Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 22
Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna eru meira en 60 milljónir á flótta í heim- inum í dag. Helmingurinn af þeim er börn. Vegna aukinna átaka, borg- arastyrjalda og ofbeldis í Mið-Aust- urlöndum og Afríku hefur hlutfall þeirra sem óskað hafa eftir alþjóð- legri vernd vaxið svo um munar síðustu ár og ljóst er að ekkert lát verður þar á næstu árin. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna áætlar að meira en ein milljón einstaklinga hafi komið sjóleiðina til Evrópu árið 2015. Það er dropi í hafið ef litið er á heildar- myndina. Meira en helmingurinn af þeim sem hafa komist lífs af yfir til Evrópu eru konur og börn en 30% þeirra sem drukknuðu á Mið- jarðarhafinu í fyrra voru börn. Mikil aukning hefur verið á því að ungar stúlkur og fatlaðir einstaklingar leggi á flótta og ljóst er að ástandið er grafalvarlegt. Börn á flótta eru sérstaklega við- kvæmur hópur sem mikilvægt er að hlúa að. Öryggi þeirra og grundvall- arréttindi eru ekki tryggð og börn á flótta eiga frekar á hættu að verða fórnarlömb misnotkunar, kúgunar, ofbeldis, vændis eða mansals auk þess sem þau eiga frekar á hættu að stríða við langvarandi líkamlega eða andlega erfiðleika vegna upplifunar þeirra á flótta. Evrópa stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun. Lík rekur upp á strendur Evrópu, örvæntingarfullir hælisleitendur krækja sér undir lestarvagna, gaddavírsgirðingar eru settar upp innan landamæra Evrópu, eigur flóttamanna eru teknar af þeim, fjölskyldum er gert erfitt að sameinast, ofbeldisfullar árásir eru gerðar á flóttamanna- miðstöðvar, hrækt er á börn, ráðist er á flóttamenn og aðra sem ekki eru innfæddir og getuleysi evrópskra stjórnvalda veldur áhyggjum. Mismunun virðist meginstefið Samhliða því vex þjóðernishyggja og fordómar aukast í evrópskum samfélögum, samtök og stjórnmála- flokkar sem ala á útlendingaandúð og múslimahatri eru stofnaðir og þeir sem þegar voru til stækka hratt. Reiðin beinist að ákveðnum hópum í samfélaginu og mismunun virðist vera meginstefið í áróðri þeirra sem ala á ótta og andúð í garð náungans. Á umrótstímum eins og þeim sem við stöndum frammi fyrir núna er mikilvægt að muna að íslensku samfélagi hefur ekki og mun ekki stafa ógn af innflytjendum, fjöl- menningu eða flóttamönnum sem hingað koma, sem eiga ekkert skylt við hryðjuverkamenn, nema að því leyti að þeir eru að flýja vígamenn hryðjuverkasamtaka í Sýrlandi og nágrannaríkjunum. Um er að ræða menn, konur og börn sem ekki hafa gert neinum neitt nema að hafa fæðst í Sýrlandi. Um er að ræða milljónir manna sem eru fórnarlömb stríðs sem þau eiga engan þátt í að hafa skapað. Þrátt fyrir það er búið að brennimerkja þau, láta þeim líða eins og þau séu óvelkomin og byrði fyrir þennan og hinn sem kvartar undan því að verið sé að ráðast á trú þeirra og menn- ingu með því að taka á móti flótta- mönnum, sem er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja. Það er mikilvægt að muna að við erum öll fyrst og fremst fólk, sama hvar við fæðumst, hvernig við erum á litinn eða hvað við trúum á. Við eigum öll sama rétt á mann- réttindum, réttlæti og jöfnuði. Það besta sem við getum gert núna er að hjálpast að, taka vel á móti þeim sem hingað koma og gera okkar besta til þess að tryggja að allir sem hér eru fyrir og þeir sem hingað koma verði virkir þátttakendur í samfélaginu. Þar skipta móttök- urnar mestu máli. Það er núna sem við ákveðum hvernig samfélag okkar og komandi kynslóða verður. Það samfélag sem við byggjum og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera sam- félag sem elur á þjóðernisrembingi og ótta við nágrannann heldur sam- félag sem byggist á umburðarlyndi, samstöðu og réttlæti. Hjálpumst að! Orkumálastjóri grípur þann 17. mars 2016 til andsvara við grein minni í Fréttablaðinu 3. mars og fullyrðir að ég „afflytji texta og innihald laga um Rammaáætlun þannig að það henti mínum málstað“. Sú staðreynd að deilt er um merk- ingu laga um verndar- og orku- nýtingaráætlun bendir til þess að þau hefðu mátt vera skýrari. Líklega getum við orkumálastjóri sammælst um það. Á hinn bóginn er það afleit hug- mynd að Orkustofnun geti ákveðið að skoða beri virkjanir á svæðum sem Alþingi hefur ákveðið að skuli fara í friðlýsingarferli. Málflutningur sem upphefur valdsvið Orkustofnun- ar í vinnu við rammaáætlun og sem