Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 2
2 Fréttir Vikublað 7.–9. október 2014
Ríkisstarfs
mönnum hefur
fækkað
Störfum hjá ríkinu hefur fækkað
um 10,6 prósent frá 2008. Ef litið
er aftur til aldamóta má sjá að
starfsmönnum ríkisins hefur fjölg-
að um 5,6% frá árinu 2000 á með-
an fjöldi starfandi á vinnumark-
aðnum öllum hefur aukist um 11,8
prósent. Tölurnar eru byggðar á
upplýsingum frá Hagstofunni og
fjármálaráðuneytinu og er vísað
til þeirra í tilkynningu sem BSRB
sendi frá sér.
„Þessar upplýsingar stangast
á við fullyrðingar Viðskiptaráðs
sem nýverið efndi til fundar um
stöðu og horfur í ríkisfjármálum.
Þar kom fram að ríkisstarfsmönn-
um hefði fjölgað um 29 prósent frá
aldamótum. Einnig var tekið fram
að aðhaldsaðgerðir síðustu ára
hafi ekki fækkað starfsmönnum
ríkisins frá 2008 til 2014 um nema
3 prósent. Þessar fullyrðingar eru
rangar,“ segir BSRB í tilkynningu
sinni.
Þar segir að ef fækkun starfs-
manna ríkisins frá því í kringum
efnahagshrunið er skoðuð megi
sjá að þeim hefur fækkað til muna.
Þannig hafi stöðugildi hjá ríkinu
árið 2008 verið 18.500 en árið
2014 voru þau orðin 16.600. Það er
fækkun um 1.900 stöðugildi, eða
um 10,6 prósent.
Þegar litið sé aftur til aldamóta
sjáist að meðalfjöldi stöðugilda
hjá ríkinu árið 2000 var 15.700
samkvæmt upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu. Árið 2014 voru
stöðugildin orðin 16.600 sem gerir
um 5,6% fjölgun frá aldamótum.
Á sama tímabili hefur fjöldi starf-
andi á vinnumarkaði öllum aukist
um 11,8 prósent og fólksfjölgun í
landinu hefur verið 16,7 prósent.
„Fullyrðingar um gríðarlega
fjölgun ríkisstarfsmanna frá alda-
mótum og að aðhaldsaðgerðir
ríkisins frá efnahagshruni hafi
lítil áhrif haft á fjölda ríkisstarfs-
manna eru því með öllu ósann-
ar. Staðreyndir málsins eru að
ríkisstarfsmönnum hefur fækk-
að til muna á síðustu sex árum
samhliða miklum niðurskurði á
þeirri þjónustu sem ríkið kýs að
veita íbúum landsins. Það er skýr
krafa BSRB að umræða um hag-
ræðingu í rekstri ríkisins og skyn-
sama ráðstöfun á fjármunum verði
að byggja á staðreyndum en ekki
fullyrðingum byggðum á rangfær-
slum, sem virðast vera settar fram
í þeim tilgangi að réttlæta frekari
niðurskurð,“ segir BSRB að lokum.
B
arnaníðingur er ekki bara
barnaníðingur, það er al-
veg klárt mál,“ svarar Þrá-
inn Farestveit, fram-
kvæmdastjóri Verndar, í
samtali við DV spurður um hvort
hætt hafi verið við það viðmið að
engir barnaníðingar væru vistað-
ir á Vernd. Samkvæmt heimildum
DV er maður sem í júlí í fyrra var
dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyr-
ir kynferðisbrot gegn barni kom-
inn í vist á Vernd. Í viðtali við DV
fyrir ári sagði Þráinn að ákveðið
hafi verið að menn með brot gegn
börnum á bakinu fengju ekki að
vistun á Vernd. „Ég fór sjálfur um
hverfið og ræddi við nágrannana,
í kjölfarið var ákveðið að menn
með slíka dóma fái ekki að vist-
ast á Vernd,“ sagði Þráinn þá, en
mikið umtal var um vistun níð-
inga á Vernd árið 2007 í kjölfar í
umfjöllunar fréttaþáttarins Komp-
áss. Þráinn segist ekki geta staðfest
né neitað að umræddur maður sé
nú vistaður á Vernd en segir þó
að ekki sé hægt að líta á manninn
sem barnaníðing.
Ungir menn ekki endilega
barnaníðingar
„Það eru bara sérstakar reglur um
það hvernig menn eru valdir inn á
Vernd. Skilgreiningin er sú að það
er gert sérstakt mat til að sjá hvern-
ig staðan er á mönnum og þannig
eru þeir samþykktir inn í úrræðið.
Þeir sem hafa brotið gegn börn-
um, þeir uppfylla ekki þau skil-
yrði, í flestum tilvikum,“ segir Þrá-
inn. Hann bendir á að ungir menn
geti brotið gegn örlítið yngri stúlk-
um og það teljist til kynferðisbrots
gegn barni. Hann segir að slíkir
menn þurfi þó ekki að vera barn-
aníðingar. „Ungir menn sem eru
með stúlkum sem eru undir lög-
aldri, þessum aldri sem telst til af-
marka, þeir geta verið á þeim aldri
að það telst ekki til þeirra mála að
þeir séu skilgreindir pedófílar,“
segir hann.
