Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 49
MHC var stofnað árið 1987 og er hluti af alþjóðlega verktaka­ fyrirtækinu Colas AS sem hefur höfuð stöðvar í Frakklandi. Fyrir­ tækið er með aðalstöðvar við Gull­ hellu í Hafnarfirði. „Þar rekum við stærstu malbikunarstöð á Ís­ landi sem afkastar um 240 tonnum af malbiki á klukkustund,“ segir Gunnar Örn Erlingsson, sviðsstjóri hjá MHC, en jafnframt rekur fyrir­ tækið bik tanka og framleiðir bik­ þeytu á Óseyrarbraut við Hafn­ arfjarðarhöfn og rekur biktank á Akureyri. Mikill metnaður ríkir innan fyrir tækisins og árið 2008 var gæðastjórnunarkerfi þess vottað skv. kröfum ISO 9001, fyrst verk­ takafyrirtækja á Íslandi. „Öll mal­ biksframleiðsla í Hafnar firði hefur verið CE­merkt og við stefnum að vottun umhverfisstjórnarkerfis í júní.“ Áratuga reynsla MHC sinnir jafnt stórum sem smáum verkefnum. „Sem dæmi hefur fyrirtækið malbikað flest jarðgöng hér á landi og framkvæmt öll stærri verkefni á alþjóðaflug­ völlum landsins,“ segir Gunnar, enda hafi MHC yfir að ráða einvala starfsfólki með áratuga reynslu. Hann segir tækjakostinn afar góðan og hann sé í sífelldri endur­ nýjun. „Um þessar mundir er til dæmis ný útlagningarvél komin til landsins og verið að bæta við völt­ urum.“ MHC starfar um allt land og hefur þjónað landsbyggðinni með færanlegum verksmiðjum síðan 1996. „Á þessum tuttugu árum hefur verið ferðast vítt og breytt um landið og einnig hefur tilfall­ andi verkefnum á Grænlandi verið sinnt,“ lýsir Gunnar. Vinna að endurbótum Mikil umræða hefur verið í sam­ félaginu undanfarin ár um lélegt ástand vegakerfisins. Gunnar seg­ ist telja að þar megi um kenna sam­ spili viðhaldsleysis, lélegra ákvarð­ ana, erfiðs veðurfars og óvandaðra vinnubragða. Eftir hrun var mikill niður­ skurður í öllu sem tengdist verk­ takabransanum og voru malbiks­ framkvæmdir þar engin undan­ tekning. „Í stað þess að sitja með hendur í skauti á þessum árum fórum við í mikla þróunarvinnu sem miðaði að endurnýtingu og endurbótum á vöruflokkum sem fyrirtækið býður upp á,“ segir Gunnar en í samstarfi við há­ skólana á Íslandi, Colas DK í Dan­ mörku og Colas AS í Frakklandi voru gerðar tilraunir með gler­ malbik, endurunnið malbik, endur­ vinnslu í heitt malbik auk þess sem gerðar voru tilraunir með ný íblöndunarefni í bikhluta malbiks­ ins. „Þróunarstarfið á „hrunárun­ um“ hefur aukið færni okkar í að meta aðstæður og gert okkur betur í stakk búin til þess að ráðleggja og meta þarfir viðskiptavinarins,“ segir Gunnar. Góður árangur sprungufyllinga Ein af hugmyndunum úr þróunar­ vinnunni var að skoða nánar sprungufyllingarefni. „Í mörg ár hefur Hlaðbær Colas flutt inn efni til að fylla í sprungur í veg yfir­ borði, en gríðarlega mikilvægt er að loka yfirborði vega þannig að vatn komist ekki í burðarlagið, frjósi þar og þiðni á víxl,“ útskýr­ ir Gunnar en á síðastliðnu ári fjár­ festi MHC í sérútbúnu tæki til að sprauta heitu biki og sprunguvið­ gerðarefnum til að vinna bug á vandamálinu. „Það er von okkar að veghaldarar kveiki á perunni varð­ andi þessa aðferð,“ segir Gunn­ ar og bendir á að búið sé að gera tilraunir