Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 7.–9. október 201414 Fréttir Viðskipti
Telja Norðmenn henda 65 milljörðum
Á
ætlað er að Norðmenn hendi
allt að 300.000 tonnum af
aukaafurðum botnfisks í sjó-
inn á ári hverju. Þetta kom
fram hjá ráðgjafarfyrirtækinu Inaq
á ráðstefnu í tengslum við Sjávar-
útvegssýninguna. Það er sjávarút-
vegsfréttaveitan Undercurrent News
sem fjallar um málið en blaðamaður
á hennar vegum var staddur á ráð-
stefnunni.
Samkvæmt greiningu Erlu Óskar
Pétursdóttur, framkvæmdastjóra
Codland, sem sérhæfir sig í fullnýt-
ingu þorsks, má ætla að Norðmenn
séu að henda í sjóinn hráefni að
verðmæti 540 milljónum dala eða
um 65 milljarða króna. Samkvæmt
greiningu hennar má gera ráð fyrir
að hægt sé að auka verðmæti fimm
kílóa fisks um um það bil 1.100
krónur með fullnýtingu. Af þeim
aukafurðum sem fara í sjóinn eru
það helst hausar og lifur en einnig
slóg og annar fiskúrgangur.
Samvkæmt greiningu Inaq sem
unnin er út frá gögnum Kontali
Analyse-rannsóknarstofnuninni
Sintef var árið 2013 hent um 100.000
tonnum af þrosk- og ýsuhausum, um
30.000 tonnum af lifur og um 50.000
tonnum af öðru slógi.
Í greiningunni kom fram að að-
eins um 35 prósent af aukaafurðum
botnfisks sé nýtt í Noregi. Þetta er
ólíkt laxeldi Norðmanna þar sem
allt nema blóðið eða um 90 prósent
eru nýtt og 100 prósent af veidd-
um uppsjávarfiski. Af þeim auka-
afurðum botnfisks sem eru nýttar
fer stærstur hluti eða um 40 prósent
í fóður en hægt er að skapa töluvert
meiri verðmæti með annarri fram-
leiðslu. Það þykir sérstaklega skrítið
að um 30.000 tonnum af lifur sé hent
á hverju ári í Noregi þar sem verð á
lýsi er hátt og eftirspurn mikil.
Þá telur Erla Ósk að hægt sé að
auka virði aukaafurða fimm kílóa
þorsks um töluvert meira. Eða úr
1.100 krónum í 1.800 krónur. n
asgeir@dv.is
Henda 300 þúsund tonnum í sjóinn ár hvert
Mikils virði Þorskurinn er gríðarlega verðmæt tegund sem og annar bolfiskur.
Verðmætari
karfi
Matís hefur ásamt HB Granda
unnið síðustu misseri að rann-
sóknum á karfa með það að mark-
miði að auka verðmæti afurða.
Þetta kemur fram í frétt á vef Matís
en útflutningur á ferskum karfa-
flökum hefur nær eingöngu farið
fram með flugi þar sem ekki hef-
ur tekist að tryggja nægilega langt
geymsluþol til að nýta aðrar flutn-
ingaleiðir eins og skipaflutning.
Líkt og í rannsóknum sem þess-
um sem hafa verið unnar á öðr-
um tegundum er það meðferð afla
og þá sérstaklega kæling sem þarf
að bæta. Samkvæmt niðurstöðu
Matís og HB Granda má ná fram
meira geymsluþoli með bættri
meðhöndlun um borð, bættri kæl-
ingu um borð og við vinnslu, ofur-
kælingu við geymslu og notkun á
loftskiptum pakkningum.
Útflutningur ferskra fiskafurða
frá Íslandi hefur margfaldast
undanfarin ár. Þorskur er þar al-
gengastur en einnig hefur verið
að aukast útflutningur annarra
tegunda svo sem karfa, ufsa,
steinbíts, lax, bleikju svo dæmi
séu nefnd.
