrefnið fyrir mig,“ útskýr- ir Soffía Dögg. Hún segir að áhuginn sé mikill. „Það er stöðugt að bætast í hóp- inn og í dag eru meðlimir tæp- lega 22.000. Í söluhópnum eru líka um 13.000 og það er frábært að sjá framhaldslífið sem mubl- ur og hlutir eru að fá þarna inni. Mér finnst líka gaman að sjá að það er alltaf að fjölga í hópi herra- manna á síðunni, en fyrst um sinn voru það aðallega konur sem sóttu hana.“ Lifandi hópur Hvað er fólk helst að spyrja um? „Úff, það er svo sannarlega farið um víðan völl. Allt frá nýjum eld- húsinnréttingum að skápalykt og allt bara milli himins og jarðar. Það er verið að biðja um ráðlegg- ingar og svo er oft bara verið að sýna eitthvað nýtt sem er verið að brasa. Þetta er ótrúlega fjöl- breytt, lifandi og skemmtilegt. Aldursbilið er mjög breitt, sumir eru að breyta heilum heimilum en aðrir bara herbergjum heima hjá foreldrum sínum. En ef ég ætti að giska á aldur „meðalpóstarans“ er hann líklega á milli 35 og 45.“ Er fólk að nýta gamalt eða spá í nýtt? „Ég myndi segja að það væri allur gangur þar á. Það eru margir að gera upp húsgögn og gera þeim til góða sem er frábært. Ég hef í þessi fimm ár verið mikið í því að endur nýta og gera gömlu til góða inni á blogginu. Mér finnst spenn- andi að „versla“ bara í geymslunni hjá sér og beita síðan spreybrús- anum eða málningarpenslinum.“ AB-mjólk á gluggana Hafa komið upp tískutrend á síð- unni? „Já, trendin koma alltaf upp. Rétt eins og í öllum góðum sauma- klúbbum, þá „mætir ein í nýju dressi“ og fleiri fylgja á eftir. Á tímabili var verið að mála rúður með AB mjólk (í stað þess að nota filmur á gluggana) og svo er mikið verið að filma húsgögn og innréttingar. En þetta er allt saman skemmtilegt, og það er alltaf þannig að ein góð hugmynd kveikir margar aðrar góðar. Fólki finnst gaman að sýna það sem það er að bardúsa og það gefur mörg- um innspýtingu í að gera eitthvað sjálft. Það eru margir sem eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvern- ig hlutirnir koma til með að líta út eftir breytingu og sjá síðan eitt- hvað sniðugt sem hvetur þá af stað.“ Hvað finnst þér það skemmti- legasta sem hefur komið upp? „Ég held að það skemmtileg- asta sé bara félagsskapurinn sem myndast í kringum þetta. Í þess- um risahópi hefur lítið sem ekkert komið upp af leiðindum eða skít- kasti. Fólk kemur vel fram sem er líka alveg nauðsynlegt, því að það er mjög persónulegt að setja inn myndir af heimili sínu og opna það fyrir „almenningi“.“ Hvað er mest spurt um? Mér finnst þetta vera mjög breytilegt. Eldhús, stofur og barnaherbergi koma fyrst upp í hugann en þó er þetta öll flóran. Hópurinn er mjög lifandi og það kemur inn fjöldinn allur af póst- um á hverjum degi, þannig að allir ættu að finna eitthvað sem þeim þykir skemmtilegt að skoða þarna.“ Vilja búa vel Finnst þér vera uppsveifla í því að fólk sé að breyta, byggja eða bæta? „Ef maður miðar bara við fjölg- un fólks innan hópsins þá held ég að það hljóti að vera. Ég held bara að flestir vilji búa vel og þá á ég við að búa þannig að þeim líði vel heima hjá sér og að heimilið sé að þjóna þeim. Það er mjög mikil- vægt að breyta til eftir breytt- um aðstæðum og sníða heimilið að þörfum fjölskyldunnar. Bæði í að breyta og bæta, og svo auðvit- að líka bara að losa út það sem er ekki lengur í notkun.“ Finnur þú fyrir aukinni neyslu- væðingu undanfarið í gegnum síð- una? „Ég er ekki viss um að það sé aukin neysluvæðing í gegnum síð- una, en við sem þjóð erum mjög fljót að segja að „allir“ eigi hitt og þetta. Auðvitað sér einhver hlut hjá næsta manni og langar að eignast eins. Það gerist þarna inni rétt eins og í raunheimum. Ég er nokkuð viss um að það er enginn að kaupa eitthvað, bara til þess að kaupa. Ég kýs að trúa því að fólk kaupi sér hlut sem heillar og það langar til að eignast. Maður heyr- ir samt alltaf gagnrýnisraddir, má nefna Omaggio-vasana og ég bara blæs á. Ef þig, mig eða bara ein- hvern langar í röndóttan vasa sem er reyndar í fullkominni stærð fyrir litla vendi (þessi 20 cm) þá sé ég bara ekki af hverju það ætti að koma illa við einhvern annan sem hefur ekki áhuga á þessum sama vasa. Ég er sjálf lítið að spá í hvaðan hluturinn er, eða „hverra manna hann er“ – en ef mér finnst eitthvað fallegt þá skiptir litlu máli hvort hluturinn kemur úr Rúmfatalagernum eða Epal. Ég veit að margir taka eflaust and- köf, en svona er þetta bara,“ segir Soffía Dögg. elin@365.is  Að skreyta hús er eins og súrefni Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur haldið úti vinsælum netsíðum undir nafninu Skreytum hús. Hún segist njóta þess að gera fallegt í kringum sig. Skreytum hús byrjaði sem bloggsíða en hefur núna undið upp á sig og 22 þúsund manns fylgja Facebook-síðunni. Soffía Dögg með börnum sínum. MYNDIR/EINKASAFN Hér má sjá á nokkrum myndum hvernig eldhússkápar fengu nýtt hlutverk.Fallegt barnaherbergi. Margir kannast við gömlu hillusamstæðurnar sem voru á mörgum heimilum á sjöunda og áttunda áratugunum. Hér hefur ein slík fengið andlitslyftingu. Af síðunni Skreytum hús. Gamall bekkur fær nýtt líf. Smekklega gert. Björg vin Björg vins son, lög gilt ur fast eigna sali Ár sal ir fast eigna miðl un 533 4200 Ár sal ir ehf fasteignamiðlun Sími: 533 4200 og 892 0667 Engja teigi 5, 105 Rvk, arsalir@arsalir.is Ágæti fasteignaeigandi ! Vegna mikillar sölu vantar okkur fasteignir á höfuðborgarsvæðinu, á söluskrá. Ef þú ert í söluhugleiðingum, endilega hafðu samband sem fyrst, í síma 5334200 eða : arsalir@arsalir.is HúSNæðI oG vIðHAlD 31. mars 20166 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 8 E 9 -9 C 5 0 1 8 E 9 -9 B 1 4 1 8 E 9 -9 9 D 8 1 8 E 9 -9 8 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.