Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 16
16 Fréttir Erlent Vikublað 7.–9. október 2014
milljarðamæringar sem byrjuðu á núlli
n Fólkið sem byrjaði með tvær hendur tómar en syndir í seðlum í dag n Einn ólst upp á munaðarleysingjaheimili og annar vann við uppvask
F
orbes gaf á mánudag út ár-
legan lista yfir 400 ríkustu
Bandaríkjamennina. Þó að
margir þeirra sem eru á list-
anum hafi fæðst með silfur-
skeið í munni, eru þar aðrir sem
komist hafa í álnir fyrir tilstilli dugn-
aðar og frumkvæðis. Sumir byrjuðu
með ekkert á milli handanna. Þannig
háttar til með Jan Koum, stofnanda
WhatsApp, sem lifði einu sinni á
matarmiðum. Hann seldi Facebook
fyrirtækið sitt í febrúar fyrir 19 millj-
arða dollara og á í dag eignir upp á
7,7 milljarða dollara, að mati Forbes.
Annar maður sem vert er að
taka eftir er Larry Ellison, stofn-
andi Oracle. Í átta ár vann ýmiss
konar skítverk, hér og þar, áður en
hann stofnaði fyrirtækið sitt. Eign-
ir hans hækkuðu í virði um 9 millj-
arða dollara síðastliðið ár. Nokkr-
ir auðmenn, utan Bandaríkjanna,
hafa farið svipaðar leiðir, svo sem
kennarinn Jack Ma, sem söðlaði um
og stofnaði Alibaba. Hann á nú eign-
ir upp á 20 milljarða dollara, eða íg-
ildi 2.420 milljarða króna. Sögurn-
ar hérna að neðan, sem teknar voru
saman af Business Insider, minna
okkur á að hver sem er getur, með
smá kænsku, dugnaði og heppni,
unnið sig úr vonlausum aðstæðum
og á þann stað að njóta gríðarlegrar
velgengni. n
Treysti á matarmiða
Nafn: Jan Koum
Þekktur fyrir: WhatsApp-smáforritið
Eignir: 7,7 milljarðar dala
Þrátt fyrir að vera aðeins 37 ára er Jan Koum
kominn í hóp ríkustu einstaklinga heims.
Koum er fæddur í Úkraínu en hann fluttist
til Bandaríkjanna þegar hann var sextán
ára. Óhætt er að segja að fjölskylda hans
hafi átt í talsverðum fjárhagserfiðleikum
fljótlega eftir komuna til Bandaríkjanna og
þurfti meðal annars að treysta á matarmiða
þar sem erfiðlega gekk að ná endum saman.
Árið 2009 stofnuðu Koum og félagi hans,
Brian Acton, fyrirtæki í kringum smáforrit
fyrir snjallsíma sem þeir þróuðu. Smáforritið,
WhatsApp, gerir fólki kleift að senda
skilaboð sín á milli í stað þess að senda
SMS. Fyrirtækið var selt fyrir nítján milljarða
Bandaríkjadala, 2.145 milljarða króna, til
Facebook í febrúar á þessu ári. Notendur
forritsins eru um 600 milljónir á heimsvísu.
Baldur Guðmundsson
Einar Þór Sigurðsson
baldur@dv.is / einar@dv.is
Ólst upp
á munaðar-
leysingjahæli
Nafn: Leonardo Del Vecchio
Þekktur fyrir: Að stofna Luxottica
Eignir: 18,4 milljarðar dollara
Del Vecchio var, ásamt fjórum öðrum
börnum, sendur á munaðarleys-
ingjahæli þegar móðir hans, sem var
ekkja, gat ekki séð þeim farborða.
Síðar fékk hann vinnu í mótaverk-
smiðju sem framleiddi meðal annars
varahluti í bíla og gjarðir utan um
gleraugu. 23 ára stofnaði hann sína
eigin framleiðslu, litla mótaverk-
smiðju, sem hefur síðan heldur betur
vaxið fiskur um hrygg. Luxottica
framleiðir gleraugu í stórum stíl,
meðal annars hin frægu Ray-Ban-
gleraugu, og er stærsta fyrirtæki á
því sviði í heiminum í dag.
Dreymdi um
nýstárleg bindi
Nafn: Ralph Lauren
Þekktur fyrir: Að finna upp pólóbolinn
Eignir: 7,8 milljarðar dollara
Ralph Lauren lauk framhaldsskóla
í Bronx í New York en hætti síðan í
háskóla þegar hann gekk í herinn. Síðar
vann hann sem aðstoðarmaður hjá
fatarisanum Brooks Brothers. Hann
fór að velta fyrir sér hvort karlmenn
væru tilbúnir að ganga með breiðari
og litskrúðugri hálsbindi. Árið 1967
ákvað hann að láta slag standa – láta
draum sinn um að framleiða nýstárleg
bindi – rætast. Hann seldi bindi fyrir
500 þúsund dollara fyrsta árið og fór
í kjölfarið að framleiða það sem hann
er þekktastur fyrir, boli sem í dag eru
kallaðir pólóbolir. Vörumerki Ralphs
Lauren er á meðal þekktustu vöru-
merkjanna í tískuheiminum í dag.