Starfa áfram
þrátt fyrir ákæru
Bæði Margréti Guðmundsdóttur,
forstjóra Icepharma og stjórnar-
formanni N1, og Rannveigu Rist,
forstjóra Alcan á Íslandi, býðst
að starfa áfram þrátt fyrir að hafa
verið ákærðar af sérstökum sak-
sóknara vegna meintra umboðs-
svika. Frá þessu er greint á frétta-
vef RÚV. Margrét og Rannveig
eru á meðal fjögurra aðila sem
ákærðir eru fyrir meint umboðs-
svik sem tengjast tveggja millj-
arða lánveitingu SPRON til Exista
árið 2008 nokkrum dögum fyrir
hrun. Þær Margrét og Rann-
veig sátu í stjórn SPRON á þeim
tíma. Tveir aðrir stjórnarmenn
eru einnig ákærðir, þeir Jóhann
Ásgeir Baldurs og Ari Bergmann
Einarsson. Guðmundur Örn
Hauksson, fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri SPRON, er einnig ákærður.
Má vera
fabrikka
Áfrýjunarnefnd neytendamála
hefur fellt úr gildi ákvörðun
Neytendastofu frá því í sumar
þess efnis að banna eigendum
að nefna veitingastað sinn
Pizzafabrikkan og nota lénið
pizzafabrikkan.is. Það var mat
Neytendastofu að hætta væri
á ruglingi milli þess og vöru-
merkisins Fabrikkan sem er í
eigu Nautafélagsins, rekstrarfé-
lags Hamborgarafabrikkunnar.
Var litið svo á að notkun á
nafninu Pizzafabrikkan væri
til þess fallin að gefa villandi
upplýsingar um eignarrétt og
ábyrgð atvinurekanda auk þess
sem fyrir lá að Einkaleyfisstofa
hafði hafnað skráningu á orð-
merkinu Pizzafabrikkan vegna
ruglingshættu við vörumerki
Nautafélagsins.
Í úrskurði áfrýjunarnefnd-
ar segir að hún telji vörumerk-
in ekki það lík að hætta sé á
ruglingi auk þess sem þau
starfa ekki á sama markaði.
Ábyrgð geirs Á
35 milljarða tapi
O
pinberun á símtali Geirs
H. Haarde, þáverandi for-
sætisráðherra, og Davíðs
Oddssonar, þáverandi
seðlabankastjóra, um
500 milljóna evra lánið til Kaup-
þings þann 6. október október 2008
strandar á því að Geir hefur ekki
gefið leyfi fyrir því að samtalið verði
gert opinbert, líkt og komið hefur
fram. Vefmiðillinn Kjarninn greindi
frá því í síðustu viku að tap ríkis-
sjóðs vegna Kaupþingslánins næmi
35 milljörðum króna. Í símtalinu
ræddu þeir Geir og Davíð um lánið
sem síðar var veitt en Kaupþing var
sá síðasti af stóru viðskiptabönk-
unum þremur til að falla þarna
um haustið. Þremur dögum eft-
ir að lánið var veitt var bankinn
yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu og
hefur hann verið í slitaferli æ síðan.
Davíð gerði lítið úr símtalinu
Fréttin um tap íslenska ríkis-
ins, og þar með skattgreiðenda, af
Kaupþingsláninu eykur eðlilega á
forvitni margra um þær forsendur
sem lánið var veitt á. Ekki er víst að
nokkuð bitastætt eða afhjúpandi
komi fram í samtali Davíðs og Geirs
um þessar forsendur en það breyt-
ir því ekki forvitni margra er mikil.
Davíð hefur sjálfur gert lítið úr sím-
talinu í ritstjórnargrein í Morgun-
blaðinu. Orðrétt sagði hann í
Reykjavíkurbréfi í mars í fyrra að
símtalið hefði aðeins haft einn til-
gang: „Það staðfesti að lánið var
veitt með samþykki oddvita ríkis-
stjórnarinnar, efnahagsráðherrans,
þess sem bankinn féll stjórnarfars-
lega undir. Um það hefur enginn
efast.“ Orð Davíðs má skilja sem svo
að Seðlabankinn hafi orðið að bera
lánið undir Geir til staðfestingar,
eða synjunar, þar sem hann var for-
sætisráðherra. Geir hefði því get-
að stöðvað lánveitinguna ef hann
hefði verið mótfallinn henni. Báðir
hafa þeir Davíð og Geir án nokkurs
vafa rætt lánveitinguna í góðri trú
með það fyrir augum að reyna að
bjarga stærsta íslenska viðskipta-
bankanum frá falli. Lánið nægði þó
hvergi nærri til þess líkt og fljótlega
kom í ljós. Hvorki Davíð né Geir
hafa sjálfsagt gert sér grein fyrir
því – ekki frekar en nánast allir Ís-
lendingar – hversu veikum fótum
íslensku bankarnir stóðu þó að
það kunni að hljóma einkennilega
í ljósi upplýsinga um stöðu þeirra
sem síðar hafa komið fram. Davíð
var enginn aðdáandi Kaupþings,
líkt og margoft hefur komið fram
opinberlega, og hefði sjálfsagt ekki
lagt lykkju á leið sína til að ganga
erinda bankans gegn betri vitund.
