Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 28
Vikublað 7.–9. október 201428 Lífsstíll Töframáttur hunangs Hunang er eitthvað sem flestir kunna að meta, enda er varla hægt að standast dísætt bragðið þegar það bráðnar á tungunni. Hunang- ið er þó ekki bara bragðgott, held- ur hefur það líka töframátt. Rann- sóknir hafa til að mynda sýnt fram á að hunang virkar vel til að draga úr hósta og lina særindi og erting í hálsi vegna hálsbólgu og kvefs. Það getur því verið gott að fá sér te með smá hunangi fyrir svefn- inn til að minnka líkurnar á and- vökunóttum þegar kvefið herjar á. Hunang er einnig bæði græðandi og sótthreinsandi og til eru skráðar heimildir um lækningamátt þess frá allt frá því um 2.000 fyrir Krist. Þá er hægt að nota hunang í bar- áttunni við flösu. Það hefur mýkj- andi áhrif og dregur bæði úr flös- unni sjálfri ásamt því að minnka kláða. Best er að blanda hun- anginu í vatn og bera það á þurra svæðið. Hunangið er líka orkuríkt og er því tilvalið að gæða sér á því fyrir eða eftir íþróttaæfingar. Sérstaklega gaman að „inklúda“ fólkið Sísý Ey gefur út sína fyrstu plötu með aðstoð hópfjármögnunar Þ essi aðferð virðist virka ágætlega. Okkur þykir líka sérstaklega gaman að „in- klúda“ fólkið. Biðja það um aðstoð og bjóða svo eitthvað á móti,“ segir Elín Eyþórsdóttir, tón- listakona og einn meðlima Sísý Ey. Sveitin freistar þess nú að safna fé í gegnum hópfjármögnunarsíðu til þess að gefa út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin Sísý Ey kom fram á sjónarsviðið fyrir um ári og vakti strax mikla hrifningu útvarpshlust- enda fyrir lagið Ain't Got Nobody. Sísý Ey flytur „old school“-hús tón- list sem skapar sveitinni ákveðna sérstöðu hér á landi. Tónlistin í blóð borin Sveitin er, ásamt Elínu, skipuð systrum hennar, þeim Sigríði og Elísabetu Eyþórsdætrum og Frið- finni „Oculus“ Sigurðsyni. Systurnar eru ekki ókunnar tónlistaheiminum en þær koma úr mikilli tónlistarfjöl- skyldu. Foreldrar þeirra eru tónlist- arfólkið Ellen Kristjánsdóttir og Ey- þór Gunnarsson og náfrændi þeirra er KK. Elín segist aðspurð þó aldrei hafa fundið fyrir neinni pressu að heiman um að fara sömu leið og for- eldrarnir. „Þau vildu ábyggilega ekk- ert að við færum út í tónlistina,“ segir Elín kímin og bætir síðan við að þær systur finni fyrir miklum stuðningi heima. „Við erum mjög heppnar að búa að tónlistaruppeldinu.“ Nýtt lag gefur forsmekkinn Listamenn nota nú hópfjármögn- unarsíður í auknum mæli til að koma verkum sínum á framfæri og er þá gjarnan boðið upp á einhvers konar „greiða“ á móti fjárframlögum. Sísý Ey-liðar hyggjast bjóða velunnurum sínum upp á sitthvað spennandi. „Við erum að bjóða styrktaraðil- um allt frá eintaki af plötunni til órafmagnaðra einkatónleika eða beina útsendingu frá stúdíói,“ út- skýrir Elín. Spurð hvers aðdáend- ur megi vænta á plötunni segir Elín það margs konar – sumt gamalt, meira nýtt. „Stemmingin á plöt- unni er mjög skemmtileg og fersk,“ segir Elín. „Þetta verða lög sem fólk kannast við í bland við nýtt efni. Við erum að gefa út nýtt lag í næstu viku og það fangar ágætlega stemm- inguna á plötunni, held ég.