Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 56
Í gullsmíðinni er alltaf verið að
pússa silfrið svo það verði slétt og
hreint og í raun reynt að stjórna
efninu. Við látum stjórnleysið
ráða,“ segir Ágústa Sveinsdótt-
ir vöruhönnuður en hún skipar
glænýtt hönnunarstúdíó, Alvöru,
ásamt Elísabetu Karlsdóttur fata-
hönnuði.
Ágústa og Elísabet sýndu sína
fyrstu línu á HönnunarMars,
skartgripalínuna Silfru sem bygg-
ir á óvenjulegum framleiðsluað-
ferðum.
„Silfra er fyrsta
línan okkar og sprett-
ur út frá þeirri
grunnhugmynd að
fara óhefðbundn-
ar leiðir í skart-
gripagerð. Í stað
þess að steypa silfr-
ið í mót, steypum við
það í vatni. Úr verða
alls konar náttúruleg og
hrá form í lífrænum litbrigð-
um. Enginn skartgripur í línunni
er eins,“ útskýrir Ágústa. „Lit-
brigði sem myndast í hita í silfr-
inu eru einnig venjulega pússuð af
eða hreinsuð með sýru en við leyf-
um þeim að vera. Með tímanum
dökknar silfur og litirnir breyt-
ast og við viljum sjá fegurðina í
því. Það er ekki galli heldur eykur
á fegurð hlutarins.“
Línan er væntanleg á mark-
að eftir góðar viðtökur á Hönn-
unarMarsinum. Ágústa segir
hvern grip verða einstakan
og þannig öðlist þeir meira
vægi og tilfinningalegt
gildi hjá tilvonandi eigend-
um gripanna. Það verði eins
konar fjársjóðsleit að velja
grip úr Silfru-línunni.
„Silfur er dýrt efni sem
keypt er eftir vigt. Okkur
finnst spennandi að með
þeirri aðferð að steypa í vatni
verða til alls konar molar sem
við svo búum til skartgrip
úr. Molarnir verða
auðvitað allir mis-
þungir og því þarf
að verðleggja hvern
skartgrip fyrir sig.
Sá sem kaupir getur
í raun valið sér mola
og ráðið hvort hann verður
hringur, hálsmen, eyrnalokkur
eða annað. Þetta yrði ný leið til að
kaupa sér skartgripi beint út frá
hráefninu, svolítið eins og fjár-
sjóðsleit.“
Fleira er á döfinni hjá Alvöru
og segir Ágústa þær Elísabetu
munu leggja áherslu á fatnað og
fylgihluti. Vörur Alvöru verði
allar unnar út frá eiginleikum
hráefnisins og þær muni leita uppi
nýjar leiðir til að vinna hráefnið.
StjórnlauS SilfurSmíði alvöru
Hönnuðirnir Ágústa Sveinsdóttir og Elísabet Karlsdóttir sýndu sína fyrstu skartgripalínu á nýliðnum HönnunarMars
undir merkjum Alvöru. Þær beita óhefðbundnum aðferðum við smíðina og steypa silfrið í vatni.
Ágústa Sveinsdóttir stofnaði hönn-
unarstúdíóið Alvöru ásamt Elísabetu
Karlsdóttur og frumsýndu þær sína
fyrstu skartgripalínu á HönnunarMars,
Silfru. Mynd/StEfÁn
„Í gullsmíðinni er alltaf verið að pússa
silfrið svo það verði slétt og hreint og í
raun reynt að stjórna efninu. Við látum
stjórnleysið ráða.“ Mynd/AlVArA
Silfrið er steypt í vatni svo
enginn moli verður eins.
„litbrigði sem myndast í hita í silfrinu
eru einnig venjulega pússuð af eða
hreinsuð með sýru en við leyfum þeim
að vera.“
„Þetta verða allt ólík verkefni
og við ætlum ekki að takmarka
okkur við neitt ákveðið. Okkur
finnst spennandi að horfa á efni á
nýjan hátt og nota til dæmis efni
sem eru vannýtt og fara jafnvel til
spillis.“
nánar má forvitnast um hönnunar-
stúdóið Alvöru á alvarareykjavik.is
commaIceland
EINN, TVEIR OG
KAUPHLAUPIÐ
ER HAFIÐ Þvottur getur haft áhrif á stærð fata og því þarf að taka tillit til þess
þegar þau eru keypt. Í sumum til-
fellum er því snjallt að kaupa fötin
aðeins of stór. Föt sem gott er að séu
í stærri kantinum þegar þau eru
keypt eru þessi:
Stuttermabolir. Flestir bolir
eru úr bómull og hlaupa því stund-
um í þvotti. Ef bolirnir eru keypt-
ir aðeins of stórir þarf ekki að hafa
áhyggjur af því að þeir verði of litlir
þótt þeir fari í þvott.
Skyrtur. Það sama á við hér og
um bolina. Skyrturnar minnka þó
yfirleitt minna en bolir en gall-
inn er að erfitt er að vita hvar þær
minnka, það gætu verið ermarn-
ar, kraginn eða um axlirnar og því
betra að skyrtan sé í stærra númeri.
Peysur úr ull. Ullarþræðirnir í
flíkinni þéttast oft í þvotti þannig
að gott er að hún sé vel við vöxt.
Það er líka meira kósí.
Sokkar. Sama hér, þeir eru
líka yfirleitt úr bómull sem þýðir
að þeir minnka aðeins í þvotti.
Og þar sem enginn vill vera í of
litlum sokkum og hætta á að eðli-
legt blóðflæði til tánna minnki er
betra að kaupa þá í stærra númeri
en minna.
Sumarkjólar. Það er frekar
svekkjandi þegar sæti, víði sum-
arkjóllinn sem einu sinni passaði
fullkomlega skreppur saman um
nokkra sentimetra í þvotti. Kaup-
ið hann því aðeins of stóran svo
ekki þurfi að handþvo kjólinn um
alla tíð.
Of stórt er betra
yfirleitt er betra að kaupa stuttermaboli aðeins of stóra og víða.
3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r10 F ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a
3
1
-0
3
-2
0
1
6
0
4
:2
2
F
B
0
8
8
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
9
-7
9
C
0
1
8
E
9
-7
8
8
4
1
8
E
9
-7
7
4
8
1
8
E
9
-7
6
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
3
0
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K