Stofnaði fyrirtækið 19 ára
Nafn: Elizabeth Holmes
Þekkt fyrir: Frumkvöðulsstarf á sviði blóðrannsókna
Eignir: 4,5 milljarðar dala
Elizabeth Holmes er ef til vill ekki þekktasta mann-
eskjan á þessum lista. Holmes þessi er þó þekkt fyrir
frumkvöðulsstarf á sviði blóðrannsókna. Þegar hún
var nítján ára nemi við Stanford-háskóla stofnaði hún
fyrirtæki sitt, Theranos. Það sem gerði þetta fyrirtæki
frábrugðið öðrum fyrirtækjum á þessu sviði var það að
fyrirtækið bauð upp á nýja og mun ódýrari leið til að
framkvæma blóðprufur. Í dag starfa 500 manns hjá
Theranos en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Palo Alto.
Fyrirtækið er í dag metið á níu milljarða Bandaríkjadala.
Slapp undan nasistum
Nafn: George Soros
Þekktur fyrir: Að fella breska pundið
Eignir: 24 milljarðar dollara
Soros slapp, sem ungur drengur, undan hernámi nasista í Ungverjalandi, með
því að þykjast vera guðsonur embættismanns í ungverska landbúnaðarráðu-
neytinu. Árið 1947 auðnaðist honum að flýja landið, með því að taka þátt í
ungmennaþingi esperanto á Vesturlöndum. Hann notaði tækifærið og flutti
til ættingja sinna í London. Hann gekk í London School of Economics og vann
hörðum höndum með skóla, sem þjónn og vikapiltur á brautarstöð, til að geta
greitt fyrir skólagönguna. Eftir útskrift fékk hann vinnu í minjagripaverslun
áður en hann flutti til New York, þar sem hann fékk vinnu í banka. Hann gerðist
verðbréfasali og spákaupmaður. Árið 1992 tók hann stöðu gegn breska pundinu,
eins og frægt varð, og hagnaðist um milljarða dollara á því að spá fyrir um hrun
þess. Hann er þekktastur sem maðurinn sem felldi breska pundið, þótt hann eigi
kannski ekki beinlínis sök á því.
Sviku út tugi
milljóna
Þrír menn hafa verið ákærðir í
Noregi fyrir umfangsmikil fjár-
svik. Mennirnir þóttust starfa fyr-
ir góðgerðasamtök og náðu þeir
þannig að svíkja út rúmlega tvær
milljónir norskra króna, 37 millj-
ónir íslenskar, sem þeir fengu í
framlög frá velgjörðarmönnum.
Mennirnir, sem eru á fer-
tugsaldri, stofnuðu samtökin í
Drammen í suðurhluta Noregs,
en þeir sögðu að samtökunum
hefði verið komið á laggirnar til
að hjálpa ungu fólki sem ánetjast
hefur fíkniefnum. „ Peningarnir
sem komu inn fóru beint í vasa
þessara manna,“ segir Hans Lyder
Haare, saksóknari hjá lögreglu, í
samtali við Drammens Tidende.
Verjandi mannanna þriggja,
Karsten Gjone, segir að skjól-
stæðingar sínir neiti sök.
Varaðir við
ferðum til
Frakklands
Yfirvöld í Bretlandi hafa varað
þegna sína við yfirvofandi
hryðjuverkahættu í Frakklandi.
Er þessu beint til þeirra milljóna
Breta sem heimsækja Frakkland
á hverju ári. Í yfirlýsingu sem birt
var á vef breska utanríkisráðu-
neytisins á mánudag kemur fram
að yfirvofandi ógn stafi meðal
annars vegna þátttöku Frakka í
baráttunni gegn Íslamska rík-
inu. Raunar hafa frönsk yfirvöld
einnig varað þegna sína við yf-
irvofandi hættu og hvatt fólk til
að sýna aðgát á götum úti. Hafa
Frakkar aukið öryggisgæslu á
flugvöllum, lestarstöðvum og
fjölsóttum ferðamannastöðum.
Glæsilegur
kastali til sölu
Einn glæsilegasti kastali Spánar,
Butrón-kastalinn í Baskalandi,
hefur nú verið settur á sölu.
Kastalinn sem um ræðir var
byggður einhvern tímann á mið-
öldum en tekinn í gegn seint á
19. öld af þáverandi eiganda,
Francisco de Cubas. Kastalinn
verður seldur á uppboði og
er lágmarksboð 3,5 milljón-
ir evra, eða rúmar 530 milljónir
króna. Ekki telst ólíklegt að tölu-
vert hærra verð fáist. Butrón-
kastalinn er 35.000 fermetrar í
það heila. Að því er fram kemur í
frétt the Local er kastalinn í mjög
góðu ásigkomulagi.