Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 7.–9. október 2014 Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk. Starfsmönnum boðið á lystiskip n Stefnir, dótturfélag Arion banka, í New York n Segja kostnaði haldið í hófi H elgina 26. til 28. september fór meirihluti starfsmanna sjóðastýringarfyrirtækisins Stefnis í boðsferð til New York. Stefnir er dótturfyrir­ tæki Arion banka sem er svo aftur í eigu íslenska ríkisins og kröfuhafa. Að sögn Flóka Halldórssonar, fram­ kvæmdastjóra Stefnis, var reynt að halda kostnaði í lágmarki. Þrátt fyrir það var bæði hótel­ gisting í þrjár nætur og flug til Bandaríkjanna í boði sjóðsins. Starfsmönnum var enn fremur boðið í kvöldverð á lystiskipi sem sigldi suður fyrir Manhattan. Flóki segir að fleiri en starfsmenn Stefn­ is hafi verið um borð í lystiskipinu. Heildarfjöldi starfsmanna Stefnis er rúmlega tuttugu manns. Flóki vildi ekki skýra hvað ferðin kostaði en ætla má að heildarkostnaður hafi verið vel á aðra milljón króna. Sjóðurinn aðskilinn bankanum Bæði Flóki og Haraldur Guðni Eiðs­ son, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka, leggja mikla áherslu, í samtali við DV, á að sjóðurinn og bankinn séu aðskildir. „Stefnir er sjálfstætt starfandi sjóðastýringar­ fyrirtæki. Sú sjóðastýring sem Stefn­ ir sinnir er lögum samkvæmt að­ skilin frá starfsemi Arion banka og er meirihluti stjórnarmanna Stefn­ is óháður bankanum,“ segir Har­ aldur í tölvupósti til DV. Stefnir er fyrrverandi rekstrarfélag Kaupþings banka hf. sem fékk nýtt nafn árið 2009 og samkvæmt heimasíðu „rek­ ur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði“. Bjuggust við gagnrýni Flóki hafnar því að um skemmti­ ferð hafi verið að ræða. „Þetta var náms­ og vinnuferð. Við fórum út á fimmtudegi og heimsóttum þrjú fyrirtæki í okkar bransa á föstu­ degi og komum heim á sunnudegi,“ segir Flóki. Fyrirtækin þrjú sem Flóki nefnir voru fjárfestingafyrir­ tækin Blackstone og Bloomberg og kauphöll New York. Makar starfsmanna voru með í för en Flóki hafnar því að þeim hafi verið boðið, þeir hafi þurft að borga eigið flug. Makar fengu þó fría gistingu þar sem hótelherbergi voru í boði sjóðsins. Flóki segist hafa búist fyrirfram við gagnrýni og því var að hans sögn sérstak­ lega passað upp á að ferðin stæðist skoðun. n Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is „Þetta var náms- og vinnuferð Arion banki Stefnir er fyrrverandi rekstrarfélag Kaup-þings banka og er dótturfélag Arion banka. Fallegt Siglt við Manhattan. Mynd er úr safni. Mynd ReuteRS H jólreiðafólki á höfuðborgar­ svæðinu hefur fjölgað um þriðjung frá síðasta ári, samkvæmt mælingum Um­ hverfis­ og samgöngusviðs Reykja­ víkurborgar. Fjórum sinnum á ári eru settir upp mælar á átta stöð­ um á höfuðborgarsvæðinu og um­ ferð hjólandi vegfarenda mæld í þrjá tíma fyrir hádegi og í þrjá eft­ ir hádegi. Að sögn Bjargar Helga­ dóttur, sem umsjón hefur með talningunni, er þróunin einkar ánægjuleg. „Við mælum á þessum átta stöðum í mars, júní, septem­ ber og í desember. Núna í septem­ ber voru 2.872 sem hjóluðu fram hjá talningarstöðum en í septem­ ber í fyrra var fjöldinn 1.965 svo þetta er fjölgun um þriðjung,“ segir hún. Þann tíma sem mælingar fóru fram voru flestir hjólreiða­ menn sem hjóluðu yfir gatna­ mót Njarðargötu og Hringbrautar. Þann dag sem talið var í september voru 558 þar á ferð. Við gatnamót Miklubrautar og Lönguhlíðar er einnig mælt og var 491 sem hjólaði þar yfir. Þegar fjöldi hjólreiða­ manna um Borgartún var mældur í september í fyrra voru 49 sem þar fóru þar um hjólandi en í septem­ ber nú í ár var fjöldinn 266. Allan ársins hring er mælir við Suður­ landsbraut og hafa 89.995 hjólað þar framhjá það sem af er árinu. n dagny@dv.is Hjólreiðafólki hefur fjölgað um þriðjung 89.995 hafa hjólað við Suðurlandsbraut Hjólreiðamönnum fjölgar Þann tíma sem mælingar fóru fram voru flestir hjólreiða- menn sem hjóluðu yfir gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Mynd SigtRygguR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.