Geir vissi ekki af upptöku
Líkt og DV greindi frá í mars í fyrra
vissi Geir H. Haarde ekki af því að
símtalið um lánið á milli hans og
Davíðs væri hljóðritað. Því var um
ólöglega upptöku að ræða þar sem
Geir var ekki kunnugt um upptök-
una. Í Seðlabankanum geta starfs-
mennirnir valið að nota síma sem
tengdir eru við upptökutæki og
eiga þeir að gera slíkt þegar um er
að ræða samræður um viðskipti
bankans. Svo geta þeir einnig val-
ið síma sem ekki eru tengdir við
slík upptökutæki ef samtölin eru
þess eðlis að þau snúast ekki um
viðskipti bankans. Davíð hringdi í
Geir úr síma sem tengdur var við
upptökutæki en lét hann hins vegar
ekki vita af því að símtalið væri
hljóðritað. Davíð vissi því að sím-
talið væri hljóðritað en Geir ekki.
Hvort Davíð gerði þetta viljandi eða
ekki – að velja síma þar sem sam-
talið var hljóðritað og segja Geir
ekki frá því – liggur ekki fyrir. Hins
vegar má ætla að mikilvægt hafi
talist að formleg staðfesting frá
forsætisráðherra lægi fyrir á láni
sem hljóðaði upp á svo háa fjár-
hæð. Geir hefur hingað til ekki vilj-
að gera símtalið opinbert og er það
hans réttur þar sem hann vissi ekki
af upptökunni.
Borið undir Geir og Davíð
DV sendi Geir H. Haarde tölvupóst
og spurði hann að því hvort fréttir
um 35 milljarða króna tap skatt-
greiðenda á láninu hefðu breytt
skoðun hans á því hvort hann
ætlaði sér að samþykkja opinberun
samtalsins. DV hafði ekki fengið
svar við spurningunni þegar blaðið
fór í prentun. DV sendi Davíð Odds-
syni einnig tölvupóst og spurði
hvort hann hefði viljandi eða óvilj-
andi notað síma sem tengdur var
við upptökutæki þegar hann talaði
við Geir. Þá bað DV um skoðun
Davíðs á mikilvægi símtalsins. Ef
frásögn Davíðs af samtalinu er rétt
þá snerist símtalið eingöngu um
þetta: Að Geir samþykkti að lán-
ið yrði veitt. Miðað við þetta þá var
samtalið hins vegar líka mikilvægt
í þeim skilningi að Geir þurfti að
veita samþykki sitt sem forsætisráð-
herra. Í því ljósi þá má segja að Geir
og ríkisstjórn hans beri sannarlega
pólitíska ábyrgð á lánveitingunni og
þá einnig því tapi sem af henni hef-
ur hlotist. En lái honum hver sem
vill fyrir að samþykkja það. Hversu
mikil sú pólitíska ábyrgð er mun
hins vegar væntanlega ekki liggja
fyrir ef inntak símtalsins liggur ekki
fyrir: Samþykkti Geir lánið með
semingi eða heils hugar? Var Geir
jafnvel meira áfram um að lánið
yrði veitt en Davíð? Eða þurfti Davíð
kannski að sannfæra Geir um hugs-
anlegt mikilvægi lánsins? Margar
slíkar spurningar koma upp en eðli-
lega er fátt um svör meðan símtalið
er ekki opinbert. n
„Það stað-
festi að lánið
var veitt með sam-
þykki oddvita ríkis-
stjórnarinnar
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Símtal Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde hefur enn ekki verið gert opinbert
35 milljarða tap liggur fyrir
Geir Haarde þurfti að samþykkja lánið frá
Seðlabankanum til Kaupþings en nú liggur
fyrir að tap ríkisins vegna þess er 35 milljarð-
ar króna. Hann sést hér á blaðamannafund-
inum í Iðnó í byrjun október 2008 þar sem
neyðarlögin voru kynnt. MynD ReuteRs