Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Síða 3
Fréttir 3Vikublað 7.–9. október 2014
Íslenskt tal leiðbeinir
notanda um allar aðgerðir
Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu
fjöri sem startað hefur verið í gang
með hjartastuðtækjum frá Donnu.
Samaritan PAD
hjartastuðtæki
kosta aðeins frá
kr. 199.600 m/vsk.
Starfsmönnum boðið á lystiskip
n Stefnir, dótturfélag Arion banka, í New York n Segja kostnaði haldið í hófi
H
elgina 26. til 28. september
fór meirihluti starfsmanna
sjóðastýringarfyrirtækisins
Stefnis í boðsferð til New
York. Stefnir er dótturfyrir
tæki Arion banka sem er svo aftur í
eigu íslenska ríkisins og kröfuhafa.
Að sögn Flóka Halldórssonar, fram
kvæmdastjóra Stefnis, var reynt að
halda kostnaði í lágmarki.
Þrátt fyrir það var bæði hótel
gisting í þrjár nætur og flug til
Bandaríkjanna í boði sjóðsins.
Starfsmönnum var enn fremur
boðið í kvöldverð á lystiskipi sem
sigldi suður fyrir Manhattan. Flóki
segir að fleiri en starfsmenn Stefn
is hafi verið um borð í lystiskipinu.
Heildarfjöldi starfsmanna Stefnis er
rúmlega tuttugu manns. Flóki vildi
ekki skýra hvað ferðin kostaði en
ætla má að heildarkostnaður hafi
verið vel á aðra milljón króna.
Sjóðurinn aðskilinn bankanum
Bæði Flóki og Haraldur Guðni Eiðs
son, forstöðumaður samskiptasviðs
Arion banka, leggja mikla áherslu,
í samtali við DV, á að sjóðurinn og
bankinn séu aðskildir. „Stefnir er
sjálfstætt starfandi sjóðastýringar
fyrirtæki. Sú sjóðastýring sem Stefn
ir sinnir er lögum samkvæmt að
skilin frá starfsemi Arion banka og
er meirihluti stjórnarmanna Stefn
is óháður bankanum,“ segir Har
aldur í tölvupósti til DV. Stefnir er
fyrrverandi rekstrarfélag Kaupþings
banka hf. sem fékk nýtt nafn árið
2009 og samkvæmt heimasíðu „rek
ur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði
og fagfjárfestasjóði“.
Bjuggust við gagnrýni
Flóki hafnar því að um skemmti
ferð hafi verið að ræða. „Þetta var
náms og vinnuferð. Við fórum út
á fimmtudegi og heimsóttum þrjú
fyrirtæki í okkar bransa á föstu
degi og komum heim á sunnudegi,“
segir Flóki. Fyrirtækin þrjú sem
Flóki nefnir voru fjárfestingafyrir
tækin Blackstone og Bloomberg og
kauphöll New York.
Makar starfsmanna voru með
í för en Flóki hafnar því að þeim
hafi verið boðið, þeir hafi þurft að
borga eigið flug. Makar fengu þó
fría gistingu þar sem hótelherbergi
voru í boði sjóðsins. Flóki segist
hafa búist fyrirfram við gagnrýni
og því var að hans sögn sérstak
lega passað upp á að ferðin stæðist
skoðun. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is
„Þetta
var
náms- og
vinnuferð
Arion banki Stefnir er fyrrverandi rekstrarfélag Kaup-þings banka og er dótturfélag Arion banka.
Fallegt Siglt við
Manhattan. Mynd er
úr safni. Mynd ReuteRS
H
jólreiðafólki á höfuðborgar
svæðinu hefur fjölgað um
þriðjung frá síðasta ári,
samkvæmt mælingum Um
hverfis og samgöngusviðs Reykja
víkurborgar. Fjórum sinnum á ári
eru settir upp mælar á átta stöð
um á höfuðborgarsvæðinu og um
ferð hjólandi vegfarenda mæld í
þrjá tíma fyrir hádegi og í þrjá eft
ir hádegi. Að sögn Bjargar Helga
dóttur, sem umsjón hefur með
talningunni, er þróunin einkar
ánægjuleg. „Við mælum á þessum
átta stöðum í mars, júní, septem
ber og í desember. Núna í septem
ber voru 2.872 sem hjóluðu fram
hjá talningarstöðum en í septem
ber í fyrra var fjöldinn 1.965 svo
þetta er fjölgun um þriðjung,“ segir
hún.
Þann tíma sem mælingar
fóru fram voru flestir hjólreiða
menn sem hjóluðu yfir gatna
mót Njarðargötu og Hringbrautar.
Þann dag sem talið var í september
voru 558 þar á ferð. Við gatnamót
Miklubrautar og Lönguhlíðar er
einnig mælt og var 491 sem hjólaði
þar yfir. Þegar fjöldi hjólreiða
manna um Borgartún var mældur
í september í fyrra voru 49 sem þar
fóru þar um hjólandi en í septem
ber nú í ár var fjöldinn 266. Allan
ársins hring er mælir við Suður
landsbraut og hafa 89.995 hjólað
þar framhjá það sem af er árinu. n
dagny@dv.is
Hjólreiðafólki hefur
fjölgað um þriðjung
89.995 hafa hjólað við Suðurlandsbraut
Hjólreiðamönnum fjölgar Þann tíma sem mælingar fóru fram voru flestir hjólreiða-
menn sem hjóluðu yfir gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Mynd SigtRygguR ARi