endavendir ákvörðunum Alþings er ekki sannfærandi. Það er grundvallaregla ramma- áætlunar að svæði sem fara í verndar flokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunar- áformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýt- ingaráætlun. Þar segir að með áætl- uninni sé „mótuð stefna um hvort landsvæði þar sem er að finna virkj- unarkosti megi nýta til orkuvinnslu eða hvort ástæða sé til að friðlýsa það eða kanna frekar“. Verði ekki eftir þessum fyrirmælum laganna farið bresta forsendur ramma áætlunar. Verkefnisstjórn er ráðgjafandi nefnd sem skal byggja sínar tillögur á faglegu mati á upplýsingum. Orku- stofnun skal sjá til þess að virkjunar- tillögur uppfylli tiltekin skilyrði sem geri þær matshæfar. Þegar verkefnis- stjórn skilar af sér hefst pólitísk með- ferð á tillögum verkefnisstjórnar sem lýkur með ályktun Alþingis. Þannig skal tryggja lýðræðislega ákvörðun í kjölfar faglegrar umfjöllunar. Hefði Alþingi valið þá leið sem orkumála- stjóri lýsir eftir, skapast algjör óvissa um friðlýsingarferlin sem Alþingi hefur samþykkt. Þar með hefði lög- gjafinn stofnað til meiri vanda en hann vildi leysa. Rammaáætlun og góð lögfræði Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálf-stæðisflokks eru sett fram mark- mið í heilbrigðismálum sem hljóma ágætlega í eyrum landsbyggðarþing- manns. Þau er í stuttu máli þessi: Styrkja skal grunnþjónustu á landsbyggðinni. Landsmenn njóti aðgengis að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Íbúar landsins fái notið þeirrar grunnþjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi. En hverjar eru efndirnar? Ekki hefur enn komið ein króna til fjölda heilsugæslustöðva á lands- byggðinni vegna stórfelldra launa- hækkana lækna þar sem lausráðnir verktakar eru við störf. Staðir sem reiða sig alfarið á verktakalækna eru til dæmis Ólafsvík, Hólmavík, Grundarfjörður og Stykkishólmur. Ekki möguleiki á fastráðningu Alkunna er að ekki hefur verið möguleiki undanfarin misseri að fastráða lækna víðast hvar á lands- byggðinni þrátt fyrir ítrekaðar aug- lýsingar. Þessi vandkvæði hafa verið á Snæfellsnesi, Patreksfirði, Ísafirði, Hólmavík, víða á Austurlandi og á Suðurlandi. Til að forðast þjónustu- fall hafa stjórnendur ráðið lækna í verktöku. Þannig hefur verið unnt að halda uppi þjónustu, stundum skertri, þó að við hafi verið unað. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjón- ustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjónusta er ekki inni í launakerfinu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launa- kostnaði lækna á viðkomandi heilsugæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Segir sig sjálft að með því að taka ekki svo stórfelldar launahækkanir með í reikninginn er verið að rýra framlög til heilsugæslunnar svo nemur tugum milljóna á ári í tilviki einstaka stöðva. Engin viðbrögð frá ráðuneyti Reiknilíkanið sem notast er við í öllum öðrum meginatriðum hefur verið tekið úr sambandi þegar kemur að launarekstri heilsugæslu- stöðvanna. Nú þegar vantar um 40% í launagrunn lækna á framan- greindum stöðvum. Við þessu hefur heilbrigðisráðuneytið ekki brugðist. Svörin þar á bæ eru einfaldlega „the computer says NO“. Á meðan flæðir undan starfseminni á landsbyggð- inni og íbúar upplifa sig í stöðugri varnarbaráttu. Því er spáð að með þessu áfram- haldi verði mjög farið að draga úr læknisþjónustu á nefndum svæðum fyrir árslok 2016, árið 2017 verði óviðráðanlegt að óbreyttu. Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera? Ætlar hann að una þess- ari þróun? Var það þetta sem hann átti við þegar sett voru fram mark- miðin um að styrkja grunnþjónustu á landsbyggðinni, tryggja að lands- menn njóti aðgengis að heilbrigðis- þjónustu óháð búsetu og að íbúar landsins fái notið þeirrar grunn- þjónustu sem gera á kröfu um í þróuðu nútímasamfélagi? Computer says NO – um orð og efndir Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sætt mikilli gagnrýni fyrir að svíkja kosningaloforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald ESB-viðræðna. Þar hefur stjórnarandstaðan talað einu máli. En um hvað snýst málið? Viðræðurnar og fyrirvararnir Aðildarumsóknin 2009 var með fyrir vörum um landbúnað og sjávar útveg. Samninganefndir Íslands og ESB ræddu hvernig Ísland mundi aðlaga sig að regluverki ESB, þangað til kom að þessum fyrirvör- um. Þá stöðvuðust viðræðurnar, því ESB veitir