“ Áhuga- samir geta lagt sitt af mörkum til að koma plötunni út í gegnum vefsíð- una pledgemusic.com og nægir þar að slá Sísý Ey inn í leitarstreng. Tek- ið er við öllum framlögum, en líkt og áður sagði fylgja ákveðin fríðindi þeim hæstu. n Sísý Ey Sveitin hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu listamanna sem hyggjast hópfjár- magna plötuútgáfu sína. MyNd JoNaTaN GréTarSSoN Elín Eyþórsdóttir Velunnarar fá fríðindi. MyNd iSMuS „Stemmingin á plötunni er mjög skemmtileg og fersk. Borðaðu með fjölskyldunni Í nýrri rannsókn, sem fjallað verð- ur um í fagritinu The Journal of Pediatrics, var athugað hvort fjöl- skyldumáltíðir hafi áhrif á holdafar. Í rannsókninni var 51% þáttak- enda of þungt og 22% þjáðust af alvarlegri offitu. Af þeim sem sögð- ust aldrei hafa borðað máltíð með fjölskyldu sinni í æsku voru 60% of þung og 29% þjáðust af offitu. Í ljós kom að þeir sem borðuðu máltíð með fjölskyldunni á unglingsárun- um, þótt ekki væri nema einu sinni til tvisvar í viku, voru mun ólíklegri til að þjást af offitu tíu árum síðar. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamanninum Jericu M. Berge en sagt var frá niðurstöðunum í Science Daily-vefritinu. Aðgengilegra kynlíf með hjálp farsímans Sífellt fleiri nýta sér farsímann og þar til gerð smáforrit til þess að komast í náin kynni við ann- að fólk. Má þar helst nefna Tinder sem hefur, að margra mati, umbylt stefnumótamenningu landans. Nú hefur enn bæst við flóruna en farsímavefurinn mixxxer.com var nýlega opnaður. Vefnum ætlað að hjálpa notendum við að finna skyndikynni í næsta nágrenni, en líkt og á Tinder notast vefurinn við GPS -staðsetningarhnit. Michael Manes, einn af stofnendum Mixxx- er, segir frá því á vefsíðu The Daily Beast að eftirspurnin sé gríðarleg, en nú þegar hafa um hundrað þús- und manns skráð sig til leiks. Ís- lendingar verða þó að bíða enn um sinn, þar sem ekki hefur verið gerð íslensk útgáfa ennþá. María Lilja Þrastardóttir maria@dv.is Ekki sætta þig við þurrkinn Haustlægðin og breytingaskeiðið á ekki alltaf vel saman M argir kvarta yfir þurrari húð þegar veturinn nálgast og hitastig lækkar. Hjá konum á og eftir breytingaskeið er það ekki aðeins húðin sem þornar á þessum tíma ársins. Í tímaritinu Healthy Woman er listi yfir atriði sem gætu hrjáð kon- ur á breytingaskeiði, sér í lagi á haustin, og ráð til að vinna gegn þessum áhrifum árstíðabreyting- anna. Augnþurrkur er einn fylgifiskur þess að eldast og sér í lagi hjá kon- um eftir tíðahvörf. Þurr augu geta þó einnig orsakast af tölvunotkun. Spurðu um augndropa í apótekinu þínu. Þurrkur í andliti getur verið vegna skorts á C-vítamíni. Fjárfestu í góðum andlitsmaska sem inni- heldur vítamínið. Settu góða olíu í hárið til að vinna gegn hárþurrki. Moroccan-olían hefur reynst mörgum vel og einnig Diamond-olían frá Redken. Settu nokkra dropa á fingurna og renndu þeim í gegnum hárið. Alls ekki setja of mikið. Samkvæmt rannsóknum þjáist þriðja hver kona af þurrum leggöng- um þegar hún kemst á breytinga- skeiðið og hlutfallið hækkar enn meira eftir tíðahvörf. Nældu þér í gott bleytiefni í næsta apóteki. Húð á fótum á til að þorna upp þegar hitabreytingar eru í lofti. Mundu að bera gott krem á þig eftir sturtuna. n indiana@dv.is Breytingaskeið Margir kannast við aukinn þurrk á haustin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.