á Vesturlandsvegi með góðum árangri. Nánari upplýsingar má finna á www.colas.is Sprungufyllingar gefa góða raun Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas (MHC) að Gullhellu í Hafnarfirði rekur stærstu malbikunarstöð Íslands sem sinnir verkefnum um land allt. MHC vinnur einnig hörðum höndum að því að þróa nýjar leiðir til að auka gæði og endingu vega. Helsta nýjungin er sprungufylling. Unnið að sprunguviðgerðum á Vesturlandsvegi. Veðurfar á Íslandi reynir til hins ýtrasta á yfirborð vega. Ástæður eru einkum þessar: • Mjög tíðar hitasveiflur til skiptis í frosta- og þýðuköflum. Slíkar sveiflur eru mjög slítandi fyrir yfirborð vega, sérstaklega ef raki er mikill í undirlagi. • Yfirborð vega er oft blautt. • Mikil notkun á salti til hálkuvarna. • Mikil notkun nagladekkja. • Þungaflutningar á vanbyggðum vegum. • Frostlyftingar. Aðferðafræði: Þegar gera á við sprungur í vegum þarf að byrja á að hreinsa sprunguna vel, t.d. með því að háþrýstiblása upp úr sprungunum. Þegar búið er að hreinsa, þarf að velja sprungufyllingarefnið eftir dýpt og breidd sprungunnar ásamt tegund yfirborðsefnis. Að því loknu er efninu hellt í sprunguna með þar til gerðum áhöldum. Í sumum tilfellum er fínum sandi dreift yfir bindiefnið. Slitlags-gerð Sprungu-tegund Mælt er með: Colas tegund Undirbúningur (sjá leiðavísi) Vinnuhitastig Malbik Langar, breidd <10mm, en djúpar Colas Revneforsegling RF Yfirborð þurrt og hreint Umhverfishiti Malbik Langar, breidd<20mm, en grunnar Colas Revnemastik H2 Yfirborð þurrt og hreint 150°C Steypa / malbik Breidd <15mm, dýpt <30mm Colas Jointgrip RS-C Yfirborð þurrt og hreint, lokað með heitum salla. 185-195°C Steypa / malbik Stærri skemmdir breidd <250mm, dýpt 40mm-100mm Colas Jointgrip - IS Yfirborð þurrt og hreint, lokað með heitum salla. Tvo lög við sérlega djúpar sprungur. 185-195°C Sprungur_prent.indd 2-3 04/02/15 15:37 SPRUNGUVIÐGERÐAREFNI – lengir líftíma gatna Sprungur_prent.indd 1 04/02/15 15:37 SPRUNGUVIÐGERÐAREFNI – lengir líftíma gatna Sprungur_prent.indd 1 04/02/15 15:37 ÖRYGGISMÁL Efnin eru ekki flokkuð sem hættuleg. Nota skal viðeigandi öryggishlífar þegar heit efni eru meðhöndluð. Sjá nánar um efnin á öryggisblaði fyrir hvert efni. Gullhellu 1, 221 Hafnarfjörður Sími: 565 2030 colas@colas.is, www.colas.is Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas í síma 565 2030 og á heimasíðu okkar www.colas.is Sprungur_prent.indd 4 04/02/15 15:37 ÖRYGGISMÁL Efnin eru ekki flokkuð sem hættuleg. Nota skal viðeigandi öryggishlífar þegar heit efni eru meðhöndluð. Sjá nánar um efnin á öryggisblaði fyrir hvert efni. Gullhellu 1, 221 Hafnarfjörður Sími: 565 2030 colas@colas.is, www.colas.is Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas í síma 565 2030 og á heimasíðu okkar www.colas.is Sprungur_prent.indd 4 04/02/15 15:37 Gullhellu 1, 221 Hafnarfjörður Sími: 565 2030 colas@colas.is, www.colas.is Viðgerð á flugvelli. Kynningarblað MalbiK 31. mars 2016 7 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -8 8 9 0 1 8 E 9 -8 7 5 4 1 8 E 9 -8 6 1 8 1 8 E 9 -8 4 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.