Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 7.–9. október 201424 Neytendur Þ að sýnir sárgrætilega hvað vantar samkeppni á þennan markað. Það er mjög erfitt fyrir neytendur að sniðganga nema þá að hætta alveg að kaupa mjólkurvörur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for­ maður Neytendasamtakanna, um stöðu Mjólkursamsölunnar (MS) en samtökin telja ekki ólíklegt að neytendur grípi til þess ráðs að sniðganga vörur fyrirtækisins í ljósi umræðunnar í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins á dögunum. Þó það sé ekki ómögulegt, þá gæti það reynst þrautin þyngri, ætli fólk að neyta mjólkurvöru yfirhöfuð. Aðför að neytendum Samkeppniseftirlitið sektaði sem kunnugt er MS um 370 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum með því að hafa misnotað markaðs­ ráðandi stöðu sína á markaði. Komst eftirlitið að þeirri niðurstöðu að MS hafi beitt smærri keppinauta mis­ munun með því að selja þeim hrá­ mjólk á 17% hærra verði en fyrir­ tæki sem tengd eru MS greiddu og þar með haft hamlandi áhrif á samkeppni á markaði. Á þingi Neyt­ endasamtakanna um síðustu helgi var samþykkt ályktun þar sem brot MS voru fordæmd sem „aðför að neytendum“ auk þess sem líkur voru leiddar að því að neytendur myndu sniðganga vörur fyrirtækisins í fram­ haldinu. Jóhannes leggur þó áherslu á að það sé hvers og eins neytanda að ákveða slíkar aðgerðir. Hann segir að það geti þó reynst afar erfitt, enda MS með 95% markaðarins og markaðs­ ráðandi staða fyrirtækisins á flestum sviðum mjólkurvöru líkust einokun. Neytendur greiða tvöfalt Þeir sem talað hafa fyrir sniðgöngu­ aðgerðum, meðal annars á netinu, benda á að þeir hafi ekki áhuga á að eiga viðskipti við MS og þar með í raun greiða 370 milljóna króna sekt­ ina úr eigin vasa. Jóhannes bendir á að neytendur geti endað með því að greiða tvöfalt fyrir brot MS. „Við höldum því fram að fyrir­ tæki reyni alltaf að koma öllum kostnaðarauka út í verðlagið. Þau eiga að sjálfsögðu misauðvelt með það, sum eru í harðri samkeppni en önnur, eins og Mjólkursamsalan sem er með nánast einokun, eiga auðveldara með að koma þessu út í verðlagið. Það má segja sem megin­ reglu að fyrirtæki leitast alltaf við að koma kostnaðarauka, jafnvel sekt­ um vegna samkeppnislagabrota, út í verðlagið og þá má segja að neyt­ endur séu búnir að borga tvöfalt. Fyrst fyrir tjónið sem brot viðkom­ andi fyrirtækis veldur neytendum og síðan þegar þeir eru farnir að borga líka sektina. Þá eru það neyt­ endur en ekki þeir sem frömdu brotið sem eru farnir að borga sekt­ ina og er eitthvað réttlæti í þessu?“ spyr Jóhannes. Fólkið á bak við brotin Komin er heimild í samkeppnis­ lögum sem til þess er fallin að láta þá aðila sem taka ákvörðunina um lögbrotið sæta ábyrgð. „Það er ekki fyrirtækið sjálft sem tekur ákvörðun um að brjóta lög, það eru einstak­ lingar innan fyrirtækisins. Við köll­ um eftir því vegna þess að við erum sannfærð um að það hafi miklu meiri fælingarmátt en að leggja sektir á fyrirtæki sem geta síðan velt fylgjandi kostnaði út í verðlagið,“ segir Jóhannes. En eru líkur á því núverandi kerfi verði breytt í kjölfar úrskurðar Samkeppniseftirlitsins? Jóhannes kveðst ekki eiga von á öðru en að hann verði til þess að felld verði út úr búvörulögum þau undanþágu­ ákvæði sem mjólkuriðnaðurinn býr við samkvæmt samkeppnislög­ um. Neytendasamtökin gera síðan þá kröfu að samkeppni á þessum markaði verði aukin og nefnir Jó­ hannes tvær leiðir til þess. „Að brjóta upp fyrirtæki eða eins og í þessu tilviki þar sem markaður er verndaður fyrir innflutningi með háum tollum og kvótum, að heim­ ila innflutning á lágum tollum eða jafnvel engum. Það er beint hags­ munamál neytenda að það sé virk samkeppni á helst öllum mörkuð­ um. Og við líðum svo mikið fyrir smæð markaðarins hérna að það væri veruleg búbót fyrir neytendur að fá aukinn innflutning. Síðan er það neytandans að velja.