Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.2014, Blaðsíða 26
Vikublað 7.–9. október 201426 Lífsstíll
„Litlir sigrar
eru risastórir“
n Björg og Kristrún reka Dika lögmenn n Með yngstu konum sem reka lögmannsstofu
H
éraðsdómslögmennirnir,
Björg Valgeirsdóttir og
Kristrún Elsa Harðardóttir,
opnuðu í maí síðastliðnum
lögmannsstofuna Dika lög
menn. Þær eru báðar rétt um þrí
tugt og eru með yngstu konum sem
stofnað hafa lögmannsstofu hér á
landi. Þær taka á móti blaðamanni
á hlýlegri skrifstofu Dika lögmanna,
við Engjateig, en þær vildu hafa þar
notalegt yfirbragð þannig að fólki
liði vel hjá þeim og telja að það hafi
tekist. „Það hafa margir talað um
það hvað það sé góður andi hérna,“
segir Kristrún. „Fólk spyr stundum
hvort það þurfi að fara úr skónum,“
bætir Björg við og þær hlæja báð
ar á meðan við komum okkur fyrir í
fundarherberginu.
Vildu vera sjálfstæðar
„Við hittumst í mars og fórum að
ræða hvar við værum staddar í lífinu
og áttuðum okkur á því að við vor
um að velta fyrir okkur svipuðum
hlutum. Okkur langaði að fara út í
það að vera sjálfstæðar, stofna stofu
út frá okkar eigin hugsjónum,“ segir
Björg um aðdraganda þess að þær
ákváðu að fara saman út í rekstur.
Þær voru sammála um að þær
vildu hafa samfélagslega ábyrgð
að leiðarljósi og koma með nýjar
áherslur sem ekki höfðu sést áður í
lögmennsku á Íslandi.
Með ólíkan bakgrunn
Björg starfaði í sex á hjá lögmanns
stofunni Rétti, undir dyggri hand
leiðslu Ragnars Aðalsteinssonar
hæstaréttarlögmanns. Henni leið
mjög vel þar og var starf bæði fjöl
breytt og krefjandi. „En mig var far
ið að langa til þess að vera minn
eigin herra. Ég var búin að læra
margt og vildi takast á við nýjar
áskoranir,“ útskýrir hún. Kristrún
á einnig töluverða reynslu að baki
í lögmennsku á ýmsum sviðum.
Hún hellti sér beint út í lögmennsk
una eftir að hún útskrifaðist úr laga
deild Háskóla Íslands. Starfaði fyrir
slitastjórn Landsbankans og var
fulltrúi Herdísar Hallmarsdóttur
hæstaréttarlögmanns á Emblu lög
mönnum. „Ég var mikið í málflutn
ingi og mætingu hjá dómstólun
um fyrir slitastjórnina. Vinnan var
mjög skemmtileg en einnig mjög
krefjandi og vinnutíminn lang
ur. Eftir tvö ár í starfi vildi ég afla
mér reynslu á fleiri réttarsviðum,
þá helst tengdum mannréttind
um, og færði mig í kjölfarið yfir til
Útlendingastofnunar þar sem ég
starfaði með flóttamönnum og hæl
isleitendum.“ Kristrún starfaði hjá
Útlendingastofnun í eitt og hálft ár
og fannst starfið skemmtilegt en
vildi komast í meira krefjandi verk
efni. „Ég var líka farin að sakna þess
að vera í lögmennsku.“ Þá stofnaði
Kristrún nýsköpunarfyrirtækið Ís
lensku skjalagerðina haustið 2013,
en fyrirtækið veitir þjónustu á sviði
lögfræðilegrar skjalagerðar ein
göngu í gegnum internetið. Fyrir
tækið er nú rekið af Dika lögmönn
um. Þær stöllur eru því með töluvert
ólíkan bakgrunn sem nær yfir mörg
svið lögfræðinnar og eru þær sam
mála um að fyrir vikið séu þær mjög
öflugar saman í rekstri.
Fóru strax á fullt
Björg og Kristrún voru saman í laga
deildinni á sínum tíma en kynntust
ekki almennilega fyrr en þær tóku
héraðsdómslögmannssréttindin
á sama tíma árið 2010. En það var
Björg sem setti sig í samband við
Kristrúnu í vor og viðraði þá hug
mynd að þær opnuðu saman lög
mannsstofu. „Það var mjög fyndið,
því daginn áður en Björg hafði sam
band við mig þá sagði ég við mann
inn minn að mig langaði að fara út
í sjálfstæðan rekstur.“ Fjölskyldan
var þá að kaupa hús á Selfossi og
Kristrún hafði hugsað sér að opna
jafnvel stofu í bænum í kringum
Íslensku skjalagerðina. „Svo hafði
Björg bara samband daginn eftir,“
segir Kristrún og þær skella báðar
upp úr. „Við fórum því bara strax á
fullt,“ bætir hún við. Það mætti ætla
að samstarf þeirra hafi verið skrifað
í skýin.
Hikuðu aldrei
Þær höfðu báðar heyrt mjög vel
látið af hvor annarri í starfi og voru
því alls ekki óhræddar við að fara út
í samstarf. Þær segjast í raun aldrei
hafa hikað frá því að hugmyndin
kom fyrst upp. Einum og hálfum
mánuði eftir fyrsta fund þeirra var
lögmannstofan orðin að veruleika.
En þær fengu ómetanlega aðstoð
frá vinum og vandamönnum við að
innrétta stofuna, útbúa auglýsingar
og hanna merki stofunnar. Þá er
gaman að segja frá því að þær settu
sjálfar upp heimasíðu Dika.