ekki undanþágur af því tagi sem fyrirvararnir áskildu. Og íslenska nefndin hafði ekki umboð til að víkja frá þeim. Svo um hvað ætti að kjósa? ESB ræðir ekki fyrirvarana. Alþingi gæti að vísu fellt þá niður en það væri þá ígildi nýrrar umsóknar og fæli í sér eindreginn aðildarvilja. Afstaða ríkisstjórnarinnar er skýr, sem og afstaða Samfylkingarinnar. En hvað segja VG? Og hvað segja Píratar? VG segjast vera á móti aðild. Flest- ir þingmenn flokksins studdu samt umsóknina 2009, svo það er greini- lega óljóst hver stefnan er, ef þau þá hafa stefnu. Vilja þingmenn VG hætta við fyrirvarana? Krafa VG um þjóðaratkvæði hlýtur að þýða það, ef hún þá þýðir eitthvað. Hvernig líst andstæðingum ESB-aðildar á það? Á heimasíðu Pírata stendur að það sé „ekki hlutverk stjórnmála- flokka að taka afstöðu með eða á móti aðild“. Afstaða Pírata virðist aðallega snúast um málsmeðferð- ina, að lofa „upplýstri“ ákvörðun og „hlutlausum“ upplýsingum. Jæja, en vilja þeir aðild eða ekki? Flokkur sem stefnir í að ryðja til sín þingsæt- unum þarf að svara því − því hvert er hlutverk stjórnmálaflokka ef ekki þetta? Það er óábyrgt að kjósa flokk sem veit ekki hvað hann vill í einu helsta hagsmunamáli landsins. „Viðræðusinni“ Tvær skoðanir á málinu eru rök- réttar: með og móti. Það er ekki rökrétt að vilja samningaviðræður nema maður vilji aðild. Því er ótrú- legt að stór hluti landsmanna sé hvorki með né á móti, heldur segist „bara vilja viðræður“ eða „kíkja í pakkann“. Það er auðvelt að kíkja í þá 28 pakka sem þegar eru til. Þar er ekki fagurt um að litast. En ef fólk getur ekki dregið ályktanir af því, þá dugar ekki annað en aðild, og að fylgjast svo með þróuninni næstu 20-30 ár, eða þangað til ekki verður aftur snúið, því við verðum gróin föst. Þessi stórskrítna viðræðuhyggja er komin frá stjórnmálamönnum sem hafa komið sér í þá stöðu að geta stigið í hvorugan fótinn: hvorki stutt aðild beint, því það mundi afhjúpa þá sem blábera hræsnara, né barist gegn henni því þá yrði þeim sparkað úr hjónarúminu. Velja frekar orðalepp sem lætur vel í eyrum en þýðir ekkert − kannski elsta bragð stjórnmálanna. Í lýðræðislegum stjórnmálum þarf að tala skýrt. Loðin loforð eru lýðskrum og tækifærisstefna felu- staður svika og blekkinga. Hlut- verk stjórnmálafólks og -flokka er ekki að láta eins og efnisatriði ESB-umræðunnar komi sér ekki við, heldur að mynda sér ígrundaða skoðun og berjast síðan fyrir henni. Fullveldissinnar eiga nokkra val- kosti í kosningum 2017. Það eru ríkis stjórnarflokkarnir, girnilegir fyrir þá sem vilja nota fullveldið til spillingar og klíkuveldis for- réttindahópa. Hins vegar er það Alþýðufylkingin, ef fólk vill frekar nota fullveldið til vinna að jöfnuði, félagsvæðingu og félagslegu réttlæti. Þjóðaratkvæði um lýðskrum Það samfélag sem við byggj- um og skiljum eftir fyrir næstu kynslóð á ekki að vera samfélag sem elur á þjóð- ernisrembingi og ótta við nágrannann heldur samfélag sem byggist á umburðar- lyndi, samstöðu og réttlæti. Það er grundvallarregla rammaáætlunar að svæði sem fara í verndarflokk verði ekki tilefni til frekari átaka gagnvart virkjunaráformum. Þetta kemur skýrlega fram í 3 gr. laga um verndar- og orkunýtingaráætlun. Læknaverktakar eru ekki inni í launakerfi ríkisins. Þeir fá ekki greitt samkvæmt reikningi eins og hver annar seljandi/veitandi þjónustu. Forstöðumenn hafa tjáð mér að þar sem þessi læknisþjón- usta er ekki inni í launakerf- inu hafi ekki verið gert ráð fyrir neinum launakostnaði lækna á viðkomandi heilsu- gæslustöðvum vegna 30-40% launahækkana lækna á liðnu ári. Hlutverk stjórnmálafólks og -flokka er ekki að láta eins og efnisatriði ESB-umræðunnar komi sér ekki við, heldur að mynda sér ígrundaða skoðun og berjast síðan fyrir henni. Sema Erla Serdar formaður framkvæmda­ stjórnar Sam­ fylkingarinnar og frambjóðandi til varaformanns Samfylkingar­ innar. Vésteinn Valgarðsson varaformaður Alþýðu­ fylkingarinnar Tryggvi Felixson vann við 1. áfanga rammaáætlunar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður, situr í velferðarnefnd Alþingis 3 1 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 3 1 -0 3 -2 0 1 6 0 4 :2 2 F B 0 8 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E 9 -6 1 1 0 1 8 E 9 -5 F D 4 1 8 E 9 -5 E 9 8 1 8 E 9 -5 D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 8 8 s _ 3 0 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.