“ Þess ber að geta að Einar Sigurðsson, for­ Erfitt að sniðganga mjólkurrisann n Hvað annað er í boði? n MS teiknar upp kælana í verslunum n Keppinautar segjast mæta afgangi n Neytendasamtökin búast við að vörur MS verði sniðgengnar Biobú Lífrænu mjólkurvörurnar fá mesta plássið í hillunni í þessu tiltekna dæmi þar sem hægt er að fá jógúrtvörurnar og skyrið frá Biobú. En ef neytandi vill skipta úr MS í Biobú þá mun það kosta aðeins meira. DV bar saman verð á jarðarberjajógúrt, Biobú-dósin kostaði 114 krónur en Léttjógúrt MS 103 krónur. Lífrænar sérvörur kosta vanalega aðeins meira svo þessi verðmunur er kannski ekki mjög íþyngjandi. Algjörir yfirburðir Hér gefur að líta mjólkurkælinn í verslun Krónunnar á Granda. Eins og sjá má hefur MS tögl og hagldir í hillunum, vöruúrval fyrirtækisins mikið og flestar vörur þeirra að finna í hillum verslana. Hins vegar fá litlu keppinautarn- ir úthlutað ansi litlu plássi til samanburðar og ekki allar vörutegundir þeirra fáanlegar. Þessi mynd er aðeins til glöggvunar en gefur vísbendingu um þá yfirburði sem vörur MS hafa í kælum verslana. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Hvað er Spaceman? Notað til að hafa áhrif á „kauphegðun viðskiptavina“ Á vef MS er fjallað um starf verslunarráðgjafa sem heldur utan um teikningar sem unnar eru í Spaceman-for- ritinu. Er forritið sagt notað til að greina vöruval út frá sölusögu, framlegð, rýrnun og endur- sendingu. Forritið hefur verið notað í rúman áratug hjá MS og þar kemur fram að til eru „teikningar af öllum helstu verslunum á landinu.“ Um uppröðun á vöru eftir þessum teikningum segir að vörunum sé raðað upp með „markaðsfræðilegri hugsun“ og að með Spaceman sé „hægt að hafa áhrif á kauphegðun viðskiptavina.“ Miðað við að þessu öfluga verkfæri sé beitt af fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu er kannski ekki skrýtið að keppi- nautarnir séu óhressir. Kú Sérhæfir sig í framleiðslu á hvers kyns ostum á borð við Ljúfling, Öðling, Bitling og Fiðring auk þess sem fleiri afurðir eru væntan- legar eins og fetaostur og salatostar. Arna Sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurafurðum fyrir þá sem finna fyrir óþægindum við neyslu á hefðbundnum mjólkurafurðum. Arna býður upp á nettmjólk, ab-mjólk, ab-jógúrt (jarðarberja, karamellu og peru), ab-skyr (bláberja, jarðarberja og vanillu), rjóma og matarrjóma. Biobú Sérhæfir sig í vinnslu á lífrænum mjólkur- afurðum og framleiðir sex tegundir af jógúrt (hreina, jarðarberja, múslí, mangó, kaffi og kókos). En einnig gríska jógúrt, ab-jógúrt, skyr, skyrdrykk, smjör, rjóma (sem seldur er í völdum búðum) og ís í þremur tegundum (jarðarberja, mangó og skógarberjaís). „Þeir taka besta plássið fyrir sig og við erum teiknaðir upp úti í horni og erum að fá lakara pláss. Búist við sniðgöngu Jóhannes Gunnars- son, formaður Neytendasamtakanna, segir að þar á bæ búist menn við því að neytendur muni reyna að sniðganga vörur MS. Fá lakara pláss í kælinum Ólafur segir MS teikna upp mjólkurkæla verslana með sérstöku forriti og það sé sífelld barátta fyrir minni keppinauta að komast þar að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.