Með alla anga úti
Aðspurðar segja þær viðbrögð
in við stofunni hafa verið mjög góð
og hafa fengið til sín mörg og fjöl
breytt verkefni. Þær hafa því verið
að átta sig á því síðustu mánuði hve
öflugt tengslanet þær hafa í kringum
sig og það hefur komið sér mjög vel.
„Nú kemur líka svolítið í ljós hvort
við höfum verið vandvirkar í gegn
um tíðina og vel liðnar og ég held að
það sé raunin með okkur báðar,“ seg
ir Björg. Þær viðurkenna þó að þær
þurfi að vera duglegar að minna á sig
og hafa alla anga úti. Hlutirnir ger
ast ekki sjálfkrafa. Björg bendir þó á
að líklega sé það þannig fyrsta árið í
öllum rekstri, og Kristrún tekur undir
það. „Maður þarf líka að vera sniðug
ur. Það fyrsta sem við hugsuðum var
það hvernig við gætum skapað okkur
sérstöðu. Hvernig við gætum laðað
að okkur bæði einstaklinga og fyrir
tæki,“ segir Björg.
Fyrsta viðtalið frítt
Það var hugmyndin um samfélags
lega ábyrgð lögmanna sem heill
aði þær báðar. „Það eru margir sem
forðast að taka upp tólið og hringja
í lögmann, af ótta við að reikningur
inn verði himinhár. Margir þessara
einstaklinga þurfa kannski einfalda
lögfræðilega ráðgjöf eða svör við
því hvort þeir eigi ákveðinn rétt. Við
ákváðum því að hafa það sem okk
ar stefnu að bjóða fyrsta viðtal við
lögmenn stofunnar án endurgjalds.
Við getum þá veitt leiðbeiningar um
næstu skref einstaklingum að kostn
aðarlausu og svo áframhaldandi ráð
gjöf eða aðstoð sé óskað eftir því.“ Þá
ákváðu þær að hafa gjaldskrá fyrir
þjónustuna aðgengilega á heima
síðunni sinni, en það er fáheyrt að
lögmannsstofur geri slíkt. „Það hafa
margir minnst á það við okkur, hvað
þeim finnist það jákvætt hve gjald
takan er gegnsæ,“ segir Kristrún.
Bjóða upp á sálfræðiaðstoð
Dika lögmenn bjóða einnig upp á þá
nýjung að veita skjólstæðingum sín
um sálfræðiaðstoð ef þeir telja sig
þurfa á því að halda, og eru í sam
starfi við sálfræðing hvað það varð
ar. „Við viljum að litið sé á okkur sem
framsækna stofu sem býður upp á
nýjungar og góða þjónustu. Það er
liður í okkar kynningu,“ segir Björg.
„Sálfræðiaðstoð nýtist kannski best
í erfiðum fjölskyldumálum og sátta
meðferðum þar sem fólk á erfitt með
að bakka og setja sig í spor annarra.
Þetta eru oft mjög tilfinningaþrungin
mál og þá er gott að hafa fagaðila til
að miðla málum,“ segir Kristrún.
Karlarnir taka þeim vel
Í ljósi þess að lömannsstéttin er
mikil karlastétt leikur blaðamanni
forvitni á að vita hvernig eldri karl
skyns kollegar þeirra hafa tekið þess
um ungu, framsæknu konum. „Ég
hef ekki orðið vör við neitt nema já
kvæð viðbrögð. Mér finnst vera bor
in mikil virðing fyrir því sem við erum
að gera, bæði af jafnöldrum og þeim
sem eldri eru,“ segir Björg. „Það var
kannski aðallega fyrst þegar maður
kom inn í lögmennskuna að mað
ur varð var við tortryggileg viðbrögð
eldri lögmanna sem höfðu ekki trú
á manni. En þegar þú hefur mætt
lögmanni einu sinni, hvort sem er á
fundi eða í réttarsal, og hann sér að
þú ert starfi þínu vaxin, þá breytist
viðmótið,“ segir Kristrún. Björg tekur
undir með Kristrúnu og vill meina að
afar sjaldgæft sé að mæta slíku við
móti. Það væri þá frekar eitthvað sem
væri ungum lögmönnum í hag. „Ein
hvers staðar heyrði ég að það kæmi
í bakið á manni að vanmeta and
stæðinginn. Ungir og metnaðarfullir
lögmenn eru oft betur undirbúnir en
þeir sem eru reyndir og telja sig geta
tæklað málflutning með lítilli fyrir
höfn.“
Fyrsta málið vannst
Björg og Kristrún segja það lykilatriði
þegar stokkið er út í djúpu laugina
eins og þær gerðu með stofnun Dika
lögmanna, að hafa trú á sjálfum sér.
Þannig séu manni allir vegir færir.
„Við fengum kampavínsflösku að gjöf
frá vinkonum okkar í opnunarhóf
inu og þær skrifuðu í kortið að eftir
fyrsta sigurinn þá myndum við opna
flöskuna saman. Fyrsta málið sem ég
flutti í nafni Dika lögmanna vannst
og á fimmtudaginn fyrir tveimur vik
um þá hittumst við hér og skáluðum,“
segir Björg. „Allir litlir sigrar eru risa
stórir og það er frábært að komast
yfir hvern einasta þröskuld,“ bætir
hún við og Kristrún tekur undir það.
Þær segjast fullar af ástríðu fyrir því
sem þær eru að gera og horfa björt
um augum til framtíðarinnar. n
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
„Okkur langaði að
fara út í það að
vera sjálfstæðar, stofna
stofu út frá okkar eigin
hugsjónum.
Bjóða upp
á nýjungar
Björg og Kristrún
segja mikilvægt að
vera sniðugur og að
skapa sér sérstöðu
þegar kemur að
því að laða að sér
viðskiptavini.
Mynd SigtRygguR ARi