Braut gegn dóttur vinar síns
Maðurinn sem nú er í vist á Vernd
var 43 ára árið 2012 þegar hann
braut gegn 15 ára stúlku. Í dómi
gegn honum frá árinu 2013 kemur
fram að stúlkan var dóttir vinar og
meðleigjenda hans. Hún hafi gist
í sameiginlegu eldhúsi er maður-
inn kom drukkinn heim snemma
um morgun. „Hún vaknar aftur við
það að hann er að taka af henni
sængina, hún snýr sér við og sér
þá að hann er runka sér yfir henni.
Hún segir við hann „gaur, láttu mig
í friði“ – hann spyr þá hvort hann
megi fá það hjá henni, hún verð-
ur eitthvað vandræðaleg og svarar
honum ekki, hann fer þá fram og
læsir hurðinni, hann heldur áfram
að runka sér fyrir framan hana og
segir henni að horfa á, rífur í hárið
á henni svo hún horfi. Hann biður
hana að snerta á sér punginn á
meðan hann runki sér,“ segir með-
al annars í dómnum. Samkvæmt
dómi hélt maðurinn áfram og
meðal annars bar kynfæri sín upp
að andliti stúlkunnar og þuklaði á
henni.
Ekki talið nauðgun
Maðurinn var ákærður fyrir
nauðgun og brot gegn barna-
verndarlögum. Dómarar töldu
hins vegar að hann hafði ekki haft
„samræði né önnur kynferðis-
mök“ við stúlkuna og taldist brot
hans því ekki nauðgun. Hann var
því aðeins dæmdur fyrir kynferð-
islega áreitni, brot gegn barna-
verndarlögum og að særa blygð-
unarkennd stúlkunnar og skýrir
það ef til vill að hann fékk aðeins
tólf mánaða dóm. Má leiða líkur að
því að þetta sé ástæðan fyrir því að
maðurinn fái nú að vera í vist hjá
Vernd.
Brot gegn fimmtán
ára stúlku ekki barnaníð
„Það er alveg klárt að hún er á
þeim aldri þar sem lögræðisald-
ur er um að ræða, hún er fimmtán
ára,“ segir Þráinn er blaðamaður
leggur fyrir hann dóm mannsins.
Hann segir svona mál sjaldnast
einföld. Spurður um hvernig regl-
um um vist barnaníðinga á Vernd
sé háttað segir Þráinn viðkomandi
aðila fara í greiningu. „Þetta byrjar
út af því að það eru menn í sam-
félaginu sem eru hættulegir, svo-
kallaðir pedófílar, hættulegir um-
hverfi sínu og börnum því þeir eru
haldnir barnagirnd og geta ekki
breytt þeirri hegðun. Það eru þeir
menn sem eru settir innan þeirra
marka. Fyrst og fremst ef þú ert á
benda á einhvern mann sem er
inni hjá mér fyrir að brjóta gegn
fimmtán ára stelpu þá er hann ekki
barnaníðingur. Bara svo það sé al-
veg á hreinu. Barnaníðingur eins
og það er kallað er maður sem hef-
ur síendurtekið brotið gegn börn-
um, það er undir lögræðisaldri,“
svarar Þráinn spurður um hvort
þá megi ekki lesa á milli línanna
að maðurinn teljist ekki barnaníð-
ingur samkvæmt greiningu. Hann
segist þó ekki vera sérfræðingur í
að meta barnagirnd.
Ein undantekning
Þráinn segir það skýrar línur að
ekki sé tekið við mönnum á Vernd
sem hafa brotið gegn börnum sem
séu undir lögræðisaldri. „Það er
þannig í flestum tilvikum. Ég var
að benda á mál þar sem stúlka
eða drengur undir lögræðisaldri
hefur verið með dreng sem er á
þessum mörkum að vera á slík-
um aldri sjálfur, nema hærra. Það
er undantekningin hjá okkur. Við
höfum bara sjálf sett þetta í sam-
band við það hvernig fólk kem-
ur inn á Vernd. Þetta er sett upp
svona. Svo eru þarna mörk sem
eru bara rædd í húsinu og farið í
gegnum það hvaða mat sé lagt á
menn,“ segir Þráinn. n
„Barnaníðingur er ekki
bara barnaníðingur“
n Maður í vist á Vernd var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Fyrst og fremst ef þú ert á benda
á einhvern mann sem er
inni hjá mér fyrir að brjóta
gegn fimmtán ára stelpu
þá er hann ekki barnaníð-
ingur.
Barnaníð? Þráinn segist
ekki geta staðfest né neitað að
umræddur maður sé nú vistaður
á Vernd en segir þó að ekki sé
hægt að túlka manninn sem
barnaníðing.
Framkvæmdastjóri Verndar Þráinn
segir það skýrar línur að barnaníðingar fái
ekki vist á Vernd. Nú er maður með dóm
vegna kynferðisbrots gegn barni í vist á
Vernd. Mynd tHorri